Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 21
„Menn og hestar á hásumardegi/ f hóp á þrá&beinum skinandi vegi.” TÍMINN Aningarstaöi skyldu menn velja þar sem hestar eíga au&veit meö aö ná I gott drykkjarvatn, þaö er þeim ekki siöur nau&syniegt, en aö gripa I jörö á meöan sta&iö er viö. Páil Agnar Pálsson. A öræfum Austurlands. Snæfell — Sést til Vatnajökuls. Sunnudagur 24. ágúst 1975 Sunnudagur 24. ágúst 1975 TÍMINN OG KNAPINN Á HESTBAKI ER KÓNGUR UM STUND, KÓRÓNU- LAUS Á HANN RÍKl OG ÁLFUR" ÞEIR SEM ÞEKKJA Pál Agnar Pálsson yfirdýra- lækni, vita að hann hefur lengi haft mætur á ferða- lögum um landið, bæði í byggð og óbyggð. Og eins og að líkum lætur um mann, sem hefur gert sér það að ævistarf i að hlynna að dýrum og gæta heilsu- fars þeirra, þá munu hon- um þykja þau ferðalög bezt, þegar hann nýtur samfylgdar ferfættra ferðafélaga. Menn þurfa því ekki að reka upp stór augu, þótt minnzt verði á hesta í eftirfarandi grein- arkorni. ,,Milli manns og hests og hunds/hangir leyniþráður," sagði skáld- ið. I flestum tilvikum var þó ekki um neinn ,,leyni- þráð" að ræða, heldur sterkt vináttusamband, augljóst hverjum, sem hafði sjón og heyrn í sæmi- legu lagi. Og þá er að snúa sér að spurningunum. Þegar tíminn stendur kyrr — Hvenær byrjaðir þú aö stunda útiveru skipulega, Páll? — Ég get ekki sagt, að ég stundi hana reglulega núorðið. Ég hef um tveggja áratugaskeið átt hross, og þau kalla á útivist mik- inn tima ársins, ef þau eiga ekki að stirðna og verða ónothæf vegna fitusöfnunar. Það má þvi segja, að hrossin hafi stuðlað að útivist minni meira en flest annað hin siðari ár. — Og þá þarf vist ekki aö þvi að spyrja, hvernig þér finnst bezt aö ferðast: gangandi, akandi eöa riöandi? — Ef menn ætla að njóta úti- vistar, eru aðeins tveir kostir fyrir hendi að minum dómi, annað hvort að ganga eða fara um riðandi. Að horfa á landið út um bilrúðu, og hana kannski óhreina, er allt annars eðlis og gerólikt, þótt bilarnir séu auðvitað góðir út af fyrir sig, til sinna nota. Vilji menn kynnast landinu, tel ég óheppilegt að ferðast i bilum. Myndir landsins koma og hverfa alltof fljótt og gleymast þá lika fljótt, þannig að áhrifin verða yfirborðskenndari og losaralegri en vera ætti. — Hefur þú ferðazt einn, eða I fylgd meö öðrum? — Ég hef alltaf verið i fylgd með öðrum, og venjulega eru það sömu gömlu, góðu ferða- félagarnir, sem hafa tekið þátt i þessum ferðum. Það veitir meiri ánægju og er auk þess þægilegra. Þó getur stundum verið gott að vera einn á ferð og láta hestinn fara' tómlega þvi að sjaldan verður sambandið við hann nánara en þá. Þá getur manni stundum fundizt timinn stapda kyrr. — Eru ekki einhverjar leiðir eða landsvæði, sem þú hefur sér- stakar mætur á? — Þessu er erfitt að svara. Fegurð hér á landi er venjulega nær en menn ætla og oft óþarfi að leita hennar langt. Ferð um fjörur á vormorgni, eða um holtin og heiðarnar hérna i kring- um.höfuðstaðinn á kyrrlátu haustkvöldi, getur kallað fram hughrif, sem seint fyrnast. Hins vegar er þvi ekki að neita, að óbyggðir og öræfi hafa löngum heillað mig, ekki sizt,þar sem eru vegleysur og auðn, þvi að alltaf er einhver eftirvænting og spenna tengd þvi að kanna ókunnar og ótroðnar slóðir, og helzt sækjumst við eftir þeim stöðum, þar sem engra mannaferða er von. Lik- lega er það kyrrðin og hin djiípa þögn öræfanna, sem orkar hvað sterkast á hugann. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir þvi, hve fagurt og mik- iö land við eigum, og hvilik gæfa það er að eiga það og geta notið þess. Liklega finna þeir þetta gleggst sem dvalizt hafa erlendis, og koma svo heim eftir langa úti- vist. Sandbylur er harður en hollur skóli — Hverju veitir þú fyrst athygli á feröum þinum? — Eðlilega leitar augað fyrst þess sem er fagurt eða sérkenni- legt. Og eins og ég sagði aðan, þá er fegurðin sjaldnast langt undan. Hún getur birzt i litlu blómi eða lækjarsitru, mosató eða hraunbolla. Og svo er hið si- breytilega samspil ljóss og lita, sem alls staðar er hægt að finna, ef veður er bærilegt. Hinu ber ekki að neita, að ömurlegt er að sjá hve uppblástur landsins er viða geigvænlegur, og hve eyðing gróðurlendis er sums staðar hraðfara. Þetta er ákaf- lega stórt mál, sem verður að leita lausnar á fyrr en seinna, þvi að undir þvi er framtið landsins komin, á sumum svæðum að minnsta kosti að það takist að sporna