Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 24. ágúst 1975 TÍMINN 23 < mimm 1111111 WWéWÍwmB 't mmm ■íí/v.í«.V.v.y.v.-.v/A-.VA<-.v ■••.•• -.-.v.-.-.v.-.-, SKgijíjgíjS^™ r ClP^ BÍLASAIA 1 GUDF1NNS ^v,v „Og knapinn á hestbaki... Töltir fyrst úr hlaði hratt, hoppar upp og tekur sprett. Eftir stökkið greitt og glatt gripur hann skeiðið mjúkt og létt. Hestamennska og vínnautn eiga ekki saman — Hvað vilt þú sem hestamaður segja um þá gamalkunnu róman- tik að „glingra og syngja við stút- inn,” um leið og gæðingurinn var teygður? — Um það þarf ekki að ræða, að brennivinsárátta og brennivins- slark þessarar þjóðar hefur þjakað hana meira en flest annað, og þar eru hestamenn ekki und- anskildir, þvi að þetta böl hefur þjáð og þjáir enn alla þjóðina, og ekki bætir úr skák, þegar betri helmingurinn, konurnar, eru farnar að taka þátt i leiknum. Hestamennska og vinnautn eiga ekki saman, þvi auðvitað hefur hestum oft verið misboðið af drukknum mönnum, þvi miður. I þessu sambandi dettur mér i hug heilræði, sem mig minnir að Steinþór á Hæli hafi einhvern tima gefiö á samkomu hestamanna. en það var á þá leið, að menn ættu alltaf að koma þannig fram viö hestinn, að hann þurfi aldrei að fyrirverða sig fyrir knapann eða eiganda sinn. Og þaö er auðvitað alveg augljóst, að ef menn vilja lita á hestamennxku sem iþrótt, þá verður að taka al- gerlega fyrir alla vinnautn i sam- bandi við hestaþing. Já, það er alveg rétt: sögur um drykkfellda hestamenn eru fjöl- margar til, sumar að mestu leyti sannar, aðrar sjálfsagt mjög ýkt- ar. Fræg er sagan um hryssuna, sem stóð yfir eiganda sinum, þar sem hann hékk við hana, oltinn af baki, út úr drukkinn og ósjálf- bjarga og fastur i báðum istöðun- um. Þar stóð hún, þegar menn komu að, og hafði aldrei lyft fæti, af ótta við að stiga ofan á eiganda sinn, en rótnagað hafði hún niður i mold hvert strá sem til náðist. Slikt er aðdáanlegt, þegar i hlut á viðkvæmt fjörhross, og enginn veit, hversu lengi hryssan hefði þannig gætt eiganda sins, ef menn hefði ekki borið að. Það skal tekið fram, að þessi maður var ekki einn þeirra, sem að jafnaði mis- bjóða hestum sinum, enda hefði hann þá varla eignazt svo algeran trúnað þeirra. Andleg og líkamleg hvíld — En svo við vikjum aftur að útivist þinni: Tekst þér að gleyma erli bæjarlifsins, þegar þú ert kominn á hestbak? — Satt að segja þrúgar erillinn hér i Reykjavik mig ekki svo mjög, en þó getur hann auðvitað orðið þreytandi öðru hvoru. Og á þvi er enginn efi, að ferðalög á hestum eru einhver bezta leiðin til þess að losna frá alls konar áhyggjum og amstri. Sjálft ferða- lagið útheimtir nokkra hugsun og fyrirhyggju, auk hins sjálfsagða vinnubjásturs sem þvi fylgir, svo að hugurinn hefur meira en nóg að gera við það, og annað vikur tii hliðar á meðan. — Já, þurfa menn ekki að vera i nærri stöðugri þjáifun, ef þeim eiga að notast löng ferðalög á hestum? — Jú, það er ágætt að vera bú- inn að þjálfa sig dálitið, en eins og ég sagði hér að framan, þá er aðal galdurinn að ætla sér ekki of mik- ið. Fara hægt yfir, hvila sig og hestana oft, og hafa dagleiðirnar stuttar. Ég held aö sex til átta klukkustunda ferð á hverjum degi, sé nægilegt. Menn geta þá gefið sér tima til þess að skoða það sem fyrir augum ber á leið- inni, og geta lika gefið sér rúman tima i tjaldstað, þvi að þar er lik- besturinn var fyrst og fremst vinnudýr. Hitt er svo annað mál, — eins og ég sagði áðan — ,að nú eiga miklu færri íslendingar þess kost að eiga samskipti við hross en áður, þegar heita mátti að hvert mannsbarn i landinu hefði kynnzt hrossum meira og minna af eigin raun. Það er