Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 24. ágúst 1975 TÍMINN 15 Landnámsbær Stephan G. Stephansson vígður sem minjasetur Albertafylkis Herra veizlustjóri, heiöruöu gestir, háttvirtu áheyrendur: Mér er þaö mikill heiöur að mega ávarpa yður hér i dag fyrir hönd fólks, sem búsett er hér og er af islenzkum stofni á þessum merkisdegi, sem af hendingu ber upp á sama dag og mikilmenni það, sem við heiðrum hér I dag, andaðist á árið 1927. Mér er sérstök ánægja að bjóða hér velkomna 150 bændur og full- trúa bændasamtaka á Islandi ásamt konum þeirra, sem komin eru um langan veg til þess að taka þátt i hátiðahöldunum hér, sem fram fara á vegum Stephans G. Stephanssonar Minningarfélags- ins i Markerville. Gestir vorir eru hingað komnir til þess að lita með eigin augum þetta land, Kanada, sem þeir hafa heyrt talsvert um, og til þess að heimsækja og tengj- ast vináttuböndum fólki, sem þeir hitta hér, en á meðal þess munu vera mörg skyldmenni, sem þeim hefir verið auðið að halda tengsl- um við. Bændurnir eru ekki einir á báti hér i dag, með þeim er kominn 75 manna hópur listafólks og starfs- liðs Þjóðleikhúss islands, sem efndu til leiksýnirigar i Memorial Center i Red D^er i gærkvöldi. Er flokkurinn á sýningarferð um Kanada i tilefni af eitt hundrað ára landnámsafmæli islendinga i Kanada og er fagurt vitni mats islendinga á fögrum listum og sögulegum minningum. I för með þeim er einnig menntamálaráð- herra islands. Af eigin reynslu get ég borið, að það er næstum þvi óhugsandi fyr- ir islending að koma til Alberta án þess að vitja héraðsins og landnámsjarðarinnar, þar sem Stephan G. Stephansson lifði og starfaði, en I vitund margra ís- lendinga er hann persónugerður islenzki landnámsmaðurinn i Vesturheimi — auk þess sem hann vegna ágætis kveðskapar sins er þeim hjartfólginn sem Klettafjallskáldið. Þegar ég á sinum tima kom i fyrsta sinn að minnisvarða þeim, sem Kanadastjórn reisfi Stephani árið 1950 á bökkum Medicine ár- innar, þá fannst mér það allgott, hinsvegar vildi ég einnig lita bæ skáldsins og sjá húsið, sem hann og fjölskylda hans bjó i og þar sem hann að lokinni dagsins önn sat að kveðskap þar til birti af nýjum degi. Ljóðasafn hans kom út i fjórum bindum sem hann nefndi „Andvökur”. Skáldskapur hans auðkenndist af frumleika hugsunar og snilld i meðferð is- lensks máls. Hann orti einnig á enska tungu og eru þar sömu ein- kenni kveðskapar hans. Mikið af kveðskap hans er orðinn snar þáttur i menningar- arfi íslendinga og eru þar á meðal sigild kvæði eins og: „Þótt þú langförull legðir”, sem hann flutti fyrsta sinn á Islendingadegi i Markerville i júni 1903. Bæjarhúsið er einstakt fyrir þá sök, að i þvi bjó skáldið mestan hluta skáldskaparferils sins. Það er að uppruna sama bjálkahúsið og var reist er hann og fjölskylda hans nam hér land 1889. Siðar bætti hann við húsið eftir þvi sem fjölskyldan óx og aðstoðaði næst elzti sonur hans, Guðmundur, sem var trésmiður, hann við það, auk eldri sona hans. Ég verð að segja að mér finnst þeim vel hafa tekizt I húsgerðar- listinni og að bærinn sómi sér vel þótt hann áe byggður I áföngum, og vel þess verður að varðveitast, slik hús frá fyrstu landnámsárum Alberta fylkis gerast nú æ fáséðari. Ihugum Islendinga er þetta hús þó mun meira en vel byggt en aldrað bæjarhús. Það er menningarsögulegur dýrgripur, sem ekki má glatast. Þess vegna er það sem margra ára draumur margs fólks i Kanada og á Islandi sé að rætast I dag þegar landnámsbær Helgu og Stephans G. Stephanssonar er vigður sem minjasetur á vegum Alberta fylkis. Okkur virðist það vera ákjósanlegasta leiðin til þess að varðveita það komandi kyn- slóðum til handa og ég er þess fullviss að Menningarráðuneyti Alberta muni annast vel um það og að viðgerð og viðhald kjörgrips þessa verður i góðu lagi. Sem betur fer hefir mörgum islenzkum innflytjendum i Kanada vegnað vel i hinu nýja landi þeirra, en á meðal þeirra er Stephan G. Stephansson einstak- ur, þrátt fyrir erfiði og annriki landnámsmannsins og litla sem enga skólagöngu óx hann upp I það að verða jötunn i islenzkum bókmenntum með sleitulausu. . sjálfsnámi og skapandi andagift sinni. A þessu hafði Helga kona hans næman skilning og án hennar og stuðnings hennar og styrkleika hefði