Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 24. ágúst 1975 TÍMINN 13 var hraust, framgjörn ung kona, en ef til vill ekki nógu höfðingleg samkvæmt enskum kokkabókum til að geta náð i þann mann sem hún ágirntist. Þeir sem sýndu henni mestan áhuga voru ekki nógu efnaðir til að borga fyrir þann munað, sem hún átti að venjast frá Rússlandi. Upplýsingaleki 1 London hitti hún meðal ann- arra þýzka stjórnmálamanninn, Joachim von Ribbentrop en hann bauð henni til Berlinar þar sem hún árið 1935 var kynnt 'fyrir Adolf Hitler og öðrum háttsettum flokksforkólfum. Hún vingaðist mjög við Hitler, og þegar þau hittust aftur árið 1938 voru þau saman i tvær vikur i Berlin. Nú var hún orðin yfirlýstur þjóðern- issynni og eygði nú leið til að vinna ógagn þvi landi, sem hún hataði mest: Englandi. Hún kom sér i hóp hægriöfga- sinna i Englandi, en hún gekk ekki lengra en að mála áróðurs- orð gegn gyðingum á húsveggi. 1 bandariska sendiráðinu vann Tyler Kent sina vanalegu vinnu sem fyrr. Einnig hér tók hann af ritaf leyniskjölum, sem hann hélt eftir fyrir sjálfan sig eins og hann hafði áður gert i Moskvu. Hvort i sinu lagi voru Tyler og Anna skaðlaus að mestu, en saman mundu þau geta gert mik- inn skaða i striðsástandi — og örlög réðu þvi, að þeim var dag nokkurn boðið til sömu veizlunnar i Chelsea. Tyler Kent varð á einu augna- bliki ástfanginn af önnu Volkov. Um þetta leyti var hún nær 35 ára gömul, veraldarvön og vildi gjarnan skemmta sér við þennan græskulausa, myndarlega mann. Hún vissi reyndar alls ekki um það,að hann hefði ábyrgðarmikilli stöðu að gegna i bandariska sendiráðinu, og að hann á hverj- um degi meðhöndlaði upplýsing- ar, sem gætu verið stjórn Hitlers til ómetanlegs gagns. Þennan laugardag spurði hún Tyler Kent, hvort hann vildi ekki fylgja sér heim. Hún bjó i góðri ibúð i London, og þegar þangað var komið, stakk hún upp á þvi að hann kæmi inn og fengi sér drykk. Það var þá sem Anna áttaði sig skyndilega á þvi, að hún hafði ekki aðeins fundið sér aðdáanda, heldur einnig, að þessi aðdáandi hafði aðgang að hverju einasta skjali sem gekk milli Stóra-Bret- lands og Bandarikjanna. Anna þurfti ekki að heilaþvo Kent til að fá hann til að trúa þvi, að það væri ætlun Englands að draga Bandarikin i striðið með sér, en það var einmitt tiðrætt þessa dagana og hann trúði öllu sem hún sagði. Fyrir hennar fortölur lét hann henni i té öll þau skjöl og upplýs ingar sem fóru á milli Englands og Bandarikjanna, ásamt leyni- letri þvi sem notað var, vitandi að það kæmist i hendur stjórnar Þýzkalands og að þeir gætu lesið og fylgzt með öllum ráðagerðum sem fram fóru. Vorið 1940 voru bæði Banda- rikjamenn og Bretar vissir um, að einhverstaðar misfærust upp- lýsingar sem gengu milli þessara tveggja landa. Auðséð var á öllu að Þýzkaland hafði aðgang að þessum leynilegu skjölum. Þjóð- verjar réðust á skip, sem þeir gátu einungis fengið upplýsingar um með aðstoð leyniskjalanna. Með mikilli leynd tók FBI og leyniþjónustan brezka að rann- saka sendiráðin bæði i London og Washington, en komust ekki til botns i þessum dularfulla upplýs ingaleka. Ferill Kents var einnig rannsakaður, en menn fundu ekkert, sem bent gat til að hann væri uppljóstrarinn. Fölsk skeyti á ferðinni Anna Volkov vann nú öllum