Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. ágúst 1975 TÍMINN 9 Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla dagal tslandsmeistarar Vals i handknattleik áriö 1942, þriöja áriö I röö. I bætzt I hópinn, hann er lengst til vinstri, hinir eru Siguröur, Anton, Breytingar eru ekki ýkja miklar á þrem árum. Arni Kjartansson hefur | Geir, Frimann og Grimar. Notaði orfið fyrir stöng — Hvert er nú upphaf handknatt- ieiksins hér á íandi? — Það má eiginlega segja, að upphaf handknattleiksins hérna i Reykjavik sé á árinu 1926, en það er þá, sem Valdimar Svein- bjömsson gerist iþróttakennari hjá Miðbæjarskólanum og jafn- framt hjá Flensborgarskólanum og barnaskólanum i Hafnarfirði. Það varð strax feiknarlegur áhugi á þessum boltaleik i skólan- um. Valdimar, ásamt Arngrimi Kristjánssyni, skólastjóra, gaf 30- 40 drengjum i efstu bekkjum barnaskólans kost á þvi að æfa þennan leik einu sinni i viku eftir -jól. — Áhugi þinn á iþróttum hefur byrjað snemma? — Já, fyrstu ár ævinnar á ég heima uppi i Mosfellssveit, og það er þar sem ég kynnist Iþrótt- unum og fæ áhuga á þeim Við strákarnir litum upp til afreks- manna eins og hlauparans Guðjóns Júliussonar og þeirra Varmalandsbræðra og þarna kynntist maður Álafosshlaupinu. Þarna sá ég lika Sigurjón glimu- kappa á Álafossi. Það voru helzt frjálsar iþróttir, sem maður stundaði þá. Ég gat náði iíþróttatæki,sem ég notaði — stundum stökk ég stangarstökk á orfi. En það var hann Lárus Halldórsson á Brúarlandi, sem glæddi þennan Iþróttaanda hjá okkur krökkunum. Hann var fyrsti kennarinn þarna, sem lék sér við börnin, léttur og leikandi, og hann kenndi okkur að leika okkur með leikgleði og lifsfjöri. Lenti i útungunar- kerfi Vals — Og iþróttaáhuginn heldur áfram, eftir aö þú kemur til Reykjavikur? — Já, ég kem til Reykjavikur árið 1925, fer i Miðbæjarskólann og er með i þessu alveg frá byrj- un. Það vill svo til, að ég lendi mitt I „Utungunarhverfi” Vals, sem var á Hverfisgötunni innan- verðri, og ég er ekki búinn að vera lengi i borginni, þegar ég geng I Val. Það var ekki viðlita annað i þessu umhverfi. Og það var fótbolti og aftur fótbolti. Mörg strákafélög, sem spiluðu hvert við annað. Ég hafði alltaf mest gaman af æfingunum. Það þurfti sko ekki svipu á mann til að sækja þær. Maður fór á fótbolta- æfingarnar hjá Val, og svo hjá pollafélögunum, hvenær, sem hægt var að koma þvi við. — En þú sinnir nú handknatt- ieiknum frá upphafi? — JU, á veturna vorum við i handboltanum i barnaskólanum. Það voru tvö lið i skólanum, og við sýndum handknattleik úti á Austurvelli sumardaginn fyrsta vorið 1927. Og sama mánuðinn og við sýndum hérna fórum við suður i Hafnarfjörð og kepptum við barnaskólann þar. UMFR var þá lika tekið að æfa handknattleik I kvennaflokkum, og stúlkurnar i Hafnarfirði lika, þannig að i þetta skiptið eru leiknir tveir leikir á sýslumannstúninu. En svo gerist það, að Valdimar fer að kenna I Menntaskólanum, heldur áfram að kenna i Flensborg, og þá'taka við þessir árlegu slagsmálaleikir, sem flestir eru vist búni að gleyma — og þó? Annars var Menntaskólinn alltaf leiðandi i handboltanum þessi fyrstu ár. Það entist enginn þjálf- unarlaus i handboltan- um — Var ekki handknattleikurinn frábrugðinn þvi, sem nú tiðkast, og í hverju lá mismunurinn? — Strax frá upphafi var leikið með tuskubolta, sem var upp- blásinn og mjög léttur og þess vegna vont að höndla. Ætli stærö- in hafi ekki verið svo sem númer fjögur. „Tempóið” var tvö skref og tvær sekUndur, en það var tim- inn, sem hver maður mátti vera með boltann. Boltinn var aldrei úti, nema hann færi aftur fyrir sjálft markið eða i mark. Þess vegna voru veggirnir notaðir sem battar. Leikurinn byggðist mest upp á skrokkplati og fiffi til að byrja með, og það entist enginn þjálfunarlaus i þetta. Leiktiminn vaK-ótakmarkaður, ákveðinn hverju sinni. Fimm voru I hverju liði, skiptingin 2-2-1 — skipulögð hringavitleysa. Markið var 1,70 m á breidd, og markboginnveilitið stærri, svo að boltinn var eigin- lega alltaf i leik. Nú, boltanum varð maður alltaf að halda meö báðum höndum, vegna stærðar- innar. — Þaö er sem sagt I skólunum, sem handboltinn byrjar hérna? — Já, og færist ekki strax inn I félögin. Það er fótboltinn, sem þar skipti öllu máli, bæði i stóru félögunum og i pollafélögunum, viðs vegar um bæinn. Félagið okkar á Hverfisgötunni hét Þrándur, og við héldum þvi sam- an þangað til við vorum orðnir uppkomnir. Fótboltinn er alltaf efstur á blaði hjá mér, þótt ég stundaði handboltann og svo lit- ilsháttar frjálsar iþróttir lika. Ég geng þarna I Val árið 1925 og æfi alltaf með honum, sérstaklega eftir 1930. Við æfðum iþróttaleik- fimi I 10—12 ár, 2 sinnum i viku alla vetur. Svo æfðum við á sunnudögum knattmeðferð og út- hald, fyrir utan keppnirnar. í handknattleiknum höfðum við mikið samband við „litla bróður” i Hafnarfirði, sem voru Haukar, stofnaðir af KFUM eins og Valur, og við lékum oft við þá. Haukar höfðu góða félaga og góðan fé- lagsanda og sérstaklega góðan leiðtoga, sem var Hermann Guð- mundsson. Hann var ekki sjálfur i keppninni, en fæddur forystu- maður og byrjaði ungur að árum, 16—17 ára gamall eða jafnvel fyrr. — Var ekki áhugi a handknatt- leiknum úti um land? — Jú, hann varð snemma nokkuö Utbreiddur. Það er farið að spila handknattleik viða Ut um BH ræðir við Grímar Jónsson um fyrstu ór handknattleiksíþróttarinnar ó íslandi Ármannsstúlkurnar, sem uröu fyrstu tslandsmeistararnir I handknatt- I Aftariröö: Imma, Fanney, Guöný, Ragnheiöur og Magga. Fremrl röö- leik kvenna áriö 1940, stúlkurnar, sem Grimar þjálfaöi, en þær eru: | Gréta, Hulda og Svava. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.