Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 ENDUR- FUNDURí VÍNARBORG Tyler Kent var 27 ára gamall og átti fyrir sér glæsta framtið sem stjórnarerindreki lands sins. Hann var dyggur starfsmaður og i gegnum hendur hans fóru skjöl sem báru stimpilinn ,,hernaðarleyndarmál”. Svo gerðist það, að hann hitti hina rússnesku Önnu Volkov, og fljótlega eftir að þau kynntust höfðu þau kom- ið upp einu öflugasta njósnakerfi i þágu nazista á striðsárunum. En njósnaveröld þeirra stóð i skamman tima. Tiu árum siðar ráðgerðu þau endurfund i Vinarborg...Tyler Kent býr nú i Bandaríkjunum. Maðurinn virtist mjög óstyrkur, þar sem hann sat inni í litla kaffihúsinu í Vinarborg með hálfan kaffibolla fyrir framan sig. Tvívegis á fimmtán minútum stóð hann upp og gekk í átt til dyranna, en í bæði skiptin virtist honum snúast hugur og hann sett- ist aftur við borðið. Þetta var hávaxinn maður, stuttklipptur, farinn að grána ör- litið i vöngum. Augun voru stál- grá og djúpir drættir i andlitinu gerðu hann eldri útlits en hans 37 ár gáfu tilefni til. Hann var kominn langt að til Vinar alla leið frá Cleveland i Ohio i Bandarikjunum, til mjög óvenjulegs stefnumóts við konu, sem hafði eyðilagt frama hans og komið honum i sjö ára fangelsi. Kona þessi hafði orðið þess vald- andi, að faðir hans dó af hjarta- slagi fyrir aldur fram, er hann heyrði um misgjörðir sonar sins. Hvers vegna fór hann til Vínar? Tyler Kent, sem var einkasonur fyrrverandi sendiherra Banda- rikjanna I Kina fyrir strið, hrökk hastarlega við er hringdyrunum var snúið og kona gekk inn i kaffi- stofuna. Hún leit i kringum sig, kom auga á Kent og gekk til hans. Hún var-eins og drottning i fasi, tigulleg og aðlaðandi. Hann stóð upp hneigði sig kur- teislega, rétti henni höndina og umlaði, — Sæl Anna. Hann dró fram stól'fyrir hana, og um leið og hún settist sagði hann: — Hvernig liður þér? Hún lét sjalið renna af herðum sér og hagræddi sér i stólnum. — Mér liður mjög vel Tyler — en þér? Eödd hennar var mjög hljómþýð. — Ég hef það ágætt, sagði hann um leið og hann kannaði andlit hennar. Það var auðséð. að hún hafði nýlega verið á snyrtistofu. Þeir höfðu unnið verk sitt þar mjög vel, en samt ekki nógu vel til að fela hörkuna i andliti henn- ar. Ert þú kvæntur? spurði Anna Volkov og horfði i augu honum. — Nei, svaraði hann seinlega. — Það er iangt siðan við höfum sézt, Tyler, sagði hún meðan augu hennar leiguðu að hlýju og skilningi hjá honum. — Það er langt siðan við höfum verið sam- an. Getum við ekki haft það eins og i gamla daga? Þú veizt að ég elska þig og ég er viss um að þú elskaðir mig hér áður fyrr. Er það ekki rétt? Hvernig i ósköpunum gat hann hafa hvilt i faðmi hennar, og fundizt hann vera hamingjusam- ur? Nú, þegar hann sat augliti til auglitis við hana fannst honum hún vera hreint og beint fráhrind- andi. Hvað i ósköpunum hafði fengið hann til þess að koma til Vfnar? Hann heyrði hana segja: — Ég bý i .litilli ibúð, sem ég leigði þeg- ar ég kom hingað, svo við höfum stað til að fara á — Þar sem við getum verið ein um stund. Eigum við þá að koma, Tyler? i þjónustu Hitlers Hugsanir Tylers reikuðu aftur til þess, er hann hafði fengið bréf til Cleveland, viku eftir að það haföi verið póstlagt i Múnchen. Hann varð mjög undrandi, vegna þess að hann vissi ekki til að hann þekkti nokkurn i Munchen. En þegar hann opnaði bréfið og sá nafn hennar, fylltist hann minn- ingum, sem hann hafði reynt að gleyrna. En