stundum sem þýzkur njósnari og notaði ítalska sendiráðið i London sem miðstöð fyrir skilaboð sin til Þýzkalands. Upplýsingarnar, sem hún fékk frá Kent, voru svo mikilvægar, að Hitler gaf Musso- lini fyrirskipun um að draga striðsyfirlýsingu sina gegn Eng- landi i nokkrar vikur, þannig að unnt væri að halda áfram að nota italska sendiráðið sem miðstöð fyrir upplýsingar til Berlinar. Kvennjósnari hafði verið settur til að fylgjast náið með önnu Volkov, og hún komst að þvi, að Anna átti af og til fundi með itölskum sendiráösstarfsmönn- um, og að hún lét þá fá eitthvað i hendur á þessum fundum. Kvöld eitt, sem hún var að fylgjast með Önnu sá hún hvar Tyler Kent fór inn i ibúðina ásamt henni. Brezka og bandariska rann- sóknanefndin unnu þegar að þvi að setja upp gildru. Send voru fölsk dulmálsskeyti frá Washing- ton til London og frá London til Washington. Fjöldi manns var settur i þetta verkefni, og fljót- lega heimsótti Kent önnu i ibúð hennar. Þremur timum siðar fór hann aftur, og samstundis voru leyniþjönustumenn komnir inn i ibúð Önnu. Þar fundu þeir stækkunarvél og nýframkallaðar filmur, sem á voru báðar orð- sendingarnar, sú, sem fór frá Washington til London og hin, sem fór aftur um hæl. Anna Volkov var handtekin. Hún átti það nú á hættu að hljóta lifláts- dóm fyrir njósnir á striðstimum. Brezka rikisstjörnin hafði snör handtökí Kennedy sendiherra var þegar i stað skýrt frá þvi, að Tyler Kent væri njósnari og sendiherrann skýrði Roosevelt forseta frá þvi. Hún leitaði hann uppi Hæstiréttur Englands sat að störfum alla nóttina, og undir morgun komust menn að þeirri niðurstöðu, að svo framarlega, sem Kent væri á brezku land- svæði, gæti armur laganna náð til hans. Svo til samtimis svipti Roosevelt forseti Kent friðhelgi sendiráðsstarfsins, þannig að það stóð ekki i vegi fyrir handtöku. Tveimur timum siðar var Kent svo handtekinn i rúmi sinu og færður til aðalstöðva lög- reglunnar, grunaður um njósnir. Það var ekki viðurkennt þá, en þrátt fyrir allt vantaði óvé- fengjanlegar sannanir gegn Kent þegar hann var handtekinn. Þá var gert samkomulag við önnu Volkov þess efnis, að hún myndi bjarga lifi sinu með þvi að skýra frá öllu saman. Og það var einmitt það sem hún gerði. Þegar málið var tekið fyrir, skýrði dómarinn frá þvi að það væri þessum nákvæmu upp- lýsingum að þakka að hún slyppi við dauðadóm. Og hún slapp með tiu ára fangelsisdóm. Kröfu Tyler Kents um að ekki væri heimild að dæma hann skv. brezkum lögum var visað á bug, og hann var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar. Tyler Kent og Anna Volkov voru sett bak við lás og slá, en árið 1945, þegar striðinu lauk var Tyler sleppt úr fangelsinu og sendur til Bandarikjanna. Anna Volkov sat i fangelsi i sjö ár, eða þar til hún var náðuð árið 1947, skömmu eftir 47. afmælisdag sinn. Hún vann um tima i verk- smiðju, en þrem árum siðar flutt- ist hún til Þýzkalands Það var þá sem hún ákvað að hafa upp á manninum sem hún hafði svikið, en sem hún áleit sig haf^ slik tök á, að hann mundi koma.eT hún að- eins bæði hann þess. Það var aðeins hún ein, sem veit hvernig hún fór að þvi að hafá upp á honum i Cleveland, Ohio, en það var kannski ekki svo erfitt, þar sem fjölskyldan var ættuð þaðan og allar likur á að hann hafi