Tíminn - 24.08.1975, Qupperneq 6
6
TíMINN
Sunnudagur 24. ágúst 1975
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga
LXXXVI
Viö Hafnarstræti i Reykjavik
ber fyrir augu þrikvistaða
byggingu i „rauðu pilsi og
gulgrárri rauðköflóttri blússu,
girt svartri megingjörð undir
rauðu höfuðfati”. Innan við
gömlu skarsúðina búa Optik og
Penninn og hafa sett mörk sin
hið ytra. Þetta er nr. 18 nábúi
gamla Smjörhússins. örlygur
Sigurðsson listmálari ritar i
bókinni „Þættir og hættir” á
þessa leið: „Nr 18 við Hafnar-
stræti er samansett af þremur
ævafornum hússkriflum, þar af
einum gömlum selstöðuhjalli
allar götur sunnan úr Keflavik.
— Jakobeusarhús, sem siðar hét
Nýhöfn. Þar andar hver biti og
hvert viðarborð af gamalli tið
gengnum gaurum-faktorslykt.
Þar marrar i hverju þrepi,
þegar genginn er stiginn upp á
loft, eins og til að minna okkur á
fallvaltleikann á svikulum og ó-
tryggum tröppugangi lifsins.”
Það mun hafa verið einlyft
fiskihús, sem Jakoeus kaup-
maður lét setja niður á norð-
austurhorn lóðarinnar áriö 1795
og annaö fiskihús vestan við hitt
nokkrum árum siðar. Og alda-
mótaárið 1800 reisti hann nýtt
hús þvert við vesturgaflinn á
seinna fiskihúsínu. Byggingin er
þvi i rauninni þrjú misgömul
hús, elzta húsið sett þarna 1795
og þá e.t.v. gamalt.
t „þrihúsinu” var sölubúð,
ibúð og geymslur. Siðan keypti
skozkur kaupmaður, Martin
Smith að nafni, húsin. Hann lét
sameina þau og setja á sam-
eiginlegt þak með kvistum.
Mikinn fróðleik er að finna um
húsin og ibúa þeirra I bók Arna
óla „Sagt frá Reykjavik”.
Nágranni þrieina hússins er
einnig kominn til ára sinna.
Hann stendur i enda Hafnar-
strætis einn sér úti viö Lækjar-
Snæbjarnar Jónssonar Hafnar-
stræti 4, vekur fljótt eftirtekt,
mosagrænt með rauðu þaki. Þó
stendur það undir vegg hins
gráa steinbákns Búnaðar-
bankans, sem gnæfir yfir það.
Meiri þokki og f jölbreytileiki er
yfir gamla húsinu hægra megin
við bókaverzlunina. Vönduð
steinhús eru hagkvæm, en þeim
hættir til að vera kuldaleg á
svipinn.
torg og ber nú' nr. 22. Lágt
strætóskýli rétt hjá (sjá mynd)
Þarna er Bókaverzlun Braga
Brynjólfssonar, Veiðimaðurinn
og klæðskeri. Mun elzti hluti
hússins um 170 ára gamall.
Þarna byggði I öndverðu Bjarni
riddari Sivertsen einlyft, frem-
ur lágt hús og lét reka þar
verzlun. Haustið 1851 fékk
prestaskólinn inni i húsinu og
bjó þar um 20 ára skeið mjög
þröngt, en flutti þá i Austur-
stræti 22. 1872 lét Caroline
Linnet, ekkja Hans verzlunar-
stjóra sonarsonar Bjarna,
stækka húsið og setja hæð ofan á
það. Hjá Caroline leigðu margir
stúdentar. Aldamótaárið fluttist
Tryggvi Gunnarsson banka-
stjóri I húsið. Eftir aldamótin
var neðri hæðinni breytt i búð og
hóf smjörhúsið Irma þar
verzlun. Hve lengi fær húsið að
standa?
Litum á langhryggjað
söðulbakað hús, rautt með
grænu þaki á horninu við
Vesturgötuna , þar sem nú er
verzlunin Hamborg og Islenzk-
ur heimilisiðnaður. Þar stóð
Fálkahúsið. Fálkamyndirnar á
mæni hússins minna á það, en
sjálft gamla húsið er löngu
horfið. Hamborg og heimilis-
iðnaðurinn búa i gamla Geysis-
húsinu, verzlunarhúsi frá fyrri
tið, eins og m.a. vængja-
hurðirnar uppi á annarri hæð á
gaflinum til móts við Vestur-
götuna bera vitni. Umhverfið
þarna er fornlegt og hlýlegt.
Fyrrum voru fálkarnir fyrst
hafðir i Valhúsi á Valhúsahæð,
en fluttir þaðan i Fálkahúsið
áður en þeir voru sendir sem
veiðifalkar til útlandakonungs-
og höfðingjagersemi.
Litið hús, bókaverzlun BókabúðBraga Hafnarstræti 22 (1974)
Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 6 (1974)
Hafnarstræti 18 (1974)
Verzl. Ilamborg með fálkamyndirnar (1974)