hann gat ekki staðizt freistinguna að svara henni og þegar hún skrifaði: „Getum við ekki hitzt aftur? Mig langar svo ósköp til að sjá þig einu sinni enn” hafði hann svarað, að hann langaði verulega til að hitta hana. Nú þegar hann sat beint á móti henni, undraðist hann, að hann skyldi ekki hafa eyðilagt bréfið, og látið hana tilheyra gamalli og gleymdri fortið. Samt sem áður hafði hann mætt til Vinar á stefnumótið. Hún hafði stungið upp á Vin — þvi að hún gat ekki fengið ferðaleyfi til Bandarikjanna. Hvað orðið hefði um önnu ef þau hefðu aldrei hitzt er ómögu- legt að segja. Ef til vill hefði hún fundið mann, sem hún hefði gifzt, — ef til vill ekki. En byrjum á að segja frá þvi hver Tyler Kent er. Hann hafði fengið hið bezta uppeldi, sem völ var á i Banda- rikjunum. I menntaskóla lék hann „Baseball” og fótbolta. Hann var dæmigerður ameriskur ungur maður, hár, sterkur-r-vel menntaður og mjög myndarleg- ur. Árið 1934, þá 22 ára gamall, var hann ráðinn i utanrikisþjón- ustu Bandarikjanna sem sérfræð- ingur i dulmálslestri. Eftir sér- hæfingu til þessara starfa i Washington var hann sendur til starfa við sendiráð Bandarikj- anna i Moskvu. Hér byrjaði Kent að vinna á undarlegan hátt. Hann safnaði á filmur alls kyns leyniskjölum, sem hann fékk til skráningar og öðrum upplýsingum, sem senda átti til Hvita hússins. Astæðu fyrir þessu athæfi hans veit enginn, og sjálfur hefur hann aldrei upplýst þær, — en athæfið er sannað. Tyler Kent bar mikla virðingu fyrir Adolf Hitler, og fór oft til Berlinar meðan hann starfaði við sendiráðið i Moskvu. í hverri ferð reyndi hann að komast i samband við áhrifamikla aðila innan vé- banda Nazistaflokksins, og i árs- lok 1938 náði hann hinu langþráða takmarki sinu að hitta Foringj- ann i eigin persónu. Hataði England Fáeinum mánuðum siðar var hann fluttur yfir i sendiráð Bandarikjanna i London, og var leiddur fyrir sendiherrann Joseph P. Kennedy, höfuð Kennedy-fjöl- skyldunnar. Vinnan i London var fólgin i þvi sama og i Moskvu. Hann var vel liðinn og vinsæll meðal kvenn- anna og æðstu manna sendiráðs- ins, og hann var ætið velkominn á heimili yfirmanna sendiráðsins jafnt sem aðalsins. Þar sem hann óskaði að hjálpa Þýzkalandi nazismans,' hafði hann ekki hátt um það, og þess finnast engin ummerki, að hann hafi gert það á þessu timabili. — 0 — Anna Volkov fæddist i Péturs- borg, eins og Leningrad hét þá. Hún var dóttir Sergej Volkov aðmiráls i hinum keisaralega rússneáka flota. Móðir hennar var furstynja og frændi hennar var kammerherra við hirð Niku- lásar II. Sem barn lék hún sér við dætur keisarans, og búið var að leggja meira eða minna drög að framtið hennar: hún átti að verða hirðdama og fyrr eða siðar að giftast aðalsmanni. En árið 1917 þá 17 ára, var bylt- ingin gerð. Fjölskyldan flýði frá Rússlandi, en þau náðu engum af eigum sinum með sér. Allar eigur þeirra voru teknar eignanámi, og komu þau til London án þess að eiga einn einasta eyri. En Volkov aðmiráll og kona hans áttu marga góða vini i háðlinum i Englandi. Biturt hatur gróf um sig i hjarta önnu Volkov, sem var yngst þriggja dætra þeirra hjóna. Hún sakaði England um ógæfu fjöl- skyldunnar, en með þvi átti hún við, að landinu hafi borið skylda til að koma keisaranum til hjálp- ar og brjóta byltinguna á bak aftur. En hún var nógu greind til þess að láta það aldrei á sér finnast. Hún hélt sig meðal aðalsins og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.