Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 Þekkt fyrirtæki leitar að manni til að annast innkaup og verzlun með fóðurvörur Æskilegt er að maðurinn hafi staðgóða þekkingu á fóðurvörum og i fóðurfræði, svo og nokkra verzlunarreynslu. Tilboð merkt: „Fóðurvörur 1864” sendist blaðinu fyrir 30. ágúst nk. Starf rafveitustjóra Rafmagnsveitur rikisins auglýsa eftir raf- veitustjóra á Snæfellsnesi með aðsetur i ólafsvik. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf berist fyrir 15. sept. 1975. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 22. ágúst 1975. Staða ritara i menntamálaráöuneytinu er laus til umsóknar. Vélrit- unarkunnátta nauösynleg og nokkur þekking I dönsku og ensku æskileg. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist ráöuneytinu fyrir 5. september nk. Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar eftir að ráða ritara. Leikni i vélritun nauðsynleg, góð kunnátta i ensku æskileg. Upplýsingar i sima 82230. Umsóknir send- ist fyrir 10. september nk. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Fyrsta flokks HAMPIÐJU-heybindigarn er framleitt í tveim sverleikum blátt (grannt) éM'i og gult (svert) Fæst hjá kaupfélögum Kristjáni 0. Skagfjörð h.f Globus h.f. og Sambandinu Ármúla 3 GOTT HEYBINDIGARN EYKUR REKSTRARÖRYGGI VÉLANNA. STAKKHOLTI 4 Reykjavik lllllllllll ■ 17 ||N' .líuíS.III.. 1 ii ,y i s! S« rnmm Ræktuna in 30 ára A öndveröu þessu ári voru þrjátiu ár liðin siðan lög um jaröræktar- og húsagerðarsam- þykktir i sveitum öðluðust gildi. (Lög nr. 7 12. janúar 1945). Sam- kvæmt þessum lögum voru ræktunarsambönd stofnuð i öll- um landshlutum, eftir að sam- þykkt fyrir sérhvert þeirra hafði verið staðfest af land- búnaðarráðuneytinu. Þau geta nú eitt eftir annað farið að halda þrjátiu ára afmæli. Framförum á tæknisviði fylgja ný vinnubrögð, aukin af- köst og að jafnaði bætt lifs- kjör.Þess sáust merki, þegar ný og betri handverkfæri ruddu sér til rúms, s.s. skozku ljáirnir, og siðar er Eylandsljáir komu til sögu. Breytingin er þó miklu stórfelldari, þegar vélar koma i stað handverkfæra. A fjórða áratug þessarar ald- ar höföu sum búnaðarsambönd- in sett sér það mark að beita sér fyrir því, að öll gömlu túnin yrðu sléttuö á tiu árum, en á mörgum bæjum voru túnin mjög þýfð og alls ekki véltæk. A striðsárunum voru fyrst fluttar hingað til lands stórvirk- ar skurögröfur. Vinna þeirra sýndi, að auðið væri að þurrka mýramar og störbæta landið með framræslu, ef varið yrði fé til þess og rétt á haldið. Frumkvæði að lögunum Framsóknarflokkurinn átti frumkvæði að þvi á Alþingi, að sett yrði löggjöf, er legði grund- völl að stórfelldri ræktun með félagsstarfi. A þingi 1943 var af hálfu Framsóknarflokksins bor- iðfram frumvarp um þetta efni. Flutningsmenn voru allir þing- menn flokksins, sem þá áttu sæti i efri deild. Aðalefni frum- varpsins var það, að hvert búnaðarsamband skuli setja sér ræktunarsamþykkt og að þar sé ákveðið, að sambandið hefji ræktunarframkvæmdir með þvi markmiði að koma þvi til leiðar á stuttum tima, i lengsta lagi á tiu árum, að öflun heyja á sam- bandssvæðinu geti að mestu eða öllu leyti farið fram á véltæku landi. Samkvæmt frumvarpinu átti að veita búnaðarsambönd- um fjárhagslega aðstoð til að eignast stórvirkar vélar. Jafn- framt skyldi hækka til mikilla muna jarðræktarframlag rikis- ins vegna ræktunar, sem gerð yrði með þessum hætti. Flutningsmenn frumvarpsins gerðu þá grein