Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 Varnir gegn reykingafólki Nú er loks komið að þvi, að eitt- hvað er gert fyrir þá, sem ekki reykja, og þeim veitt vörn gegn þvi að þurfa að hafa reykinga- fólk i nærveru sinni. I september gengur i gildi bann við þvi að reykja i leigubilum i Þýzkalandi, og eftir það getur hver sá sem bannið brýtur átt á hættu að þurfa að greiða 100 þýzk mörk i sekt. Búizt er við, að áður en lagt um liður verði reykingar einnig bannaðar i D D áætlunarbilum og flugvélum i Þýzkalandi, og á skrifátofum. Gaggenau, stórfyrirtæki i Þýzkalandi, sem framleiðir alls konar umferðarmerki hefur nú hafið framleiðslu á merki, sem sýnir, að reykingar eru bannað- ar á þeim stað, þar sem þvi hef- ur verið komið fyrir. Hér sýnir ung stúlka okkur þetta nýja bannmerki, sem framleitt vefður i fjölmörgum stærðum. □ D D <1 Framleiða fimmþúsund tonn af grænmeti t gróðurhúsum i tilraunastöð nokkurri i Norður-Kákasus er nú ræktað grænmeti á 120 þús- und fermetra svæði, öllu innan dyra mikilla gróðurhúsa. Þessi tilraunastöð sér fjölmörgum hressingar- og heilsuhælum fyr- ir grænmeti allt árið um kring, og á siðasta ári voru framleidd um 5000 tonn af grænmeti i stöð- inni. Mikil tækni er notuð við grænmetisræktunina i stöðinni, og eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd eru gróðurhúsin það stór, að þar er mjög auðvelt að athafna sig, og meira að segja nægilegt rými til þess að aka um innan dyra á dráttarvélum. Hit- anum i gróðurhúsinu er stjórnað frá sjálfvirkri stjórnstöð, en ekki segir neitt um það hvers konar upphitun er þarna, hvort það er jarðhiti eða eitthvað ann- að. Grænmetisneyzla hefur færzt mjög i vöxt i Sovétrikjun- um siðustu árin, og þess vegna mikil þörf ryrir tækninýjungar á þessu sviði, til þess að fram- leiðslan megi aukast sem mest. Sérstakir kælivagnar eru i eigu <1 tilraunastöðvarinnar, sem hér hefur verið skýrt frá, og flytja þeir grænmetið eins fljótt og hægt er beint til neytendanna. Meðalframleiðsla af agúrkum á hvern fermetra er þarna 29 kg, en meðalframleiðsla af tómöt- um á sama flatarmáli eru 11 kg. ☆ Tónskóldið sem samdi ,,Nótt í Moskvu" heiðrað Munið þið eftir dægurlaginu „Vorkvöld i Moskvuborg”, sem nú árum saman hefur notiö mik- illa vinslda viða um heim? Það var samið fyrir rúmum tuttugu árum af tónskáldinu Vasili SolovjofScdoj, — og hefur hann nú veriö heiðraður með hinum viröu- lega titli Sosialisk vinnuhetja. Heiðurinn á hann þó ekki aðeins að þakka „Nótt i Moskvu”, heldur aö verulegu leyti mörgum söng- lögum, sem tónskáldið, sem nú er sextiu og átta ára, — hefur samiö og voru ekki hvað sizt alþekkt og sungin um allt i Sovétrlkjunum i þeimsstyrjöldinni siðari. — Ef þér sendiö okkur ekki lausnargjaldið þegar i stað, sleppum viö konunni yðar aftur. DENNI DÆAAALAUSI Ég held að það sé eitthvað aö súp- unni. Hræra i henni, scgir hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.