Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 Menn og málofni Bretar hafa fengið umþóttunartíma Viðræðurnar við Breta Samkvæmt ósk brezku stjórnarinnar hefur það verið ákveðið, að viðræður hefjist bráðlega milli hennar og íslenzku rikisstjórnarinnar í tilefni af út- færslu fiskveiðilögsögu lslands i 200 milur. Sennilega hefjast þess- ar viöræður snemma i næsta mánuði. Þvi var lýst yfir af hálfu rikis- stjórnarinnar, þegar reglugerðin um stækkun fiskveiðilögsögunnar var gefin út i siðasta mánuði, að hún væri reiðubúin að ræða við þær þjóðir. sem hefðu hagsmuna að gæta i sambandi við út- færsluna úr 50 i 200 milur. Af hálfu þingflokks Framsóknar- flokksins hefur verið lýst yfir þvi, að ekki sé óeðlilegt að veita þess- um þjóðum nokkrar undanþágur i tiltekinn umþóttunartima á svæðinu, sem hin nýja útfærsia nær til, þ.e. milli 50 og 200 milna. Þetta er i samræmi við afstöðu vinstri stjórnarinnar 1971, þegar hún hóf undirbúning útfærslunnar úr 12 milum i 50 milur. Þá var það eitt fyrsta verk hennar að bjóða viðræður um undanþágur i stuttan tima á þvi svæði, sem út- færslan náði til Þetta sama hafa aðrar þjóðir yfirleitt gert undir svipuðum kringumstæðum. Það liggur i augum uppi, að allt annað gildir um svæðið innan 50 milnanna, heldur en svæðið, sem er milli 50 og 200 milnanna. Það er ekki hluti hinnar nýju út- færslu, heldur er þaö búið að vera hluti islenzku fiskveiðilög- sögunnar i þrjú ár. Á þvi svæði hafa þær þjóðir, sem þess hafa óskað og hægt hefur verið að ná samningum. við, haft umþóttunartima i nær þrjú ár. 1 næsta mánuði eru t.d. liðin þrjú ár siðansamið var við Belgiú- stjórn. Bretar eru búnir að hafa þar umsaminn umþóttunartima i tvö ár þann 13. november næst komandi, en áður höfðu þeir veitt ólöglega innan markanna i eitt ár. Þvi má segja, að þeir séu i reynd búnir að hafa þar þriggja ára umþóttunartima. Forgangsréttur strandríkis Svæöið innan 50 milna markanna hefur svo algjöra sér- stöðu. vegna þess að þar hefur verið um ótviræða ofveiði á þorskstofninum að ræða. 1 sam- ræmi við það hefur oft verið bent á það hér i blaðinu að undanförnu, að þótt úrfærslan i 200 milur sé stór áfangi i landhelgismálinu, sé það stærsta skrefið, sem stiga þurfi i landhelgisbaráttunni á þessu ári, að draga úr veiðunum innan 50 milna markanna og tryggja tslendingum þar for- gangsrétt. Á þvi byggist það, að hægt verði að koma á nauðsyn- legri friðun, án þess að skerða þurfi afkomu þjóöarinnar. Af hálfu Breta verður þvi vafa- laust haldið fram, að þeir hafi takmörkuð not af veiðum við ts- land fá' þeir engar undanþágur innan 50 milna markanna. Þetta er rétt að vissu marki. En Bretar verða jafnframt að gera sér annað ljóst. Það er ómótmælan- legt, að bæöi' þorskur og ýsa eru nu ofveidd innan 50 milna markanna. Heildaraflinn á þess- um aðal fisktegundum þarf að minnka. Það er jafnframt augljóst.að vegna efnahágslegra ástæðna þarf afli tslendinga sjálfra fremur aö aukast en hið gagnstæða. Það er orðin viður- kennd regla, hvaðsem deilum um mörk fiskveiðilögsögunnar liður, að strandrikið eigi að hafa al- geran forgangsrétt, þegar draga þarf úr veiðum af friðunar- ástæðum. Þá eru það út lendingarnir, sem verða að vikja. Sýni Bretar skilning á þessu at- riði ætti samkomulag að geta náðst, en annars ekki. Þessi mynd er af llerðubreift. Gegn íhaldi og kommúnisma Þótt Framsóknarflokkurinn hafi verið i rikisstjórn bæði með S j á 1 f s t æ ð i s m ö n n u m og kommúnistum, hefur hann aldrei farið dult með það að hann er andstæður bæði ihaldsstefnunni og