hann sennilega ekki getað afrekað það sem hann gerði. Meðal samlanda sinna var hann leiðtogi i öllu sem varðaði menningarfræðslu- og félagsmál, að visu umdeildur stundum, þá var þó engin ákvörðun tekin i þeim efnum án stuðnings hans og fulitingis. Heimili hans og Helgu var menningarsetur sem margir forystumenn i mehningarmálum lögðu lykkju á leið sina til að heimsækja, þar á meðal var tón- skáldið, sem samdi lagið við þjóð- söng Islendinga. Sem viðurkenningu á Hús klettafjallaskáldsins menningar- og bókmenntafram- lagi Stephans bauð Ungmenna- félag Islands honum til íslands árið 1917 og enda þótt kafbáta- hernaður væri þá einna verstur, hikaði hann ekki við að fara til Is- lands, enda varð ferðin honum til mikillar ánægju,þar eð hann hitti þa flesta framámenn i Islenzku þjóðlifi og hann kom á sinar fornu bernsku- og æskuslóðir. Arið 1953 á aldarafmæli skálds- ins bauð Ungmennafélag Islands yngstu dóttur hans, frú Rósu G. Stephanssonar og er hann þar með einn af mjög fáum Kanada-mönnum, sem skreyta frimerki annars lands. Nú — þegar landnámshúsið hefir verið gert að minjasetri I umsjon Alberta fylkis, ber að votta þakkir mörgum einstak- lingum félagssamtökum og stjórnardeildum. Fjöldi einstaklinga þeirra, bæði innan Alberta og utan, sem vakið hafa máls á og stutt hugmynd þessa og framkvæmd hennar, er nærveru sinni hér i dag ásamt höfðinglegri gjöf, sem verja skal til viðgerðar og varðveizlu bæjar- hússins og búnaði þess. Þakkir ber að votta stjórn Al- berta fylkis fyrir stuðning þess og fúsleika til að taka á sinar herðar ábyrgð á eigninni, viðgerð hennar og varðveizlu sem minjasetur Al- berta fylkis. Siðast en ekki sizt ber að votta þakkir Stephans G. Stephansson Minningarfélaginu I Markerville: Alberta fyrir þrottmikinn Þessa ræðu flutti Sveinn Þórðarson við vigslu á landnámssetri Helgu Jónsdóttur og Stephans G. Stephanssonar i Markervillehéradi til varðveizlu sem sögulegs minja-seturs Alberta-fylkis 10. ágúst 1975 að viðstöddum 150 bændum og konum þeirra frá islandi og forystumönnum þeirra, 74 manna hóps lista- manna og starfsliðs frá Þjóðleikhúsi íslands, auk menntamálaráðherra íslands, tveim ráðherrum úr stjórn Alberta fylkis, þrem Alberta fylkisþingmönnum og þingmann Red Deer kjördæmisins á Kanada-þingi. S Sveinn Þórðarson Benediktson, til Islands til þess að afhjúpa minnisvarða um föður hennar. Að minnisvarðanum i Marker- ville, til ættargrafreitsins handan árinnar hér og til óðalsetursins hafa á undanförnum árum komið meðal annarra Herra Asgeir Ás- geirsson, forseti íslands, og fáum árum siðar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ásamt konum þeirra og verið vel fagnað. Það er von okkar að mega eiga von á fleiri slikum heimsóknum i fram- tiðinni. Þann 1. ágúst siðastliðinn gaf Póst- og simamálastjórn Islands út frimerki meö mynd Stephans svo mikill að ekki eru tök á að nefna nein nöfn, en á meðal þeirra eru margir Kanadamenn, sem ekki eru af Islenzkum uppruna, en stuðningur þeirra hefir verið mjög þýðingarmikill. Þakkir ber að votta Is- lenzk-kanadisku klúbbunum i Edmonto og Calgary fyrir marg- vislegan stuðning þeirra. Þess ber að geta að Clagary klubbur- inn hefir gefið bæjarhúsið og fimm ekrur af landi umhverfis það og verður svæði þetta gert að almenningsgarði. Þakkir ber að votta bændum á Island og samtökum þeirra, sem sýna áhuga sinn og stuðning með stuðning þess og fyrir undir- búning allan að hátiðahöldunum hér I dag. Það er von okkar, að með þvi, sem áorkað hefir verið hér i dag, að óðalsbær þessi megi um mörg ókomin ár laða til sin marga gesti, sem sjá i honum tákn hinnar gagnkvæmu vináttu og virðingar islenzku og kanadisku þjóðanna fyrir hvor annarri, — sem sjá i honum tákn viður-. kenningar á framlagi Islendinga til vaxtar Kanada, sem sjá i hon- um tákn þakklætis vors fyrir framlag Stephans G. Stephans- sonar til sameiginlegs menningararfs okkar. VIÐ SYNUAA á útisvæði 111 A eftirfarandi: Ursus dráttarvélar, 40, 60 og 80 hö — Sláttuþyrlur — Heyþyrlur — Vökvaheyskera fyrir dráttarvélar — Flothjól fyrir dráttarvélar — Nýja tækni við að girða með dráttarvélum — Ameríska vélsleða Artic-Cat VERIÐ VELKOMIN VÉIABCEG Skeifunni 8 * Reykjavík • Sími 8-66-80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.