farið aftur til sins heima. Það hafði hann lika gert og dag nokkurn i lok ársins 1950 fékk hann bréfið frá henni. Síðasta bréfið — Ég horfði á hana og haturs- bylgja reis upp i huga mér, segir Tyler Kent i dag þegar hann rifjarupp endurfund þeirra iVin. Þetta er i i fyrsta skipti sem hann segir frá þessu sambandi sinu við önnu Volkov. — Ég reyndi að spyrja sjálfan mig hvað ég hefði séð við þessa konu, sem hafði orðið þess vald- andi að ég eyðilagði alla framtið mina. Hún hafði elzt, var komin fast að fimmtugu, en ennþá var hún hin sama gamla Anna — hörð, þrátt fyrir að hún leitaðist við að vera hefðarkona i fram- komu. En það var jafnframt önn- ur tilfinning sem hafði gert vart við sig hjá mér, sagði Tyler. Skyndilega langaði mig mest til að hverfa á brott hið allra snarasta. Mig langaði mest til að flýja af hólmi og aldrei framar að þurfa að sjá hana né heyra.. Hún stóð á fætur og sagði: — Komdu elskulegur, við skulum fara. Við eigum i vændum dásamlega daga og nætur saman. Tyler Kent stóð upp og sagði: — Ég ætla á salernið fyrst. Hann hraðaði sér af stað og gekk inn i innsta hluta kaffi- hússins, en fór þó ekki á salernið. 1 þess stað kom hann sér út um bakdyrnar, sem einn af kokkum hússins visaði honum á, og hraðaði sér til hótelsins sem hann bjó á. Hann fór á fætur i dögun, gerði upp hótelreikning sinn og náði sér i leigubifreið til flug- vallarins. Þaðan fór aðeins ein vél næstu klukkustundirnar, og hún átti að fara til Rómar. — Ég vildi ekki dvelja þar mjög lengi, þvi ég vissi að Anna mundi freista þess að finna mig. Þess vegna fór ég til Rómar og þaðan heim, útskýrir Kent. Tyler Kent hafði varla verið búinn að dvelja heima hjá sér i mánaðartima, þegar honum barst bréf póstlagt i Múnchen og rithöndina á utanáskriftinni þekkti hann strax. Honum datt i hug að skrifa utan á bréfið „Óþekkt heimilisfang” en það var eitthvað sem fékk hann til að opna það. I bréfinu stóð meðal annars: „Mig langaði aðeins til að eiga eina nótt með þér, elsku, elsku Tyler. Ég er með krabbamein og á mjög stuttan tima eftir ólifað. Ég hafði látið mig dreyma um eina nött með þér áður en yfir lyki, en þú neitaðir mér um það, og það skil ég mjög vel. Ég ber ekki hatur til þin fyrir það. Það kann að hljóma undarlega i þin- um eyrum, elsku Tyler minn, en ég elska þig og elska þig svo heitt. Ef hlutirnir hefðu farið öðruvisi imynda ég mér, að við hefðum getað átt ævidaga saman. Vertu Anna Volkov vildi hitta Tyler að sæll, elsku Tyler minn, og hugsaðu stundum örlitið til min og láttu kannski litla bæn fylgja. Þar sem ég veit að þú mundir gera það, get ég dáið i friði. 0, hvað ég vildi gefa mikið til að geta lifað upp aftur og byrjað á nýjan leik. Þá mundum við ekki gera aftur þá vonlausu hluti, sem við gerðum. Við hefðum getað nýju eftir tiu ár. verið svo hamingjusöm saman. Þin i lifi og dauða, Anna”. Tyler litur út um gluggann og segir með hæglátri, sorgmæddri röddu: — Já, ég hugsa til hennar af og til og bið fyrir henni. Ég elskaði hana aldrei, en hún mun verða hluti af mér þar til minn siðasti dagur rennur. (Þýtt og endursagt — Ö.B.) .........i( I ..rfwj | Halogen fyrir J-perur ótrúlega mikið Ijósmagn I PERUR í ÚRVALI NOTIÐ ÞAÐBESTA —IILOSSH— Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.