Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 Bli Höfundur: David Morrell íðugur 1*11 1*1 102 nildarleikur TUTTUGASTI OG FYRSTI KAFLI Teasle studdist við girðingarstaurana og hvíldist of ur- skamma stund. Svo ýtti hann sér f rá þeim og staulaðist í átt að girðingunni. í fyrstu hafði hann fyllzt örvæntingu um að Trautman kæmist inn á sléttuna á undan sér. En nú sá hann að allt yrði í lagi. Trautman var aðeins fáein skref á undan honum. Hann kraup bak við lítinn setbekk og rannsakaði gaumgæfilega runnaþykknið framundan Trautman var aðeins örf á skref á undan honum. Teasle fálmaði í átt að bekknum til að falla ekki til jarðar, stóð við hann og andardrátturinn var hás og hryglukenndur. Án þess að augun hvikuðu frá sléttunni sagði Traut- man: — Leggstu niður, annars sér hann þig áreiðanlega. — Það geri ég ekki, því ég veit að mér tekst þá aldrei að standa upp aftur. — Hverju skiptir það? Þú ert hvort sem er til einskis fær eins og þú ert á þig kominn. Láttu mig um þetta. Þú ert að drepa þig á þessu. — Leggjast niður og láta þig um allt? Bull. Ég er hvort sem er dauðans matur.. Trautman leit á hann. Kern var i námunda við þá, en sást þó ekki. Hann hróp- aði: — í guðs bænum, leggstu niður, maður. Hann er í al- gjöru vari og ég tek ekki þá áhættu að senda menn mína eftir honum. Ég lét sækja bensín. Honum f innst gaman að f itla við eld. Gott og vel — við skulum brenna hann. Það er þin aðferð, Kern, hugsaði Teasle. Hann klæjaði í sárið, en áfram staulaðist hann. — Farðu í skjól, maður — æpti Kern. Það var og... Svo þú vilt brenna hann — Kern? Við slíku var að búast f rá þér, hugsaði Teasle. Þú mátt bóka, að áður en logarnir ná honum — kemur hann hlaupandi og drepur nokkra af mönnum þínum til viðbótar áður en yf ir lýkur. Það er aðeins um eitt að ræða. Það verður að senda einhvern á eftir honum, sem ekki á sér nokkra lífsvon. Til dæmis mig. Ef mannfall þitt væri orðið meira, þá myndir þú vita þetta. — Hver f jandinn var þetta hrópaði Kern. Teasle varð Ijóst að hann var farinn að hugsa upphátt. Honum brá i brún, og hann fór eins hratt að girðingunni og hann komst. Bráðum yrði það um seinan. Blóð var á girðing- unni, blóð Rambos. Gott. Teasle ætlaði yf ir hana á sama stað. Blóð hans skyldi blandast blóði Rambos. Hann tók á öllum styrk sínum og komst yfir girðinguna. Hann fann ekki fyrir fallinu, en skall þó harkalega niður. Trautman hljóp i átt til hans frá bekknum og kastaði sér niður í runnaþykkni við hlið hans. — Láttu mig um þetta, sagði Teasle. — Nei. Reyndu að halda þér saman svo hann komist ekki að öllum okkar gerðum. — Hann er ekki hér nærri og getur ekkert heyrt. Hann er inni á miðri sléttunni. Þú veizt að hann vill láta mig Ijúka þessu. Ég hef fullan rétt til að vera viðstaddur endalokin. Þú veizt það. — Já. — Láttu þetta þá af skiptalaust, því að þér kemur þetta ekki við. — Þetta kom mér við löngu áður en til þinna kasta kom. Ég ætla að hjálpa til. Þaðer engin skömm að þiggja hjálp. Reyndu nú að halda þér saman og reyndu að drusl- ast með mér meðan þú hef ur bolmagn til þess. — Hjálpa? Viltu hjáipa? Hjálpaðu mér þá á fætur. Ég hef ekki krafta til þess sjálfur. — Er þér alvara? Þetta verður meira sóðaverkið. — Þetta sagði Singleton líka. — Hvað? — Ekkert. Trautman tókst að koma Teasle á fætur. Svo skreið hann inn á milli runnanna og hvarf. Teasle stóð upprétt- ur og skimaði yfir runnaþykknið. Áfram með þig, áfram, hugsaði hann. Skríddu áfram eins hratt og þú kemst. Það skiptir ekki máli hvað þú gerir. Ég skal ná honum á undan þér. Hann hóstaði og hrækti einhverju söltu. Svo reikaði hann í beinni stefnu í átt að skýlinu. Það var augljóst, að þangað hafði Rambo stefnt. Brotnar greinar og ójöfn slóðin báru vitni um það. Teasle fór hægt yfir, — þvi hann vildi ekki hætta á að detta að óþörfu. Hann vissi lika að hann gæti aldrei staðið upp án