Fréttablaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 10
MAFÍUMORÐ Ítalskur carabinieri-lögreglu-
maður lítur á lík Sergios Tellini í sendibíl á
götu í Flórens í gær. Að sögn vitna var
hann skotinn mörgum skotum af mönn-
um sem komu aðvífandi á mótorhjóli.
Lögreglu grunar að skipulögð glæpastarf-
semi liggi að baki morðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
10 30. september 2005 FÖSTUDAGUR
Alsírbúar í lok þrettán ára langrar byltingar:
Kosi› um fri›arsamkomulag í Alsír
ALSÍR, AP Íbúðar Norður-Afríku-
landsins Alsír kusu í gær um frið-
arsamkomulag, sem ríkisstjórnin
trúir að muni hjálpa landinu við
að rétta úr kútnum eftir 13 ára
uppreisn heittrúaðra íslamstrúar-
manna. Andstæðingar segja hins
vegar að samkomulagið muni ein-
ungis hvítþvo glæpina sem áttu
sér stað á þessum árum. Um
120.000 manns létust í uppreisn-
inni, sem hófst árið 1992.
Yfir 18 milljónir manna hafa
kosningarétt í Alsír, en heildar-
fjöldi landsmanna er tæpar 33
milljónir. Þjóðin var einfaldlega
spurð hvort hún samþykkti friðar-
samkomulagið eða ekki.
Forseti Alsír, Abdelaziz
Bouteflika, segir friðarsamkomu-
lagið geta grætt þau sár sem upp-
reisnin olli, en það myndi til dæm-
is enda mál margra íslamstrúar-
manna sem rekin eru fyrir rétti
nú, meðal annars gegn þeim sem
lögðu niður vopn og öðrum sem
grunaðir eru um hryðjuverka-
starfsemi.
Þessi hluti samkomulagsins
nær ekki til þeirra sem grunaðir
eru um fjöldamorð, nauðganir eða
sprengjuárásir á almannafæri.
- smk
DANMÖRK Danskir hermenn að-
stoðuðu breska herinn í umdeildri
árás á lögreglustöð í borginni
Basra í Írak í síðustu viku þar
sem tveir breskir hermenn voru
frelsaðir. Þetta staðfestir Sören
Gade, varnarmálaráðherra Dan-
merkur, við danska blaðið In-
formation. Fjórir létust í átökun-
um og 44 særðust.
Dönsku hermennirnir tóku
ekki þátt í sjálfri frelsuninni held-
ur reistu þeir vegatálma í
námunda við stöðina. Engu að síð-
ur hefur málið vakið deilur í Dan-
mörku og hefur utanríkismála-
nefnd þingsins farið fram á við
ráðherrann að hann geri frekari
grein fyrir þætti hermannanna. ■
Slagurinn um
flri›ja sæti›
Prófkjör Reykjavíkurfélags vinstri grænna ver›ur á
morgun. Úrslitin fyrir fyrstu tvö sæti listans eru sög›
liggja fyrir, en slagurinn standi um flri›ja sæti›.
STJÓRNMÁL Tæplega sjö hundruð
Reykvíkingar geta tekið þátt í próf-
kjöri Reykjavíkurfélags vinstri
grænna á morgun. Flokksmönnum
í Reykjavík hefur fjölgað um tvö
hundruð frá áramótum. Tíu eru í
framboði, en allir heimildarmenn
blaðsins innan flokksins sem
Fréttablaðið ræddi við í gær voru
sammála um að úrslitin í fyrstu tvö
sætin væru nokkuð ljós. Svandís
muni sigra prófkjörið og Árni Þór
Sigurðsson verði í öðru sæti. Slag-
urinn verði því um þriðja sætið, en
samkvæmt nýlegum könnunum
fengi flokkurinn tvo borgarfull-
trúa.
Þau þrjú sem helst eru talin lík-
leg til að verða valin í þriðja sætið
eru Grímur Atlason, Sóley Tómas-
dóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Einn heimildarmaður hafði á orði
að Árni Þór hefði líklega ekki gefið
eftir fyrsta sætið til að sitja í borg-
arstjórn til 2009. Þriðji maður á
lista gæti því orðið borgarfulltrúi.
Önnur fimm í framboði eru Ásta
Þorleifsdóttir og Magnús Bergs-
son, sem koma úr hinum græna
armi flokksins; Ugla Egilsdóttir,
fulltrúi ungra vinstri grænna, Guð-
ný Hildur Magnúsdóttir og Þor-
valdur Þorvaldsson sem bæði
leggja áherslu á vinstri stefnuna.
Innan flokksins hefur nokkuð
verið rætt um að fjölgun um tvö
hundruð félaga vísi til þess að fólk
sé að skrá sig til að taka þátt í próf-
kjörinu og segja heimildarmenn að
það setji þriðja sætið í nokkra
óvissu. Grímur Atlason og Þorleif-
ur Gunnlaugsson væru báðir vel
þekktir innan flokksins, Grímur þó
aðeins þekktari utan hans. Þorleif-
ur er hins vegar varaformaður
Reykjavíkurfélagsins og er vel lið-
inn af störfum sínum. Sóley Tóm-
asdóttir er hins vegar nýr félagi
vinstri grænna en hefur verið virk
í Femínistafélagi Íslands. Vilja því
sumir flokksfélagar meina að
margir nýir félagar í flokknum séu
félagar Sóleyjar úr Femínistafé-
laginu. Einn benti á að nýir félagar,
sem skrá sig sérstaklega fyrir
prófkjörið, séu líklegri til að kjósa
en gamlir félagar sem gæti því
komið niður á fylgi Þorleifs.