fyrir þessu máli, aö markmiðið, sem þeir vildu ná,væriútrýming þýfisá túnum og engjum, véltæk slægjulönd og hraðvirkar vinnuaðferöir við öflun heyja á hverju býli. Leiðin að markinu ætti að vera sú að stórauka framlög til ræktunar, sem gerð væri á vegum félags- heildar, og gefa öllum bændum kost á að eignast i félagi nýtizku jarðvinnsluvélar og hafa þeirra not til jarðabóta. Þingnefnd, er um málið fjall- aði, varð ekki sammála um af- greiðslu þess. Minnihluti nefndarinnar vildi, að frum- varpið yrði lögfgst, en meiri- hlutinn lagði til, að þvi yrði vis- að frá með rökstuddri dagskrá. Réð það úrslitum við afgreiðslu málsins i þetta sinn. 1 nefndar- áliti meirihluta nefndarinnar var þetta tekið fram: „Bráða- birgðaákvæði þau (um þúfna- sléttun á gömlum túnum)* sem nú eru i jarðræktarlögunum eru að svo vöxnu máli nægileg tiu ára áætlun.” Þeir þingmenn, er að nefndaráliti þessu stóðu, fluttu um sama leyti þingsályktunar- tillögu um, að athuga skyldi á vegum Búnaðarfélags Islands ýmsa þætti landbúnaðarmála. Lög um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir A þingi 1944 var mál það, er hér um ræðir, borið fram að nýju af hálfu Framsóknar- flokksins. Siðará þvi þingi voru flutt tvö önnur frumvörp um sama efni. Höfðu þau verið samin á vegum Búnaðarfélags tslands. Flutningsmenn þeirra voru nokkrir þingmenn i Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum, en þeir þingmenn voru jafnframt vegna starfa sinna i nánum tengslum við Búnaðarfélag íslands. Annað frumvarpið var um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir i sveitum, en hitt um hækkun á jarðræktarframlagi -vegna ræktunar upp að vissri tún- stærð. Frumvarpið um jarð- ræktar- og húsagerðarsam- þykktir hlaut þá fullnaðaraf- greiðsluog var staðfest sem lög i janúar 1945. Hinum þætti málsins, þ.e. um hækkun á jarð- ræktarframlagi til ræktunar, var drepið á dreif á þvi þingi. Rikissjóöur var þá talinn of illa settur fjárhagslega til þess að standa straum af síikri hækkun jaröræktarframlags. Þau verk, sem unnin hafa verið á þrem áratugum á veg- um ræktunarsambandanna og samkvæmt lögunum um jarð- ræktar og húsagerðarsam- þykktir, blasa við augum hvers manns, sem ferðast um sveitir landsins. Og fólkið, sem land- búnað stundar, getur æ meír notað vélarafl til heyöflunar og annarra starfé á hverju’býli. Heyverkun Ræktun landsins lyftir land- búnaðinum á hærra stig en ella, en hún er þó ekki einhlit til að tryggja öryggi og góða afkomu bænda. Kal i túnum hefur viða valdið stórfelldum áföllum. Veðurfræðingar segja frá þvi, hvað i vændum sé um veðurfar, en þekkingu þeirra fylgir ekki slikt vald, sem goðafræðin telur, að Freyr hafi haft að ráða yfir regni og skini sólar, og þar með ávexti jaröar. . Samkvæmt skýrslum fóðruðu bændur 67 þús. nautgripi og 845 þús. sauðkindur veturinn 1973- 1974. Kýr eru að jafnaði i húsi 8- 9 mánuði hvers árs og Sauðfé hálft árið. Af þessum tölum er hægt að gera sér grein fyrir fóöurþörfinni. Miklu varðar, að heyfengur af hinu ræktaða landi hagnýtist sem bezt. En langvar- andi óþurrkar á heyskapartima torvelda stórlega heyöflun og rýra fóðurgildið. Og meö stórum túnum og miklum heyfeng vex áhætta að vissu leyti. Fréttir af heybruna á ýmsum bæjum eru iskyggi- lega tiðar, þrátt fyrir alla tækn- ina viö heyskapinn. Þá er ekki fóðriö eitt i hættu, heldur lika hús og bústofn. Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að gera heyöflunina sem öruggasta. Votheysgerð hefur lengi tiðkazt. Takist hún vel, verður efnatap li'tið i fóðr- inu. En samt hefur votheysgerð ekki náð þeirri útbreiðslu hér á landi né bændur komið upp svo stórum votheysgeymslum, að hún geti talizt fullnægjandi bjargráð. Súgþurrkun i hlöðum hefur rutt sér til rúms, og hafa bændur verið hvattir til að taka upp þá heyverkunaraðferð. En súgþurrkun kemur naumast að gagni, þegar rosinn er mestur, þvi að ekki er hægt að láta hrá- blautt hey I hlöður. Tilraunir hafa verið gerðarmeðsvonefnda hraðþurrkun á heyi. Til er sú aðferð að þurrka hey á hesjum, enhún hefur ekki náð útbreiðslu hér á landi. Fyrir nokkrum árum var af hálfu Framsóknarflokksins flutt tillaga á Alþingi þess efnis, að rikisstjórninni skyldi falið að láta vinna að þvi i samráði vð Búnaðarfélag tslands, tilrauna- ráð búfjárræktar, vélanefnd og rannsóknarráð að auka tilraun- ir með votheysgerð og fóðrun á votheyi, svo og að efla leiðbein- ingastarfsemi á þessu sviði. Enn fremur að auka tilraunir með aðrar heyverkunaraðferðir og stuöla að útbreiðslu þeirra. Tillaga þessi var samþykkt sem fyrirmæli Alþingis til rikis- stjórnar. í framhaldi af þessu báru nokkrir þingmenn Fram- sóknarflokksins fram frumvarp þess efnis, að efla skuli Fram- leiðnisjóð að miklum mun og að tilraunir með innlenda fóðuröfl- un og heyverkun verði látnar ganga fyrir öðrum verkefnum um stuðning. I samræmi við þetta er unnið að tilraunum á þessu sviði. Gera þarf sem nákvæmastar rannsóknir á þvi, hve vatnsmik-1 ið hey má taka i súgþurrkun og við hvaða skilyrði. Auka þarf rannsóknir i sambandi við vot- heysgerð og reyna tæknibúnað af ýmsu tagi við meðferð á vot- heyi. Og fleira kemur til greina. Siðan á að bera saman gæði fóðurs, sem verkað er með ýms- um aðferðum, og kostnaðinn við fóöuröflunina. Jafnframt ber að miöla bændum af þeirri þekk- ingu og reynslu, sem af tilraun- um á þessu sviði fæst, jafnóðum og niðurstöður liggja fyrir. Gildi laganna Þessi mál, sem hér er drepið á, eru dæmi þess, hve störf .Al- þingis eru i nánum tengslum við þjóðlifið, hve lagasetning hefur mikilvæg áhrif á hag og aðstöðu hvers heimilis og hvers einstak- lings. Ræktun landsins hefði ekki orðið eins stdrfelld á stutt- um tima og raun er á, ef hún hefði eing. verið framkvæmd meö dreifðum atökum einstak- linganna. Hið félagslega starf um rekstur á skurðgröfum, jaröýtum og fleiri vélum hefur oröið lyftistöng mikilla fram- fara. Ræktunarsamböndin hefðu ekki getað aflað nauðsyn- legra véla, ef fjárhagsleg aðstoð rikisins samkvæmt lögum hefði ekki komið til. Markmiðinu, sem þingmenn Framsóknar- flokksins stefndu að með frum- varpi sinu 1943, hefur verið náð, þ.e. útrýming gamalla vinnuað- ferða á þýfðu og misjöfnu landi til heyskapar, og I þess stað vél- tæk slægjulönd og hraðvirkar vinnuaðferðir við heyskap á hverju býli. Ráðstafanir, sem i fljótu bragði virðast vera einungis til hagsbóta einni þjóðfélagsstétt, hafa oft viðtæk, óbein áhrif. Það er ekki mál bændanna einna, eins og sumir telja, hvernig til tekst með fóðuröflun handa bú- peningi landsmanna. Þvi örugg- ari sem hún er, þvi minni kostnaður við framleiðsluna, og þeim mun lægra búvöruverð til neytenda. Gæði afurðanna eru að nokkru leyti undir þvi komin, hvernig fóður gripanna er. Og það mun hafa veruleg áhrif á heilsufar pjooarinnar, hvort fæði manna erhollt og bætiefnarikteða ekki. Páll Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.