hjálpar. Samt sem áður var hann hissa hversu fljótur hann var aðskýlinu. Hann var í þann veginn að fara inn i það, er honum varð Ijóst, að andstæðingur hans var ekki þarna inni. Teasle leit í kring um sig. Hann reikði í átt að svolítilli hæð — eins og hann væri dreginn þangað af stórum segli. Þarna. Rambo var þarna. Hann vissi það og f ann. Ekki nokkur vafi. Þegar Teasle lá afvelta á gangstéttinni sagði einhver að hann væri í óráði. Það var rangt. Hann var ekki í óráði. En nú kom yfir hann óráðs tilfinning. Líkaminn virtist bráðna burt og aðeins hugur hans f laut áf ram yf ir runnana í átt að hæðinni. Nóttin breyttist í dýrðarfagran Agamemnon, leiðtogi Grikkja, deyr þegar kona hans svikur hann.... i— Og hvað um AkilJes? Hver veit? Ódysseifursiglir frá Troju-borg., Eftir að hafa þvælzt 'um i tiu ár á landi 0g sjó, kemst hann heim til sin. -- Vicki þú hefur Ég vona að breytt sögunni. aI)t gangi . ® vel hjá þér. ^Fimmtiu mlnútur eftir borgarstjóri, taktu tilboði okkar eða viðbyrjum að I skjóta. ^ Skiptir engu hver ég er. Lofið mér að reyna að’ . hjálpa áður en þið gefist íy Nei? Og láta þá yj y drepa tiu saklausar k menneskjur? . íorgarstjóri, þú get ur ekki látið undan þessum þrjótum, J ^það er ekki hægt.^á ~3Huebir^n Hver ert þú eiginlega? Heita pylsu Veiztu hvað er\ ( Nei i pylsum? ) V Ég veit bara hvað fer ofan i mig/ Hvað ertu að> borða Haddi?; 1:111 iWBBI I SUNNUDAGUR 24. ágúst 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Messa á HólahátíðPrest- ur: Séra Emil Björnsson. Organleikari: Hörður Ás- kelsson. (Hljóðritun frá 17. þ.m.) 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Minir dagar og annarra Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli spjallar við hlustendur. 13.40 HarmonikulögTore Löv- gren og félagar leika. 14.00 Staldrað við á Hnjóti i örlygshöfn Þriðji þáttur Jónasar Jónassonar frá Patreksfirði. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá útvarpinu i Stuttgart Flytj- endur: Anna Reynolds, John Mitchinson og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Stuttgart. Stjórnandi: David Atherton. „Ljóð af jörðu”, sinfónia fyrir tvær einsöngsraddir og hljóm- sveit eftir Gustav Mahler. — Giiðmundur Gilsson kynnir. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Gunnar Valdimarsson stjórnar 1 barnatimanum verður flutt samfelld dagskrá úr barna- sögum og ljóðum Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar. Flytj- endur auk stjórnanda: Helga Hjörvar, Guðrún Birna Hannesdóttir og fleiri. 18.00 Stundarkorn með pianó- leikaranum Leonard Pennario Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Úr handraðanumSverrir Kjartansson annast þáttinn. 20.00 Sinfóniuhljómsveit ís- iands leikur i útvarpssal Stjórnandi: PállP. Pálsson. a. „Riddaraliðið”, forleikur eftir Suppé. b. „II signor Bruschino”, forleikur eftir Rossini. c. „Faðmist fjar- lægir lýðir”, vals eftir Jo- hann Strauss. 20.20 Landneminn mikli Brot úr ævi Stephans G. Step- hanssonar. — Þriðji þáttur. Gils Guðmundsson tók sam- an. Flytjendur auk hans: Dr. Broddi Jóhannesson, Óskar Halldórsson og Sveinn Skorri Höskuldsson. 21.10 Frá tónleikum i Akur- eyrarkirkju 25. júní s.l. Flytjendur: Luruper-Kan- torei og Jurgen Henschen. Stjórnandi: Ekkehart Richter. a. „Heyr, himna smiður” eftir Þorkel Sigur- björnsson. b. „Wohl mir, dass ich Jesus habe” eftir Bach. c. „Jesu meine Freude” eftir Bach. 21.40 „Raunasaga frá Harlem”, smásaga eftir O. Henry Ásmundur Jónsson þýddi. Margrét Helga Jó- hannsdóttir leikkona les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 25. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og .10.00. Morgunbæn kt. 7.55: Dr. Jakob Jónsson flytur (a.v.d.v.). Morgun stund harnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir byrjar að lesa söguna „Sveitin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.