Prófkjörið verður í húsnæði VG
að Suðurgötu 3 og verður hægt að
kjósa frá klukkan níu um morgun-
inn til níu að kvöldi.
svanborg@frettabladid.is
N
ám
sl
ín
a
Ákvarðanataka til árangurs 6. okt. kl. 9.00 - 15.00
Forysta til framfara 21. okt. kl. 9.00 - 13.00
Liðsheildin - TMS (Team Man. Systems) 4. nóv. kl. 9.00 - 13.00
Að laða fram það besta í öðrum 24. og 25. nóv. kl. 9.00 - 13.00
Forysta og skilvirk samskipti 15. og 16. des. kl. 9.00 - 13.00
Persónuleg færni 12. og 13. jan. kl. 9.00 - 13.00
Dags. Tími
Nánari upplýsingar veitir:
Nanna Ósk Jónsdóttir
Verkefnastjóri
Sími: 599 6424
GSM: 825 6424
Ofanleiti 2, 3. hæð
103 Reykjavík
Sími: 599 6200
Fax: 599 6201
www.stjornendaskoli.is
Skráning er hafin!
Hægt er að skrá sig í einstaka hluta námslínu á vef Stjórnendaskólans.
Allar upplýsingar eru á www.stjornendaskoli.is
LEIÐTOGAAKADEMÍA
STJÓRNENDASKÓLA HR
F
A
B
R
IK
A
N
”Góður árangur er háður réttum
ákvörðunum og er ein
áhrifamesta aðgerð leiðtogans.
Ákvarðanataka byggir ekki
eingöngu á tækni, aðferðum og
hugmyndum,
heldur samblandi af skilningi,
reynslu og yfirsýn.”
Fyrir alla stjórnendur sem vilja rækta með sér leiðtogahæfileika,
efla færni í ákvarðanatöku og leiða starfsfólk
til framúrskarandi árangurs.
Leiðbeinendur:
Lilja D. Halldórsdóttir
Þórhallur Gunnarsson
Guðrún Högnadóttir
Aðalsteinn Leifsson
Andri Haraldsson
Þröstur O. Sigurjónsson
BASRA Breskur hermaður í borginni Basra
í Írak.
Fleiri hótelherbergi:
Fjölgar um
flri›jung
FERÐALÖG Frá árinu 1999 hefur
hótelherbergjum í Reykjavík fjölg-
að um tæpan þriðjung og hefur
fjölgun gistinátta haldist í hendur
við þá þróun. Þetta kemur fram í
nýju fréttabréfi Samtaka ferða-
þjónustunnar.
Þá er búist við áframhaldandi
fjölgun næstu árin og segja sam-
tökin að gistinóttum þurfi að fjölga
um átta prósent á hverju ári eigi
þær að haldast í hendur við fjölgun
herbergja. Í það minnsta 850 hótel-
herbergi munu bætast við á næstu
fjórum árum. - grs
KOSNINGAR Í ALSÍR Alsírsk kona kemur úr
kosningaklefa með atkvæði sitt í hendi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
BANDARÍKIN, AP Öldungadeild
Bandaríkjaþings staðfesti í gær
skipan Johns Roberts í embætti
forseta Hæstaréttar Bandaríkj-
anna. Mikill meirihluti þingsins
studdi Roberts, eða 77 af 100 þing-
mönnum.
Fyrir Roberts liggur að leiða
réttinn í gegnum það sem margir
telja að verði afar mikilvægur
tími sem mun hafa áhrif á næstu
kynslóðir Bandaríkjamanna og
snerta á umdeildum málum svo
sem aðstoð við sjálfsvíg, kosn-
ingafjáröflun og fóstureyðingar.
Demókratar óttast að Roberts,
sem George W. Bush Bandaríkja-
forseti tilnefndi í dóminn í sumar,
verði afar íhaldssamur í skoðunum
sínum sem forseti Hæstaréttar. ■
BEINT Í FORSETASTÓL John Roberts stígur
út úr bíl sínum í Washington í gær.
Hæstiréttur Bandaríkjanna:
Skipun Roberts sta›fest
Frambjóðendur prófkjörs Vinstri
grænna í Reykjavík
VINSTRIHREYFINGIN
– GRÆNT FRAMBOÐ
SVANDÍS SVAVARS-
DÓTTIR (1)
GRÍMUR ATLASON
(1-3)
SÓLEY TÓMAS-
DÓTTIR (1-3)
ÁRNI ÞÓR SIG-
URÐSSON (2)
ÁSTA ÞORLEIFS-
DÓTTIR (3-4)
ÞORLEIFUR GUNN-
LAUGSSON (3-4)
GUÐNÝ HILDUR
MAGNÚSDÓTTIR (3-6)
ÞORVALDUR ÞOR-
VALDSSON (5-6)
MAGNÚS BERGS-
SON
UGLA EGILSDÓTTIR
Danskir hermenn:
A›sto›u›u vi› frelsunina