Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR # HF HÖRÐVR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SiMI (91)194'6ö WpÍFTÍnW H/lm rmJí' f !|p í i ** ÆM m Stuðmenn í heimsókn Sjá NÚ - © TÍMANN MNGBÚÐ HEGRA- NESÞINGS FUNDIN FJ—Reykjavik— Taliö er vist a& fundnar séu rústir þingbúöar frá Horft til noröurs yfir hina fornu þingbúð. Suðurgaflinn er fremst á myndinni og inn- gangur á honum miðjum. Þar innaf sjást holurnar eftir þakstólpana. Nýi vegurinn liggur á ská yfir myndina. Myndj Mjöll Snæsdóttir. hinu forna Hegranesþingi. Þegar vegagerðarmenn voru að ýta upp jarðvegi i nýjan veg, sem liggja skyldi upp með hamrabelti á norðaustanverðu Hegranesi i Skagafirði, fundust bein I flaginu. Við nánari rann- sókn komu svo húsarústir i ljós og viö frekari uppgröft sködduð tóft. Nánar er sagt frá þessum fundi I grein á bls. 7. Iðnaðardeild SÍS með mikla markaðs athugun í Evrópu Gsal—Reykjavik — Það er alltaf verið að kanna möguleika á nýj- um mörkuðum fyrir skinna- og prjónavörur okkar, — og nú er I gangi mikil markaösathugun i Evrópu fyrir áklæði og teppi, sagði Hjörtur Eiriksson, fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar Sambandsins, er Timinn hafði tal af honum. Sagði Hjörtur að hann vonaðist til að raunhæfur árangur af þess- ari athugun kæmi strax fram á næsta ári, en kvað athugun þessa hafa hafizt I vor. — Það er erfitt að komast inn á nýja markaði, hélt hann áfram, og það þarf að vinna ötullega til þess að ná þeim, og kannski ekki siður til að halda þeim. Miðað við þessa stóru markaði er framleiðsla á ullar- og skinnavörum litil hér á landi, en hins vegar er grundvöllur fyrir okkar vöru á erlendum mörkuð- um, — bæði er það, að viö erum fyllilega samkeppnishæfir hvað verð snertir, og gæðalega séð erum við heldur engir eftirbátar annarra. Hjörtur kvaö það stefnu Sam- bandsins að hafa ekki f jöldafram- leiðslu á þessum vörum, heldur selja út sérunna vöru og vandaða, — en um leiðyrði hún frekar dýr. Mikil útflutningsverkefni eru framundan hjá Sambandinu bæði i ullar- og skinnavörum, að sögn Hjartar, og kvað hann það engum vafa undirorpið. að hægt yrði á næstu árum að selja mun meira af fullunnum vörum til útlanda. Við leggjum áherzlu á þá stefnu okkar, að fullvinna vöruna hér heima og selja hana siðan, sagði Hjörtur að lokum. Iðnaðardeild Sambandsins hefur það sem af er þessu ári selt mikið af fullunnum prjónavörum, kápum, peysum o.þ.h. til Sovétrikjanna. Þessa fallegu kápu hefur Sambandið aftur á móti selt til Bandarikjanna og það er Prjónastofa Borgarness h.f., I Borgarnesi sem hefur prjónaö flikina, en ýmsar prjónastofur viðs vegar um land prjóna fyrir Sambandið, en hönnuður Sam- bandsverksmiðjanna er Þorsteinn Gunnarsson, klæöskeri. VIUA SETJA UPP FÓÐURBLÖNDUNAR- STÖD Á ODDEYRI ASK-Akureyri— Þaö er ætlunin að koma upp full- kominni blöndunarstöð á Oddeyrartanga og nýta um leiö innlend hráefni, sem I þessu tilviki myndi vera fiskimjölið. Bændur hafa mjög mikinn áhuga á þessu, þvi að vitað er að aðrar þjóðir blanda fiski- mjöli I fóður af þessu tagi. Til dæmis blanda Danir sildarmjöli I hænsna- og svinafóöur, sagði Jón Kristinsson, starfsmaður BÚSTÖLPA, sem er hlutafélag nokkurra bænda á Svalbarðsströnd. Að sögn Jóns er nú á vegum BÚSTÓLPA 1000 fer- metra vöruskemma I byggingu, og verður I henni aðstaða til geymslu