Tíminn - 24.08.1975, Síða 29

Tíminn - 24.08.1975, Síða 29
Sunnudagur 24. ágúst 1975 TÍMINN 29 Enn eru uppi háværar raddir um það í Bandarikjunum, að ný rann- sókn þurfi að fara fram á morðinu á John F. Kennedy, forseta, sem skot- inn var til bana i Dallas i Texas 1963, þar sem rannsókn Warren-nefndar- innar hafi aldrei leitt sannleika morðmálsins i ljós Og nú heyrast líka háværar kröfur um það að morð- ið á bróður hans, Robert Kennedy, verði rannsakað á ný, þar sem á þvi máli hafi heldur ekki tekizt að kom- ast að sannleikanum. um, sem bönuðu Kennedy, hlýtur þá að hafa verið skotið úr annarri byssu af sömu hlaupvidd. Frekari rannsóknir leiddu svo i ljós, að framangreindar tvær kúl- ur voru framleiddar sin hjá hvorri vopnaverksmiðjunni, en öll skothylkin, sem fundust f byssu Sirhans, voru frá sama framleiðanda. Harper kvað það ákveðna niðurstöðu sina, að morðingi Ro- berts Kennedy hefði staðið fyrir aftan hann, en alls ekki fyrir framanhann I sporum Sirhan Sir- hans. Þess má geta, að tvö vitni báru það við yfirheyrslur, að þau hefðu séð til byssumanns að baki Kennedy, en siðan breyttu þessi vitni framburði sinum. Málið tekið upp á hærri stöðum Þessar niðurstöður Harpers ollu miklu fjaðrafoki. Og ekki lægði öldurnar, þegar ýmsir kunnir sakamálasérfræðingar höfðu kynnt sér skýrslu Harpers og lýst sig sammála niðurstöðu hans. Stjórnmálamenn tóku að ræða það i sinum hópi, hvort ekki væri rétt að krefjast þess,áinýjar rannsóknir færu fram á morðum Kennedy-bræðranna, og heyrzt hefur, að hart hafi verið lagt að þeim Ford forseta og Edward Kennedy öldungadeildarþing- manni og þeir hvattir til að beita sér fyrir þvi,.að nýjar rannsóknir yrðu settar I gang. En til eru þeir, sem ekki vilja biða. Einn af nánustu vinum Ro- berts Kennedy, Allard K. Lowen- stein, fyrrum öldungadeildar- þingmaður, hefur tekið sér for- ystu fyrir hópi manna, sem hafa ákveðið að fara nánar I sauma málsins. Var Sirhan dáleiddur? En ef Sirhan myrti ekki Kennedy, hvað var hann þá að gera á morðstaðnum með byssu á lofti? Rannsóknir þykja hafa sannað, að fyrstu þrjú skotin I byssu Sirhans hafi verið púður- skot. Lýsingar vitna á miklum blossum fram úr byssunni og rannsóknir á skothylkjunum þykja sýna þetta. Þá þykja rann- sóknir á hinum skothylkjunum og sýna, að þar hafi kúlunum einnig verið eitthvað breytt, og er þá bentá,aðenginnþeirra,sem fékk isig kúlu frá Sirhan, særðist mjög alvarlega. En hvers vegna? Þeirri skoðun hefur verið hreyft, að Sirhan hafi verið dáleiddur og sendur á morðstaðinn, bæði til að draga at- hyglina frá hinum raunverulega morðingja og til að ,,fá almenn- ingi morðingja til að hengja”. Dáleiðsla hefur verið notuð við glæpaverk, og framkoma Sirhans við handtökuna og eftir hana þyk- ir styrkja þessa tilgátu. En hver sem sannleikurinn er, þá telja margir nú fullvist, að Sir- han hafi ekki myrt Robert Kennedy, og að Oswald hafi ekki myrt John F. Kennedy. Tlminn sker svo úr um það, hvort ,,sann- leikurinn” á bak við þessi morð verður dreginn fram I dagsljósið — eða ekki. (Þýtt og endursagt) Shiran Shiran Robert Kennedy liggur I blóði slnu á gólfinu. Sá fyrsti til að beygja sig niður að hinum devjandi manni var innflytjandi frá Puerto Rico, sem starf- aði I eldhúsi Ambssador-hótelsins. NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT EVINRUDE Nýtt útlit — Ný vél — CD kveik — Liprari — Kraftmeiri — Leitið upplý nga um hinn tæknilega fullkomna Skimmer vélsleða & F, SIMI 81500 ARMULA11

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.