Tíminn - 24.08.1975, Qupperneq 11
Sunnudagur 24. ágúst 1975
TÍMINN
11
Biskup íslands þriðji heiðursgesturinn á 100 ára afmælinu:
íslenzk menningar-
erfð í Kanada
viðfangsefni ráðstefnu á síðari hluta hátíðahaldanna, sem
verða í október. Karlakór Reykjavíkur syngur þá vestra og
með honum gefst síi
hópferð til Kanada í
Síðari hluti hátlöahalda Vest-
ur-tslendinga, vegna aldaraf-
mælis byggðar þeirra i Kanada,
fer fram I Winnipeg og nágrenni
dagana 3. til 12. október nk.
Það er stofnunin KAN-
ADA-ÍSLAND, sem stendur fyr-
ir þessum hluta hátlðahald-
anna, með stuðningi frá ellefu
félögum, söfnuðum, stofnunum
og fyrirtækj'um, sem leggja
henni lið með fjárframlögum og
starfsliði.
Megintilgangur hátiðarinnar
er að vekja athygli á framlagi
islenzka þjóðarbrotsins til fé-
lagslegs framtaks, visinda og
lista I hinu kanadiska samfé-
lagi og verður af þvi tilefni hald-
in ráðstefna i þrjá daga I Winni-
peg, sem nefnd hefur verið
„KANADA-ÍSLAND Aldaraf-
mælisráðstefna”, en tema ráð-
stefnunnar er: „Hin Islenzka
erfð i margþættu menningar-
þjóðfélagi”.
Fjölmargir menntamenn vlða
að úr heiminum flytja þarna er-
indi, meðal þeirra dr. Peter G.
Foote frá Englandi, dr. Einar
Haugen frá Harvard-háskóla i
Bandarikjunum og prófessor
Haraldur Bessason frá Islandi.
Forsetar ráðstefnunnar eru
Leifur J. Hallgrimsson, Winni-
peg, John P. Sigvaldason, Ott-
awa og Valdimar Björnsson,
Minneapolis, Bandarlkjunum.
lasta tækifærið fyrir
afmælisheimsókn
Nokkrir gestir flytja þarna
kveðjur og ræður, þeirra á með-
al dr. Henry E. Duckworth, for-
seti Manitoba-háskóla og Har-
aldur Kröyer, sendiherra Is-
lands I Kanada.
I sambandi við ráðstefnuna
verða almennar umræður, svo
og ýmsar opinberar stofnanir
heimsóttar og skóðaðar, þar
sem Vestur-lslendingar hafa
lengi komið við sögu. Þá verður
m.a. Manitoba-háskóli heim-
sóttur og flytur þar ræðu menn-
ingarmálaráðherra Kanada,
John Munro.
í framhaldi af ráðstefnunni
verður þess og minnzt, að Vest-
ur-tslendingar voru miklir trú-
menn og að Islenzku frumbyggj-
arnir fluttu með sér lúthersku
trúna og stofnuðu snemma
kirkjufélög I þeim anda, sem
fljótlega urðu mjög öflug og
starfa enn með miklum blóma
vestra.
Biskup Islands, herra Sigur-
björn Einarsson, verður gestur
ráðstefnunnar og flytur ræðu
við Islenzka guðsþjónustu, sem
haldin verður I Winnipeg 5.
október, en þar verða m.a. við-
staddir fulltrúar hinna fjöl-
mörgu vestur-islenzku kirkju-
félaga i Kanarta.
Listasýningar og hljómleikar
eru haldnir i sambandi við ráð-
stefnuna. T.d. syngur KARLA-
íslendinga, að fá
KÓR REYKJAVIKUR á fyrsta
degi hennar hinn 3. okt. ., slð-
an I borginni BRANDON hinn 6.
október og I LUNDAR hinn 8.
október.
Kórinn heldur vestur 1. októ-
ber og hefur tekið á leigu flugvél
hjá „AIR YIKING” til ferðar-
innar, en nokkur sæti munu
vera laus fyrir þá, sem áhuga
hafa á að heimsækja byggðir
frænda og vina vestra. Þess má
geta hér, að flugvélin mun bíða I
Winnipeg meðan kórinn dvelur I
Manitoba, en flytjá hann síðan
til Minneapolis I Bandarikjun-
um og ef til vill viðar, en 10.
október heldur kórinn hljóm-
leika I Minneapolis.
