Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 24. ágúst 1975 TÍMINN 37 i HAFNIA76 . DANMARK Frímerkjasýningar. ESPANA—75. 1 SPÆNSKA timaritinu E1 Eco Filatelica y Numismatica skrif- ar Antonio Serrano Pareja um sýninguna og ætla ég að láta nægja sem lokaorð um hana að vitna i sumt það, sem hann seg- ir. „Dómnefndin hagaði sér eins og dómari á lokaleik i knatt- spyrnu, sem hefir flúið út af vellinum og dæmir viti. þegar það á ekki við og gleymir alger- lega öðru. Framkvæmdastjórn- in var alls ekki starfi sinu vaxin. Fjölda spurninga var alltaf ósvarað. vegna þess að alls stað- ar vantaði fólk i þjónustustörfin. Um 700,000 manns þurftu að standa i biðröðum. (Þetta er al- gert heimsmet. SHÞ) Ég hef aldrei upplifað jafn mikinn hita og sólarbrækju nokkurs staðar, nokkurn tima.” Eftir að hafa lesið það sem nágrannar okkar hafa skrifað um sýninguna og vérið þar sjálfur, er ég svo sem ekki hissa, en gaman var að sjá, að Spánverjarnir eru ekki blindir fyrir eigin mistökum. fsland átti 5 sýningarefni á sýningunni. Tvö sáust ekki ai dómurunum, „utan vallar” en hin fengu 1 silfur og 2 bronz. NORDIA—75. Ekki hefir enn tekizt að afla upplýsinga um Nordia-75 og er það ekki óvanalegt frá Finn- landi, sbr. siðustu norrænu sýninguna þar, sem ekki heyrð- ist frá i hálft ár. Héðan voru 4 sýningarefni og eru þó komnar tvær meðaliur til landsins, 1 guli og 1 silfur. Um annað er ekki vitað með vissu ennþá þrátt fyr- ir fyrirspurnir. ARPHILA—75. t júni var ofannefnd sýning haldin i Paris. Héðan voru 3 sýningarefni á sýningunni, en ekkert hefir heyrzt frá henni ennþá, þó hefir tvennt af þvi sem sýnt var verið endursent ai sýningunni. FRÍMERKI—75. Sýning þessi tókst með ágætum og fóru Færeyingarnir með glæstan sigur af hólmi. Þeir hlutu einum verðlaunum fleiri en Islendingar en miklu fleiri silfurverðlaun. Vegna þess hve vel gekk að setja sýninguna upp, gat dómnefnd lokið störf- um áður en sýningin opnaði, sem er óvenjulegt. Var allt skipulag og rekstur sýningar- innar til mikils sóma fyrir sýn- ingarnefndina. Blokkin seldist nú upp og verður vafalaust góður gripur, selst reyndar þegar fyrir 500,00 stk. Þá gai nýjungin með veiðipollinn, þar sem sýningargestir gátu veitt frimerki, gegn ódýru veiðileyfi, góða raun. Lokahófiö var svo haldið rétt á eftir og öllu þvi lokið nema uppgjöri og útsendingu medal- ia. Samstarfið við Færeyinga hefir þegar tekið þá stefnu, að á næsta ári bjóða þeir Islending- um þátttöku i sýningu sinni. hinni fyrstu i Havn. Umboðs- maður hennar hefir verit skipaður Siguröur H. Þorsteins- son, Box 26, Hafnarfirði. HAFNIA—76. Nú er komin út fyrsta bókin um Hafnia-76 og geta þeir, sem hlotið hafa silfur eða hærri verðlaun á þjóðlegum sýningum eða alþjóðlegum undanfarin ár sótt um að fá að sýna þar. Fá þeir þá senda bók og umsóknar- eyðublað. Tekið skal fram, at viðkomandi verður að vera aðili að Landssambandi islenzkra frimerkjasafnara og getur aðeins fengið þátttöku gegnum umboðsmann sýningarinnar. undirritaðan i Box 52, Hvamms- tanga. Er þetta skv. hinum nýju reglum FIP um alþjóðlegar sýningar. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember i ár. MOTIVA—76. í Finnlandi verður haldin tegundasafnasýning undir þessu nafni, 10.-11. april 1976, i Helsinki. Tegundasafnara- samtök Finnlands halda sýning- una, sem er „takmörkuð alþjóð- leg sýning” eins og þeir kalla hana. Hér er þó ekki um FIP sýningu að ræða. Sagt er i sýn- ingarreglum að aðeins sé hægt að fá þátttöku gegnum um- boðsmann i hverju landi, en engir slikir gefnir upp. Má skrifa undirrituðum ef áhugi er fyrir þátttöku eða Landssam- bandi islenzkra frimerkja- safnara, Box 1336, Reykjavík, og verða þá gögn send. Um- sóknarfrestur er einnig til 15. nóvember. Sigurður H. Þorsteinsson Sért þú að huqsa um sólarfrí í skammdeginu, þá snúðu þér tíl okkar í vetur veröa farnar a.m.k. 18 sólarferðir til Þúsundir íslendinga, sem fariö hafa í vetrar- Kanaríeyja. Sú fyrsta 30. október, hin síöasta ferðum okkar til Kanaríeyja undanfarin ár, 13. maí. á9H bera vinsældum feröa okkar vitni. flvcfelac LOFTLEIDIR ISLAJVDS Fyrstir með skipulagóar sólarferðir i skammdeginu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.