á lausu fóðri, en hingað til hefur aöeins einum aöila veriö mögulegt að flytja laust fóöur til Norðurlands. Hins vegar hefur BÚSTÖLPI flutt inn sekkjaðar fóðurvörur um nokkurt skeið, eða 2 þúsund tonn að meðaltali yfir árið. — Þaö sem veldur innlendum fóöurvöruseljend- um hvað mestum erfiðleikum, sagði Jón Kristins- son, eru hin geysiháu farmgjöld innlendu skipafé- laganna, sem hækka sitt fraktverð meðan heims. markaðsverð fer lækkandi. Sem dæmi sagöi Jón, að Norðmenn hefðu greitt fyrir skömmu 50 krónur norskar fyrir flutning á laus fóðri frá Bandarfkjun- um til Noregs, á meðan Islendingar greiddu hvorki meira né minna en 229 krónur danskar fyrir sam- svarandi flutning frá Danmörku til Islands, sem er óneitanlega nokkuð styttri leið. Gerir Byggðasjóður Dalvíkingum ókleift að byggja stjórnsýslumiðstöð? ASK-Akureyri—Þegar I byrjun þessa mánaðar var hafizt handa við gröft fyrir grunni fyrirhug- aðrar stjórnsýslumiöstöðvar, sagði Jóhann Antonsson viö- skiptafræðingur á Dalvik i sam- tali við Timann. En þegar Dal- vlkurbær ætlaði að fá lán úr Byggðasjóði til frekari fram- kvæmda, synjaði hann um lánið án nokkurra fullnægjandi skýr- inga. Það má þvi segja, aö það sé einkennilegt, að þetta mál hafi ekki fengiö hljómgrunn hjá forráðamönnum Byggðasjóðs, þvi að stjórnsýslumiöstöö er ó- neitanlega snar þáttur I byggöa- þróuninni. Þá sagði Jóhann, aö nú væri mikill skortur á heppilegu skrif- stofuhúsnæði i Dalvik, meðal annars fyrir bæjarskrifstofur, sparisjóð og fógetaskrifstofur auk fjölmargra þjónustuaðila, er hafa hafið starfsemi á um- liðnum árum. En innan fjórð- ungssambandanna hafa nú um nokkurt skeið átt sér stað um- ræöur um þjónustumiðstöövar, og þá verið hafðar I huga er- lendar fyrirmyndir. Hins vegar sagði Jóhann, að almennt ætti eftir aö staðla fyrirmyndina eftir islenzkum aðstæöum, en þrátt fyrir það hefðu Dalviking- ar talið að málið væri svo vel á veg komið, aö óhætt væri að hefja framkvæmdir. Enda er þarna um að ræða þjónustu, sem yröi bæði til þess að draga úr kostnaði við skrifstofuhald, eins og það er í dag, auk þess sem með slikri stofnun er hægt að draga að mun fleiri þjónustu- aðila til bæjarins en annars hefði verið. Þá mun og slik stofnun sem þessi gera fólki mun auðveldar aö hafa sam- band við ýmsa þjónustuaðila og opinberar stofnanir á einum stað. Varðandi frekari kosti sem stjórnsýslumiðstöð hefur til aö bera, sagði Jóhann, að i henni yrði til dæmis sameiginleg simaþjónusta, fjölritun og vél- ritun, siöar bókhald og ef til vill tölvuþjónusta og telex, en mörg atriði yrðu eðlilega sameigin- leg, svo sem snyrting, ræsting og annað þess háttar. — Ef nýta á alla þá kosti sem stjórnsýslumiðstöð hefur, þá þarf nauðsynlega að byggja hana alla I einu, sagði Jóhann, en stofnkostnaöurinn er mikill og fyrirsjáanlegt er, ef einungis heimaaðilar eiga að fjármagna bygginguna, verður byggingar- timinn mjög langur og kostnað- ur veröur mun meiri en annars. Og sökum afstöðu Byggða sjóðs og óljósrar afstöðu ann- arra opinberra aðila veröa mörg spurningarmerki um þaö hversu mörgum áföngum stjórnsýslumi&stöðin veröur. Við höfum ekki leitað til ann- arra opinberra aðila, enda ekki komið auga á neinn, sem hlut- verki sinu samkvæmt gæti átt að fjármagna framkvæmd sem þessa — annan en Byggöasjóö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.