Lokaatriði menningarráð-
stefnunnar I Winnipeg verður
frumflutningur sinfónluhljóm-
sveitar borgarinnar og fíl-
harmonlukórsins þar á hljóm-
kviðu dr. Hallgrims Helgasonar
við ljóð Guttorms J. Guttorms-
sonar „SANDY BAR”, sem lýs-
ir þrekraunum Islenzku land-
nemanna „hverra nöfn þögnin
ein geymir”, eins og I ljóðinu
stendur, en Guttormur spyr
einnig „hvort framtak þeirra
hafi verið til einskis?”
Það er einmitt inntak og um-
ræðuefni fyrrnefndrar ráð-
stefnu, sem afkomendur land-
nemanna vilja vekja athygli á,
að þeir 285 íslenzku frumbyggj-
ar, sem komu til Winnipeg 11.
október 1875, hafa markaö óaf-
máanleg spor I kanadlsku
menningarlífi, sem þeir eru
stoltir af og kanadlska þjóöin
hefur notið góðs af.
I sambandi við margnefnda
ráðstefnu hefur framkvæmda-
nefnd hennar tekið á leigú m/s
LORD SELKIRK, sem mun
sigla niður Rauðá sömu leið og
frumbyggjarnir, sem námu
land að Gimli við Winnipegvatn.
Biskup Islands, herra Sigur-
björn Einarsson og kona hans,
frú Magnea Þorkelsdóttir,
verða meðal farþega á þessari
siglingu, en I ferðinni verða
heimsóttir ýmsir þeir staðir,
sem fjöldi Vestur-Islendinga
byggir nú, t.d. Selkirk, Hecla Is-
land og Gimli.
A vegum Þjóðræknisfélag-
anna á Akureyri og I Reykjavlk,
er nú senn lokiö hinum fjöl-
mennu vesturferðum. Siðustu
hóparnir koma heim I þessari
viku. Ferðirnar virðast hafa
tekizt mjög vel og dásama menn
mjög allar móttökur og vináttu
Vestur-tslendinga.
1 október mun formaður Þjóð-
ræknisfélgsins, séra Bragi Friö-
riksson, afhenda slðari hluta
vinargjafar Þjóðræknisfélag-
anna til útgáfustjórnar Lög-
bergs-Heimskringlu, en fyrri
hlutann, 6000 dali, afhenti Arni
Bjarnason, formaður Þjóð-
ræknisfélagsins á Akureyri, I
ágúst-byrjun. I október verða
haldnar hátiðasamkomur á
vegum þjóðræknisfélaganna I
Reykjavík og Akureyri, og
munu þar koma fram ýmsir
þeir aðilar, sem fóru vestur um
haf i sumar og slðar, og enn-
fremur er von á gestum að vest-
an.
I haust mun dr. theol.,
Valdimar J. Eylands, flytja
fyrirlestra við guðfræðideild
Háskóla Islands um kirkjusögu
Vestur-lslendinga. Þjóðræknis-
félögin gera sér vonir um, að
þessi fjölþættu samskipti muni
hafa örvandi áhrif á nánari
samskipti við landa okkar vest-
an hafs og munu vinna að þvi af
alefli.
Kærkomin heimsókn þökkuö
þökk fyrir komuna, heilsið heim,
er hverfið pið austur um bláan geim;
fjörðunum heilsið og fjölium
frændum og vinunum öllum.
þið komuð meö ísland f hjarta og hönd,
hlýjunni þrungin af feðraströnd.
sem vorgeislar yija þeir eidar
pá ævinnar degi kveldar.
í hljómpýðu málinu hjartaslög
vér heyrðum fra móðurbarmi--lög,
sem hita oss hjartaraetur
um haustkvöld og vetrarnætur.
vors ættarlands saga með sigurhreim,
og svipmikil, reis f kveðjum peim,
sem báruð pið hingað um hafið
og himindjup árgeislum vafið.
ja! þökk fyrir komuna, heilsið heim,
er hverfið piö austur um bláan geim
til hjartkærrar fagurrar foldar
Og feðranna vígðu moldar.
RICHARD BECK, RH.D.
Ort f tilefni af komu Forseta jslands, dr. Kristjáns Eldjárn og frú Halldóru Eldjárn, og föruneytis þeirra, til
Victoríú, RC., og flutt viö móttöku þeim til heiöurs, er herra Gordon Dowding.þingforseti, efndi til í
þinghúsi fylkisins par í borg 8.ágúst 1975.
Parkettið er
full-lakkað
og auðvelt
að leggja
Verð r dag kr.
2700-3600
pr. fermetra - Söluskattur ekki innifalinn
Laugavegi 1(»8 — Simi 1-72-20