Fréttablaðið - 30.09.2005, Side 4

Fréttablaðið - 30.09.2005, Side 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,07 63,37 111,37 111,91 76,01 76,43 10,183 10,243 9,72 9,778 8,103 8,151 0,5589 0,5621 91,43 91,97 GENGI GJALDMIÐLA 29.09.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 106,8333 4 30. september 2005 FÖSTUDAGUR Hæstiréttur dæmir í máli Hákons Eydals morðingja Sri Rahmawati: Sextán ára fangelsi sta›fest DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms frá því í mars yfir Hákoni Eydal sem myrti Sri Rahmawati sumarið 2004. Hákon skal sæta fangelsi í sextán ár fyrir morðið á Sri, sem var fyrrverandi sambýlis- kona hans og barnsmóðir. Hákon krafðist sýknu á þeim forsend- um að hann væri ekki sakhæfur. Það var hins vegar mat geð- læknis að Hákon væri sakhæfur og ábyrgur gerða sinna og sýndi engin örugg merki sturlunar eða rugls. Hákon lagði til Sri með kú- beini og sló hana fjórum sinnum í höfuðið. Þá vafði hann taubelti þrívegis um háls hennar þannig að banamein var kyrking. Há- kon var talinn hafa farið smán- arlega með líkið og reynst lög- reglu erfiður við rannsókn máls- ins. Af rannsókn þótti einsýnt að hann iðraðist ekki gerða sinna sérstaklega. Staðfest er ákvörðun héraðs- dóms um málskostnað og skaða- bætur. Við málskostnaðinn bæt- ast málsvarnarlaun Brynjars Níelssonar hæstaréttarlög- manns, skipaðs verjanda Há- konar, samtals 996 þúsund krón- ur. - saj BAUGSMÁL Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingar- innar, og Gunnlaugur Sigmunds- son, fyrrum þingmaður Framsókn- arflokksins, hafa báðir orðið fyrir því að einkapóstur sem þeir sendu hafi birst á síðum Morgunblaðsins án þeirra leyfis. Sunnudaginn 10. maí 1998 birt- ist tölvupóstur sem Gunnlaugur sendi þingmönnum á innra neti þingsins orðréttur í Morgunblað- inu. Hann segist ekki hafa haft vit- neskju um að til stæði að birta póstinn því ekki hafi verið haft samband við hann áður en póstur- inn var birtur í Morgunblaðinu. „Ég var mjög ósáttur við þessa birtingu á sínum tíma,“ segir Gunnlaugur. Þá birti Morgunblaðið 15. nóv- ember 2002 bréfaskipti Norður- ljósa og Landsbankans vegna fjár- hagsstöðu Norðurljósa og lánamála félagsins. Össur skrifar á heimasíðu sinni að Styrmir hneykslist manna mest á birtingu Fréttablaðsins á einka- tölvupósti. Styrmir hafi líklega gleymt að hann hafi sjálfur birt einkapóst úr tölvu, vitandi að það væri bæði í óþökk sendanda og við- takenda. „Fréttablaðið rennur því í einskis manns slóð í því efni nema hans sjálfs,“ segir Össur. Þegar Össur var beðinn um að skýra við hvaða einkapóst hann ætti sagði hann: „Ég á við einka- bréf mitt sem ég sendi til tveggja viðtakenda. Annar var góður vinur föður míns til margra áratuga og hinn kunningi minn sem ég hafði haft töluverð samskipti við um málefni Baugs. Tölvupóstur þessi komst í hendur Styrmis. Hér var um einkabréf að ræða og bæði ég og viðtakendur gerðum Morgun- blaðinu ljóst að við værum mót- fallnir birtingu,“ segir Össur. „Styrmir, sem hafði nær öll samskipti af blaðsins hálfu við mig vegna þessa máls, tjáði mér að hann hefði skilning á þessu við- horfi en hann teldi málið þess eðlis að það ætti erindi við lesendur blaðsins þar sem um væri að ræða harkaleg ummæli formanns stjórn- málaflokks til umsvifamikils at- hafnamanns. Rétt er að taka fram að málið varðaði að öllu leyti per- sónuleg málefni sem tengdust minni fjölskyldu,“ segir hann. „Mótmæli mín við þetta urðu veik þar sem í hjarta mínu gat ég ekki annað en fallist á rök Styrmis og ég hef aldrei áfellst hann síðan,“ segir Össur. Á heimasíðu sinni segir Össur: „Ritstjóri Morgunblaðsins varði það þá með nákvæmlega jafn góð- um og sannfærandi rökum og Fréttablaðið ver sig núna fyrir hneykslun hans. Styrmir hafði rétt fyrir sér þá einsog hann hefur rangt fyrir sér núna. Munurinn er sá, að nú er hann einn af málsaðilj- um – og ritstjóri Morgunblaðsins verður að skýra fyrir lesendum og starfsmönnum afhverju þá gilda önnur prinsipp.