Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 24. ágúst 1975 TÍMINN 17 skólanum. Ef sá áhugi, sem vakinn hefur verið á þessum vettvangi dofnar ekki, þá mun það valda auknum sparnaði á oliu og gjaldeyri til húshitunar. Sama gildir auðvitað um ein- angrun húsa og einangrunar- gler. Þar má mikið spara. Bflar — vélar — still- ingar En hvað um alla bilana? Hver fylgist með þeim? Hver fylgist með þvi að menn láti stilla bila sina reglulega. Margir láta ekki stilla vélarnar, nema þegar billinn fer ekki i gang lengur. Bifreiðaeftirlitið krefst nú ljösa- stillingarvottorða. Af hverju ekki að krefjast mótorstilling- arvottorða lika. Að allir bilar séu stilltir árlega virðist að sögn sérfróðra manna vera sizt of mikið. Mikið hefur dregið úr inn- flutningi bifreiða til landsins, en samt bætast ávallt nokkrir við. Bflar eyða mjög mismunandi miklu eldsneyti. Litlir bflar eyða minna en stórir og þungir bilar eyða meira eldsneyti en léttir. Væri ekki athugandi að leggja sérstaka aukaskatta á eyðslufreka bila, en lækka þá aftur á móti á þeim gerðum, sem minnstu eldsneyti eyða. Að visu er mér það ljóst, að gjaldeyriskostnaðurinn af bil fer ekki einvörðungu eftir þvi hversu miklu eldsneyti þeir eyða, en það er ekki sama fyrir þjóðarbúið hvort 50.000 einka- bflar eyða 6 litrum á hundraðið, eða hvort þeir eyða 12 litrum, eða jafnvel 18. Mér er sagt að stóru, glæsi- legu, bilarnir Bronkóar, Bleizerar, Wagoneerar og Weeponar geti eytt 30—45 litrum á hundraðið, og þeir hafa hlotið sömu náð fyrir augum stjórn- valda og smábilar, sem nota 6 litra á hundraðið. Fróðlegt væri að fá álit sér- fróðra manna á þessu atriði, hvort ekki megi ná verulegum bensinsparnaði með þvi að tolla bfla að einhverju leyti eftir bensineyðslu þeirr-a, eða vélar- 1 stærð? Skipin Þá eru það blessuð skipin. Mjög merkilegur árangur hefur náðst I að hefta eyðslu togara- flotans, með þvi að hverfa frá dfsiloliu yfir i svartoliu. Að visu hefur ekki enn tekizt að koma svartoliu i alla togarana, eða öll kaupförin, en það ætti að takast með timanum. Þarna gætu stjórnvöld lika gripið i taumana með þvi að leyfa ekki kaup á skipum, sem nota óhæfilega dýrt eldsneyti. En þetta er nú gott og blessað. En svo kemur skipið til hafnar, þá gengur ljósavélin allan timann, framleiðir ljós og hitar upp skipið, og hún eyðir oliu, þar sem rafmagni má auðveld- lega koma við i staðinn fyrir oliu, aðeins með þvi að fá leiðslu úr landi. En það eru fleiri skip en togarar, sem keyra ljósavélar i landi. Það gera svo að segja öll skip. Þarna þyrfti að gera veru- legt átak, koma fyrir rafleiðslu- kerfi fyrir skipin. Það er h'ka athyglisvert, að oliuknúin tæki eru yfirleitt notuð við losun flutningaskipa og togara. Þessi tæki ættu að vera rafdrifin, bæði þau sem standa á bryggjunni, og eins þau um borð i skipunum, enda hyrfi oliunotk- unin hjá skipunum, ef þau fengju rafmagn úr landi, þvi að orkan f vindunum er einnig frá ljósavélunum, sem þá snerust ekki á meðan. Okrað á raforku til skipa — En hvað er þá gert til þess að skip geti fengið rafmagn úr landi? Það er fyrst og fremst gert allt af hálfu rafveitunnar til þess að hindra notkun rafmagns úr landi i skipunum. Skipin eru látin greiða okurtaxta, vinnu- ljósataxta. Raforka úr landi er þvi ekki samkeppnisfær við oliuna frá Arabarikjunum, þrátt fyrir allt hjal um ódýra orku á íslandi. Hér