Tíminn - 24.08.1975, Page 16
16
TÍMINN
Þaö er jeppatlzka núna á íslandi. Þaö kostar mikiö ef allir færu aö tfzkunni og keyptu sér jeppa.
Jeppar eru nauösynlegir og henta vel á tslandi, en sumir þeirra eyöa of miklu eldsneyti til þess aö þeir
séu hagkvæmir sem einkabilar t.d. I Reykjavik.
Uppskipun I Reykjavlk (?). Viö þurfum ekki aö hverfa aftur til hestvagnanna þútt viö hættum aö nota
oliudnfin uppskipunartæki viö höfnina.
Orkumdt
mmmmmmímmmmííímm
Við getum sparað
olíu — gjaldeyri —
með aðgerðum
EINS OG áöur hefur verið bent
á i merkilegum greinum undir-
ritaðs um hagfræði, þá fer si-
vaxandi hluti þjóöartekna okk-
ar, eða gjaldeyristekna okkar
nú til oliukaupa, þvi aö oliurikin
hafa nú þegar tekið sér Raf-
magnsveituna og Hitaveituna til
fyrirmyndar, og miða reikninga
sina ekki viö framleiðslukostn-
aö hcldur við þaö hvað þeir ætla
að kaupa handa sér, eöa eru
búnir að kaupa sér, svipað eins
og launþegar fengju greidd laun
sin eftir reikningi fyrir eyðslu
sina i seinasta mánuði. Eyöslan
fer þannig ekki eftir tekjunum,
heldur hækka menn aðeins
reikningana.
Þeir hindra
oiiusparnað
bað hefur ekki farið framhjá
neinum, að margt er nú gert til
þess að spara oliu. Hitaveita er i
sjónmáli hjá mörgum bæjum og
framkvæmdum hefur verið
hraðað við hitaveitur og rafveit-
ur i því skyni aö létta oliubyrö-
inni af gjaldeyrissjóöunum. Þó
hlýtur flestum að vera ljóst, af
aðgerðum stjórnvalda, að ekki
er nógu mikið hugsað um þessi
mál á fslandi. Mjög iskyggileg-
ar staðreyndir blasa við á sum-
um sviðum, þar sem beinlinis er
reynt að hindra sjálfsagðar
framkvæmdir, með þvi að setja
framkvæmdaaðilum stólinn
fyrir dyrnar. Keflavikurkaup-
stað er stillt upp við vegg af eig-
endum Svartsengis, eigendur
Eyvindarstaðaheiðarinnar
koma saman og senda frá sér
yfirlýsingar og nú siðast getur
nattúruverndarráð ekki fallizt
á, að Austfirðingar fái raforku
frá uppistöðulóni vegna Lagar-
fljótsvirkjunar.
Auðvitað ber að varðveita
eignarrétt manna, — menn
greiða hér fasteignaskatta af
Svartsengi og Eyvindarstaða-
heiðinni og eignarrétturinn fer
ekki milli mála. Verra er með
náttúruverndarráð, sem tekur
loftmengun frá oliuhreyflum og
ollukyndingum umfram það, að
stöðuvatn verði til á einhverjum
mýrum og móum. Loftmengun
frá oliumaskinum er nefnilega
oliumengun lika, ekki sizt i
þröngum fjörðum með miklum
stillum eins og viða hagar til á
Austurlandi. Varfærni og hygg-
indi eru sjálfsögð, en það er
mikill munur á kúabúskap
norrænna manna og þvi kúakyni
er leggur undir sig stræti Ind-
lands i nafni heilagleikans.
Einfalt gler
á hóteli
Yfirlýsingar náttúruverndar-
ráðs koma á sama tima og oliu-
rikin sendu frá sér tilkynningu
um að verð á oliu kynni að
hækka eftir fund æðstu manna
rikjanna nú i haust.
Þótt vitaskuld beri að virða
viðleitni rikisstjórnarinnar til
þess að draga úr oliunotkun þá
er sannleikurinn sá, að við
Islendingar gerum alltof litið til
þess að spara oliu og bensin.
Margvislegar minni aðgerðir
gætu haft mikil áhrif, þvi
safnast þegar saman kemur.
Mér kemur t.d. i hug, að ég gisti
á störu hóteli norður á Akureyri.
Hótelið var með einföldu gleri,
og það er hitað upp með oliu eins
og öll hús á Akureyri, þ.e.a.s.
þau sem ekki eru rafhituð.
Það er kostnaðarsamt að
setja tvöfalt gler i hús,
kostnaðarsamt að gera við ein-
angrun, en ef séð væri fyrir
lánsfé myndi það án efa örva til
þess. að menn réðust i slikar
framkvæmdir. Mjög viða er
pottur brotinn i þessum efnum.
Sýnt hefur verið fram á, að
vel má spara oliu með þvi að
stilla kynditækin. Haldið hefur
verið sérstakt námskeið i vél-
Floti af nýjum tollafgreiddum bilum. Þeir eru auövitaö misjafnir um
margt og geröur er nokkur greinarmunur á notkun þeirra þegar til toll-
afgreiðslunnar kemur. Ekki eru til dæmis sömu tollar af bilum til at-
vinnubilstjóra og til einkaakstursbilanna. Menn eru ef til vill ekki sam-
mála um muninn á tveim bilum, en eitt geta mcnn þó verið sammáia
um, að þeir eyöa mismiklu benzini — gjaldeyri — og tillit er ekki tekiö
til þess viö tollafgreiðslu. Ef til vill mætti fá hagkvæmari bilafiota fyrir
þjóðina með þvi að hafa lægri tolla á sparneytnum bilum, og þá hærri á
þeim eyöslufreku?