“ sda@frettabladid.is Abu Ghraib-myndir: Birting skal heimil BANDARÍKIN, AP Aðgangur skal veittur að áður óbirtum ljósmynd- um af misþyrmingum á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad. Þetta var niðurstaða bandarísks alríkisdómara í New York, en hann gekk þvert á vilja banda- rískra stjórnvalda sem segja dreifingu myndanna skaða ímynd Bandaríkjanna. Það voru bandarísku mannrétt- indasamtökin Civil Liberties Union sem fóru í nafni upplýs- ingalaga fram á að fá afrit af 87 ljósmyndum og fjórum mynd- bandsupptökum frá Abu Ghraib, sem ekki hafa áður ratað fyrir al- menningssjónir. ■ Ók félaga úr innbroti: Rauf skilor› me› skutlinu DÓMSMÁL Tuttugu og eins árs gam- all maður var nýlega dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka félaga sínum af vettvangi inn- brots í Reykjavík í mars í fyrra og fara með þýfið á heimili sitt í Breiðholti. Þá var honum refsað fyrir að hafa verið með, 17. júní síðastliðinn, 1,42 grömm af tó- baksblönduðu kannabisefni í fór- um sínu þegar lögregla kannaði ferðir hans í bíl á Suðurgötu í Reykjavík. Félaginn sem braust inn var dæmdur fyrr á árinu. Maðurinn hefur tvisvar áður hlotið skilorðsbundna dóma og rauf með fyrra broti sínu skilorð og því dæmdur í fangelsi. - óká Vamos á reki: Ekkert vita› um skútuna ÚTHÖF Ekkert er vitað um afdrif seglskútunnar Vamos og gæti hún verið á reki á stóru svæði milli Ís- lands og Grænlands að sögn Land- helgisgæslunnar. Ekki er vitað hvar hún er og hugsanlegt er að hún hafi sokkið. Skútan lenti í sjávarháska á þriðjudaginn og lést annar áhafn- armeðlimurinn en hinum var bjargað af þyrlu Landhelgisgæsl- unnar við erfiðar aðstæður 90 mílur norðvestur af Ísafjarðar- djúpi. - grs www.leikhusid.is Þröstur Leó Gunnarsson Leikari ársins í aukahlutverki Gríman 2005 Sýningum lýkur í október Strönduð ferja: Farflegum gefi› áfengi NORÐURLÖND Eistneska farþega- ferjan Regina Baltica strandaði í Eystrasalti, skammt frá Stokk- hólmi, á þriðjudagskvöldið en nokkrum klukkutímum síðar tókst henni að losna með eigin vélarafli. Enginn var í hættu en nokkrir Norðmenn sem voru um borð sögðu í samtali við Aftenposten það umhugsunarefni að stjórnend- ur ferjunnar gáfu farþegunum áfengi í sárabætur á meðan skipið var losað. ■ Verkamannaflokkurinn: Öldungi vísa› á dyr BRETLAND Skipuleggjendur þings breska Verkamannaflokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að láta vísa út af þinginu hinum 82 ára Walter Wolfgang. Wolfgang greip fram í ræðu Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, í fyrradag þegar hann var að verja innrásina í Írak. Tveir fílefldir öryggisverðir æddu til Wolfgangs og hugðust fleygja hon- um á dyr en Wolfgang kaus fremur að ganga sjálfur út, þó í fylgd ör- yggisvarðanna. Wolfgang hefur nú verið beðinn afsökunar á þessum harkalegu við- brögðum og sat hann lokadag þingsins í gær. ■ WALTER WOLFGANG Greip fram í ræðu Jack Straw og var vísað á dyr. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HÁKON EYDAL Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms. STYRMIR GUNNARSSON. Hefur gagnrýnt birtingu Fréttablaðsins á einkapósti er varða aðkomu hans að Baugsmálinu og segir að Morgunblaðið myndi ekki ástunda slíkt. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON. Bendir á að Styrmir sé ósamkvæmur sjálfum sér í gagnrýninni á Fréttablaðið. Styrmir hafi sjálfur birt einkatölvupóst í óþökk bæði sendanda og viðtakenda. GUNNLAUGUR SIGMUNDSSON Morgun- blaðið birti einkatölvupóst sem Gunnlaug- ur sendi þingmönnum á innra neti Alþing- is. Ekki var haft samband við hann vegna tölvupóstsins. Morgunbla›i› hefur birt einkatölvupóst Einkatölvupóstur hefur birst án samflykkis á sí›um Morgunbla›sins. Bla›i› birti jafnframt bréfaskipti Nor›urljósa og Landsbankans. Ritstjóri Morgun- bla›sins hefur gagnr‡nt Fréttabla›i› fyrir a› birta tölvupóst manna. REYKHÓLAHREPPUR RAFMAGNSLAUST Í TVO DAGA Rafmagnslína yfir Gufudalsháls slitnaði á tveimur stöðum og olli tveggja sólarhringa rafmagns- leysi. „Ég kom ekki vararafstöð- inni í gang og var bara kominn í brækur og undir sæng þegar raf- magnið loksins kom,“ segir Magn- ús Helgason, bóndi á Múla í Reyk- hólahreppi. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.