Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 24. ágúst 1975 TÍMINN 33 Hann þvoði sér hátt og lágt bakið á honum. Tveir menn i litlum báti voru að veiða fisk i þessari sömu tjörn, og annar þeirra kom auga á Henrý, þar sem hann byltist um i árangurs- lausum tilraunum sin- um við að losna við bað- kerið. — Nei, sjáðu, sagði maðurinn við félaga sinn. Þarna er risa- skjaldbaka. Hana verð- um við að veiða. Siðan köstuðu þeir út neti, og eftir skamma stund hafði þeim tekizt að veiða vesalings Henrý i það. En þið hefðuð átt að sjá á þeim svipinn, þegar þeir upp- götvuðu, að það var alls ekki skjaldbaka, sem þeir höfðu fengið i netið, heldur ósköp venjulegur flóðhestur með baðker á bakinu. Fyrst störðu þeir agn- dofa á Henrý, en siðan ráku þeir upp slikan skellihlátur, að það lá við að Henrý stórmóðg- aðist. Þeir hættu þó fljótlega að hlæja og losuðu hann við baðker- ið, og Henrý varð svo feginn, að hann stein- hætti við að móðgast. Mennirnir spurðu nú Henrý, hvað i ósköpun- um hann væri að gera þarna i tjörninni, og hvers vegna hann hefði verið með þetta bjána- lega baðker á bakinu. Hann sagði þeim að hann hefði verið svo hræðilega einmana heima I skóginum, og þvi hefði hann lagt af stað i leit að félagsskap. Henrý stökk i ofboði út um gluggann Að þvi búnu sagði hann þeim frá litla húsinu og ævintýrunum, sem hann hefði lent i þar. Menn- irnir hiustuðu þolinmóð- ir á alla söguna, og þeg- ar þeir sáu, að vesalings Henrý var gráti nær af vonbrigðum og einmanaleik, buðust þeir til að aka honum i næsta dýragarð. — Þar færðu áreiðanlega að búa, sögðu þeir hug- hreystandi. Og nú býr Henrý i fall- egum dýragarði og unir sér vel, þvi að þar er lika annar flóðhestur, sem hann getur talað við. Honum finnst lika fjarskalega gaman að horfa á öll börnin, sem koma til að skoða hann. Ef þið eigið einhvern tima leið i þennan dýra- garð, vérið þið ekki i neinum vandræðum með að þekkja Henrý Hvita röndin eftir baðkerið sést ennþá greini- lega frá hinum flóðhestun- þá með hvita rönd á um, þvi að hann er enn- bakinu eftir baðkerið. VERZLIÐ NUNA — Forðizt verðhækkanir Við bjóðum úrval húsgagna frá öllum helztu HÚSGAGNAFRAAALEIÐENDUAA LANDSINS PRINS sófasettið er aðeins ein af yfir 40 GERÐUM SÓFASETTA sem þér sjáið í JL-húsinu — PRINS sófasettið er fallegt og vandað með mjúkum púðum og er fyrirliggjandi í áklæðaúrvali Opið til kl. 7 d föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.