eftirtektarvert, hve margt fólk, sem komið er á efri ár, á sinar beztu endurminningar frá samskiptum við hross. Og hvað er betra i þessu hverfula lifi, en að safna góöum minning- um og geyma þær i sjóði? Vera má, að þau þáttaskil, sem nú hafa orðið i samskiptum manna og hesta á Islandi, eigi eftir að segja til sin á ýmsan hátt. Fyrr en varir týnir sjálfsagt mik- ill hluti þjóðarinnar úr máli sinu flestum orðum, sem varða hross, umhirðu þeirra og störf. Þetta er þegar farið að koma i ljós, og þess mun vafalaust gæta i auknum mæli. Auk þess er enginn vafi á þvi, að það eflir mannúð fólks að hafa umgengizt skepnur, ekki sizt á barns- og unglingsárum. Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni hefur orðað þetta i lit- illi, snoturri stöku. Hún er svona: Tapar hluta af sjálfri sér, — svona lifiö gengur— þjóðin sú, sem orðin er ekki hestfær lengur. Hestavisurnar iifa á meðan tungan verður töluð — Þú ert þá ekki einn þeirra, sem hafa andúb á rómantikinni i kringum hestavisurnar? — Nei. Ýmsir hafa talið, að gert hafi verið af mikið úr þeim unaði og lifsfögnuði sem góðir hestar gátu veitt mönnum. En ég tel, að ekki hafi verið gert of mikið úr þessu, og vitna þar aftur i þaö er ég sagði áðan um minningar gamla fólksins um hesta, sem það hafði þekkt. Þær virðast ylja lengur og betur en flest annað, sem þetta gamla fólk geymir i huga sér. En svo ég viki aftur að spurningu þinni um rómantikina i sambandi við hestavisur, þá er það staðreynd, sem allir bókles- andi menn þekkja, að skáldin hafa allt fram á þennan dag verið að lofsyngja hestinn i ljóði, og nægir að minna á Guðmund Böðvarsson og Jóhannes úr Kötl- um þvi til sönnunar. Hestavisurn- ar lifa á meöan tungan verður töluð, þvi að margar þeirra eru snilldarverk, og ákaflega erfitt að gera þar upp milli. Mér kemur núna i hug visa, sem er, að þvi er ég bezt veit, eftir Karl Kristjáns- son, fyrrum alþingismann. Hann lýsir þar blæbrigðunum i gang- tegundum hestsins og reynir að fella þetta að kveðandi visunnar. Hún er svona: lega eitthvað að skoða. Areiðanlega flaska margir á þvi að fara of hratt yfir. Ef mönn- um liggur mjög mikið á, eiga þeir að ferðast með bil eða jafnvel flugvél, en ekki á hestum. — Og útivera á hestum er ekki siður holl sálinni en likamanum? — Nei, ég er alveg viss um það, að hvort tveggja hvilist, skrokkur og hugur, og kannski hvergi betur en inni i óbyggöum. —VS now FYRIR VIÐRÁÐANEGT VERÐ Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki á öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þö, sem leita að litríkum hillu- og sköpasamstæðum, sem byggja mö upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. ÚTS'ÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. J L Húsið Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Bólsturgerðin Akureyri: Augsýn hf. Húsavik: Hlynur sf. Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA bak við Hótel Esju við Haliarmúla. Símar 81-5-88 og 35-300. Kaupum íslenzk frimerki hæsta verði Kaupum islenzk frimerki hæzta verði. Mikið magn í heilum örkum, búntum eða kílóvöru. Keypt gegn staðgreiðslu á hæsta markaðsverði. Sendið tilboð til Nordjysk Frimærkehandel, ÞK-9800 Hjörring. Medl. af Skandianavisk Frimærkehandlerforbund. Ótryggð hey eru alvarleg ógnun við rekstraröryggi hvers*bús, eins og kostnaðarverð vetrarforða er orðið. Samvinnutryggingar bjóða nú tryggingu gcgn brunatjóni a heyjum og búfé með hagkvæmari kjörum en áður hafa þekkst. Við minnum því bændur á að sinna þessu mikilvæga máli sem fyrst, og senda þátttökutilkynningar sínar. ÁRMÚLA 3 SlMI 38500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.