við þessari eyðingu. — Þú hefur kannski einhvcrn tima oröið svo frægur að ienda i sandbyl inni á öræfum? » — Já, rétt er það, og það er út af fyrir sig gagnlegur skóli. Manni, sem er úti staddur i sand- byl, liður ekki vel á meðan á þvi stendur, og honum liður sá at- burður seint úr minni, þvi að fátt er áhrifameira til þess að opna augu hans fyrir eyðingu landsins. Þegar ég verð vitni að þeirri áráttu islendinga, — sem allir þekkja — að velja sér tjaldstæði og lóðir undir sumarbústaði og orlofsheimili nálægt ’skógarjöðr- um, eða i skógi, þá finnst mér oft að undirtektiralmennings ættu að vera meiri og betri, þegar skóg- rækt er annars vegar, þvi það er hafið yfir allan efa, að ræktun skóga er öflugasta ráðið til þess að stöðva gróðureyðingu, þegar til lengdar lætur, að öðrum upp- græösluaðferðum ólöstuðum auðvitað. Hestar hafa gaman af ferðalögum — Er ekki heldur óþægilegt aö vera meö hesta, og þaö inni i óbygg&um, ef veöur spiilist skyndilega? — Þvi á ég erfitt með að svara, af þeirri einföldu ástæðu, að við höfum eiginlega aldrei lent i verulega slæmu veðri á öllum þessum ferðalögum okkar um landið, jafnt i byggð sem óbyggð. Og þá sjaldan veður hefur spillzt, hefur það ekki staðið nema skamma stund. Jú, vist þarf að hafa það i huga, þegar náttstaður er valinn, áð þar sé skjól til liknar þessum ferfættu ferðafélögum. — Og svo er það kannski ekki versti þátturinn I samskiptum manns og hests aö bjástra saman i misjöfnu veðri? — Nei, það er alveg rétt. A svona ferðalögum hlýtur hver maður að kynnast hestunum sin- um, kostum þeirra og göllum, ákaflega náið. Þá verður okkur ljósara en ella, hve ákaflega þeir eru misjafnir. Sumir virðast sjálfstæðir, næstum eins og þeir hafi myndað sér sinar eigin skoðanir, — að minnsta kosti fara þeir sinu fram, — aðrir feta i sporaslóð félaga sinna, rétt eins og gerist meðal manna. — Attu ekki einhverja áhrifa- inikla ferðasögu til þess að segja lesendum okkar, og þar á ég að sjálfsögðu við að ferðin hafi veriö farin á hestum? — Nei, það held ég ekki. Ferða- lög okkar hafa öll gengið vel og slysalaust, öll þessi ár, sem betur fer. Það sem mest riður á, er að vera el út búinn, og svo kennir reynslan mönnum að sneiða hjá óþarfa erfiðleikum. Stöku sinnum hefur það komiö fyrir, að dag- leiðir hafa orðið lengri en ætlað var, og þvi komið fram þreyta hjá mönnum og hestum, en annars er reynt að koma þvi svo fyrir, að allir geti verið vel upplagðir og óþreyttir allan timann, enda ættu ferðaáætlanir að vera þannig, að engum sé ofboðið, hvorki mönn- um né hestum, svo bezt njóta þeir ferðalagsins til fullnustu. — Heldur þú aö hestar hafi gaman af feröalögum? — Já, það held ég áreiðanlega. Ég sé það bezt á þeim hestum, sem dálitið eru farnir að eldast og eru orðnir vanir þessum sumar- ferðalögum. Yfirbragð þeirra verður allt glaðlegra og þeir verða eins og ungir i annað sinn, þegar verið er að búa sig á stað og þverbakstaskan er kominn við klyfsöðulinn. Þá skynja þeir áreiðanlega hvað um er að vera —■ og hlakka til. Hugljúfustu minn- ingarnar þeirra eru tengdar hrossum — Hver heldur þú að sé framtíö islenzka hestsins i allri þeirri gifurlegu vélamenningu, sem nú flæðir yfir? — Hlutverk hestsins hefur auðvitað gerbreytzt, eftir að vél- ar tóku við verki hans að megin- hluta. Aður fyrr var hesturinn félagi og vinur svo að segja hvers mannsbarns i landinu, að minnsta kosti á vissum hluta ævi þeirra beggja. Þeir unnu saman og þeir skemmtu sér saman. Nú er þessu öfugt farið. Nú er það til- tölulega litill hópur manna, sem getur notið hestsins, og um tima leit helzt út fyrir að hesturinn væri alveg úr sögunni. En nú hef- ur þetta snúizt við að nokkru, það er orðinn almennur áhugi á hestaeign, og ég hygg, að þá breytingu megi fyrst og fremst þakka starfsemi hestamanna- félaganna. Ég er sannfærður um að hesturinn verður enn sem fyrr gleðigjafi þeirra tslendinga, sem við hann vilja hafa sam- skipti, og á þvi er enginn vafi, að það er mikið uppeldisatriði fyrir unglinga að fá að kynnast þessum göfugu skepnum náið, þótt með öðrum hætti sé en áður, þegar Framhald á bls. 23. Samskipti manns og hests eru ekki einskor&uð viö vor og sumar, þótt flestum sé þá iéttastur fóturinn. Vetrarferöir hafa þeir margar átt saman, og oft heldur kaldlegar. V.S. ræðir við Pál Agnar Pálsson yfirdýralækni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.