hefur verið drepið á örfá atriði — sjálfsagt af fjöl- mörgum, sem sýna fram á það, að við getum sparað eldsneyti miklu meira en við gerum nú. Ekki hefur verið minnzt á flug- vélar, sem fljúga tómar, rútur, sem aka án farþega, skip, sem sigla án varnings eða farþega og fjölmargt annað, enda alls ekki mælt með ofstækisfullri af- greiðslu málsins, heldur með skoðun. Sérfræðingar eru yfirleitt gagnslausir þegar hagræn mál- efni ber á góma, en ef til vill mætti finna einhverja til þess að skoða þessi mál. Gisli heitinn Halldórsson, verkfræðingur benti á, að með þvi að nota gufu- suðupotta i stað venjulegra potta, þá mætti spara sömu orku og toppstöðin við Elliðaár notar nú. Þetta segir okkur, að það er ekki nóg að reisa ný og ný orkuver, við þurfum að stjbrna orkunotkuninni með vissum þrýstingi. JG Kornsugan I Sundahöfn er rafknúin og þvf til fyrirmyndar. Það var gamli kolakraninn lika og rafdrifnir hranar hifðu fisk úr togurum og linuveiðurum i Reykjavíkurhöfn um unz disi og benzinkranar tóku við. Þarna er um greinilega afturför aðræða I orkumálum uppskipunar i Reykjavik. Svipaða sögu er að segja u'm flestar hafnir landsins. Oliudrifin tæki eru notuð einvörðungu við fisk og vörulöndun og útskipanir. Vilja veiða loðnu í flotvörpu fyrir Norðurlandi A FUNDI Sildarverksmiðja rikis- ins I gær var eftirfarandi tillaga samþykkt: Stjórn Sildarverksmiðja rikis- ins beinir þeirri áskorun til Sjávarútvegsráðuneytisins, að það hlutist til um við Hafrann- SKIPAUTG£RÐ RTKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavik föstudag- inn 29. þ.m. austur um landi hringferð. Vörumóttaka: þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag til Austfjarða- hafna, Þórshafnar, Raufar- hafnar, Húsavíkur og Akur- eyrar. AUGLYSIÐ í TÍMANUM sóknarstofnunina að annað skipa hennar Arni Friðriksson eða Bjarni Sæmundsson, verði látið stunda tilraunaveiðar á loðnu með flotvörpu fyrir Norðurlandi siðari hluta þessa mánaðar og i september-mánuði n.k. Einnig verði leigt eitt skip eða fleiri i Bændur Til sölu 5 tonna Chevrolet vörubílL ár- gerð 1966, í góðu ástandi. Bensinvél og fastur pallur. — Upp- lýsingar í síma 91- 24540. SKIPAUTGCRB RÍKISINS M/S Baldur fer frá Reykjavik miðviku- daginn 27. þ.m. til Breiða- fjarðarhafna. Vörumóttaka: þriðjudag og til hádegis á miðvikudag. sama skyni, en verði undir stjórn stofnunarinnar. í greinargerð með tillögunni segir: A fundi, sem verksmiðjustjórn- in hélt i dag, mætti dr. Jakob Jakobsson. Lét hann I ljósi þá skoðun, að með þessu móti mætti ganga úr skugga um, hvort um væri að ræða fyrir Norðurlandi loðnugöngur, 2ja til 4ra ára loðnu, er hentaði til vinnslu. Þykir verksmiðjustjórninni nauðsynlegt að fá úr þessu skorið. S,R. hafa alltaf verið reiðu- búnar að taka við þeirri loðnu, sem Hafrannsóknarstofnunin hefur lagt til að tekið yrði á móti. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sam- hljóða atkvæðum, þeirra Sveins Benediktssonar, Jóns Kjartans- sonar, Hannesar Baldvinssonar, ög- Jóns Sigurðssonar. VIÐ SYNUM á útisvæði 111 B eftirfarandi: Sumarhús A-Line — Hjólhýsi Cavalier — H/ólhýsi Monza — Tjaldvagna þýzka — Fólksbílakerrur og jeppakerrur — Kanadíska vélsleða Ski-doo VERIÐ VELKOMIN Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg — Klettagöröum ll\— Simi 86644

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.