kommúnismanum, og er i reynd aðalandstæðingur beggja þessara stefna hérá landi. Þetta byggist á þeirri einföldu staðreynd, að flokkur, sem vinnur á, þróunargrundvelli að margvis- legum þjóðfélagsumbótum, vinnur bezt gegn ihaldi og kommúnisma. Hann eyðir þeim jarðveg, sem skapar öfgastefnum mesta möguleika. Það er höfuð- misskilningur að telja ihaldsflokk mestan andstæðing kommúnista- flokks, eða kommúnistaflokk mestan andstæðing ihaldsflokks. Þvert á móti hjálpa slikir flokkar oft hver öðrum. Ranglát ihalds- stefna skapar jarðveg fyrir kommúnisma. Hávaðasamur kommúnistaflokkur skapar hins vegar jarðveg fyrir öfgafulla ihaldsstefnu eins og sýndi sig i Þýzkalandi á árunum 1928-’33. öfgastefnum verður bezt haldið i skefjum með þvi að beita úr- ræðum hófsamra vinstri flokka og umbótasinnaðra miðflokka. f hópi slikra flokka hefur Fram- sóknarflokurinn verið, auk þess sem hann hefur beitt sér meira fyrir byggðastefnu og vald- dreifingarstefnu en slikir flokkar hafa gert annars staðar. Af þess- um ástæðum hefur hann verið og er höfuðandstæðingur öfgastefna á Islandi, hvort heldur sem þær flokkast til hægri eða vinstri. Áhrif um- bóta- stefnunnar Þegar litið er yfir þróun is- lenzkra stjórnmála siðan núver- andi flokkaskipan kom til sögunnar, sést glöggt hve mikil áhrif Framsóknarflokkurinn hef- ur haft i þá átt að draga úr viðgangi öfgstefna. Hér hefur ekki skapazt það kerfi hins blinda kapitalisma, sem aðeins styður þann sterka, en fótumtreður litilmagnann, en vissulega hefur ýmsa dreymt um þaö skipulag hér á landi. Hér hefur enn siður komizt á hið ófrjálsa kommúnistiska skipulag, er ræður rikjum i Austur-Evrópu, en það hefur verið og er draumur ýmissa stjórnmálaleiðtoga hér- lendra. Svo sterk hafa þessi áhrif Framsóknarflokksins verið, að allir aðrir flokkar hafa færzt mjög verulega frá hinni upprunalegu yfirlýstu stefnu sinni og gengið — a.m.k. i orði — meira og minna til móts við sjónarmið Framsóknarflokksins. Þess vegna heyrist nú oft sagt, að erfitt sé að finna mun á stefnu flokkanna. Stefna Framsóknar- flokksins hefur reynzt sigildasta stefnan, og þess vegna hafa aðrir flokkar reynt að tileinka sér ýmsa þætti hennar, svo sem byggðastefnuna. Sígildur boðskapur Af framangreindum ástæðum er það rétt, að oft er erfitt að gera mun á afstöðu flokkanna. En þetta má samt ekki villa neinn. Innst inni fylgja flokkarnir meira og minna hinni upphaflegu stefnu sinni, þótt þeir segi annað i orði. Þess vegna verður að taka slikum stefnuyfirlýsingum með varúð. Sá boðskapur, sem Fram- sóknarflokkurinn hóf að flytja fyrir meira en hálfri öld, um byggðastefnu, samvinnu og jöfnuð, átti mikið erindi til þjóðarinnar þá. Hann á þó enn meira erindi til þjóðarinnar nú. Hann er i fyllsta samræmi við kröfur og þarfir samtimans og framtiðarinnar. Með þvf að efla og styrkja þessi sjónarmið, verður öfgastefnum bezt haldið i skefjum, en þær biða sins tækifæris, ef eitthvað ber af leið. AAinnkandi vald Alþingis Talsverður skoðanamunur virðist vera um það, hvort stofn- un eins og Framkvæmdastofnun rikisins, sem annast aö verulegu leyti stefnumótun i byggöamálum og efnahagsmálum, eigi heldur að vera undir stjórn embættis- manna eða pólitiskrastjórnenda, sem fylgja fram stefnu rikis- stjórnar og Alþingis á hverjum tima. Um það þarf vart að deila að samkvæmt þeimstjórnarháttum, sem við teljum okkur búa við, lýðræði og þingræði, á stefnumót- un I efnahagsmálum og byggða- málum að vera i höndum hinna kjörnu fulltrúa á Alþingi og þeirra manna, sem þeir velja i rikisstjórn. Til þess eru þing- menn kjörnir og til þess er riki- stjörn valin, að þessum aðilum er ætlað að stjórna á viðkomandi kjörtimabili. Það á svo að vera á valdi kjósenda að kjörtimabilinu loknu, að dæma um stefnumótun og stjórnarframkvæmdir þessara aðila og að ákveða það við kjör- borðin, hvort þeim skuli falin stjórn áfram eða aðrir látnir taka við. Ótvirætt er þetta tilgangur rikjandi stjórnarhátta. Fram- vindan hefur hins vegar orðið sú á siðari áratugum, að Alþingi og rikisstjórn hafa verið að missa meira og meira af þvi valdi er þeim er ætlað. Annars vegar hafa stéttasamtökin eflzt og orðið stöðugt áhrifameiri á kostnað þings og rikisstjórnar. Hins vegar hefurvald embættismanna aukizt jafnt og þétt. Eftir þvi, sem rikis- báknið hefur þanizt meira út og starfsemi þess orðið margþættari hafa rikisstjórn og Alþingi orðið i vaxandi mæli háð embættis- mannavaldinu á margvislegan hátt. Áhrif ríkisstjórnar og Alþingis hafa raunverulega minnkað að sama skapi, og eru i mörgum tilfellum meiri i orði en á borði. Vald embættismanna Það er ekki óeðlilegt, þótt menn liti misjöfnum augum þessa ör- lagariku framvindu. Ýmsir hafa orðið til þess i seinni tið, að vara við vaxandi embættismanna- valdi, og má I þvisambandi ekki sizt vitna til skeleggrar yfir- lýsingar Sambands ungra jafnaðarmanna. Formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason, virðist hins vegar á allt öðru máli. Hann ritaði forustu- grein i Alþýöublaðið á siðastliðn- um vetri, þar sem hann átaldi harðlega, að sú stefnumótun i byggðamálum og efnahagsmál- um, sem Framkvæmdastofnun rikisins er ætlað að hafa, væri i höndum pólitiskra manna, hvort heldur þeir væru alþingismenn eða ekki. Krafa hans var sú, að yfirstjórn Framkvæmdastofnun- arinnar yrði i höndum embættis- manna. Framkvæmdastofnunin skal þannig verða nýtt vigi em- bættismannavaldsins. Enn skal dregið úr valdi Alþingis og rikis- stjórnar. Hér er ekki ætlunin að fara að deila við einn eöa neinn um þessi mál, heldur aðeins að vekja at- hygli á þvi, hvað er um að tefla i þessu sambandi og mörgum fleiri tilfellum, sem eru lik þessu. Spurningin er sú, hvort hinir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar á þingi og i rikisstjórn, eigi að stjórna og ráða stefnumótun og stjórnarframkvæmdum eða hvort þeir eigi aðeins að dútla við frum- vörp áætlanir og reglugerðir, sem aðrir hafa búiö i hendur þeirra? Það er um þetta, sem ágreining urinn er. Atvinnu- horfur Þrátt fyrir hina miklu efnahags örðugleika, sem skapazt hafa hér á landi vegna stórversnandi viðskiptakjara, hefur enn tekizt að tryggja næga atvinnu. Það er sameiginlegt afrek rikisstjórna þeirra Ólafs Jóh.sonar og Geirs Hallgrimss., að þetta hefur tekizt. Þessu hefur að visu fylgt það, að ekki hefur heppnazt að sporna eins gegn verðbólgunni og ella. Um Jiessar mundir er at- vinna næg í landinu, en ýmislegt bendir til þess, að þetta gæti breytzt á tiltölulega stuttum tima. Þannig hefur t.d. dregið verulega úr innflutningi á timbri siðustu mánuðina, og gæti það bent til þess, að verulegur samdráttur i byggingum væri á næsta leiti. Það er mikilvægt fyrir stjórnarvöldin að fylgjast náið með öllu sliku og láta ekkert ógert til að halda þvi meti, að fsland sé eitt þeirra fáu rikja, þar sem allar vinnnandi hendur fá verk að vinna. Þetta getur reynzt erfitt, en ástandið í Danmörku sýnir bezt, að til mikils er að vinna, þvi að fátt er ömurlegra en að fram- færa sistækkandi hóp vinnufærra manna á atvinnuleysisstyrk. -Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.