Tíminn - 24.08.1975, Side 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 24. ágúst 1975
FERDALAG FLÓDHESTSINS
Við litla tjörn langt
inni i frumskógum Af-
riku bjó einu sinni flóð-
hestur, sem hét Henrý.
Henrý hafði allt sem
einn flóðhestur getur
óskað sér: Hann átti
litlu tjörnina aleinn, og
þurfti ekki að deila
henni með öðrum, og
hann hafði eins mikinn
mat og hann gat i sig lát-
ið. Samt var hann ekki
fyllilega ánægður með
lifið. Honum leiddist
nefnilega og fannst hann
hræðilega einmana.
Dag nokkurn ákvað
Henrý svo að flytjast
burt úr skóginum. Hann
ætlaði að leita að ein-
hverjum stað—þar sem
annar flóðhestur væri
fyrir, þvi að hann gat
ekki hugsað sér að vera
lengur einn. Hann varð
að finna einhvern, sem
hann gæti talað við.
Hann gekk lengi lengi
og var orðinn ógurlega
þreyttur. Það var farið
að dimma, og Henrý
dauðsá eftir þvi að hafa
farið að heiman, þvi að
hann var ennþá meira
einmana en áður, og þar
að auki var hann ban-
hungraður.
Allt i einu kom hann
auga á litið fallegt hús i
skógarjaðrinum. Þar
var ljós i opnum glugga,
og Henrý gekk að honum
og gægðist inn. Þetta
var þá eldhúsglugginn,
og á borði i eldhúsinu sá
Henrý skál með girni-
legu salati og ennþá
girnilegri rjómatertu,
og vatnið kom fram i
munninn á honum.
Henrý var ekkert að
tvinóna við hlutina,
heldur tróð sér inn um
gluggann, og áður en
hann hafði attað sig,
var hann búinn að borða
allt salatið. Hann
skammaðist sin auðvit-
að dálitið fyrir að hafa
borðað mat, sem hann
átti ekki, en svo varð
honum litið á rjómatert-
una og hugsaði með sér,
að það sakaði nú varla,
þótt hann fengi sér ör-
litla sneið af henni. Og
það gerði hann. En
sneiðarnar urðu fleiri og
fleiri, og allt i einu var
tertan horfin lika.
— Jæja, hugsaði
Henrý, sem nú var orð-
inn sæmilega saddur.
Gert er gert, og það þýð-
ir vist litið að hafa
áhyggjur af þvi.
Siðan fór hann að lit-
ast um i húsinu. Hann
gekk að dyrunum, sem
lágu að stofunni, og opn-
aði þær. Þar inni blasti
við honum griðarstór
slagharpa, og vegna
þess að hann hafði aldrei
séð slikt tæki áður,
horfði hann á það fullur
tortryggni, og það var
ekki laust við að hann
væri hálfhræddur.
— Hvaða ógnar-
skepna getur þetta ver-
ið, tautaði Henrý við
sjálfan sig. Hún hefur
þrjá fætur og ennþá
fleiri tennur en krókó-
dill. Það er liklega viss-
ara fyrir mig að forða
mér, áður en hún bitur
mig.
Nú var Henrý orð-
inn öllu varkárari. Áður
en hann opnaði næstu
dyr, gægðist hann fyrst
gegnum skráargatið.
Honun hafði nefnilega
aldrei verið sagt, að
slikt væri ósiður.
í herberginu, sem
Henrý sá inn i, stóð litil
vagga á miðju gólfi, og i
Henrý var óskaplega einmana i skóginum
Fyrst fékk hann sér örlitla sneið....
henni sat ljómandi lag- fætur, uppgötvaði hann
legur drengsnáði. sér til mikillar skelfing-
— Þennan litla unga ar, að hann sat fastur.
verð ég að skoða betur, — Hjálp! hrópaði
hugsaði Henrý, um leið aumingja Henrý. Getur
og hann opnaði og gekk ekki einhver hjálpað
inn. Hann brosti til mér á fætur?
barnsins og kitlaði það Nú kom einhver
undir hökuna. hlaupandi, og reiðileg
— Heyrðu— litla rödd heyrðist hrópa:
mannsbarn, veiztu ekki — Hvað gengur eigin-
að það er hánótt og þú lega á? Hver er i bað-
átt að vera sofandi. herberginu minu?
Leggstu nú niður og ég Henrý varð skelfingu
skal syngja eitthvað lostinn. Hann hentist á
fallegt fyrir þig. Og svo fætur og hugsaði um það
settist hann við vögguna eitt að forða sér, en sér
og söng barnið i svefn. til hrellingar uppgötvaði
Næst kom Henrý inn i hann, að baðkerið var
baðherbergið. Baðkerið fast á bakinu á honum.
var fullt af heitu vatni, Og þar sat það, hvernig
sem angaði eins og furu- sem hann hristi sig.
skógur, og Henrý varð Hávaðinn við baðher-
ofsakátur við þessa sjón. bergisdyrnar jókst stöð-
— Þarna er litil, fall- ugt, og Henrý gafst loks
eg tjörn, sem ég get bað- upp við að losna við bað-
að mig i, hugsaði Henrý. kerió og stökk i ofboði út
Og svo fór hann i bað. um gluggann.
Þessi undarlega tjörn Hann hljóp sem fætur
Svo söng hann barnið i
var að visu miklu minni
en tjörnin hans heima i
skóginum, og litið gat
hann buslað i henni, en
hann var sárfeginn að
komast i vatn. Þegar
hann var búinn að þvo
sér hátt og lágt, lagðist
hann á bakið og lét fara
eins vel um sig og frek-
ast var unnt. En það
hefði hann alls ekki átt
að gera, þvi að þegar
hann ætlaði að risa á
svefn
toguðu, þar til hann kom
að stórri tjörn, sem hann
stakk sér i. Mikið skelf-
ing var hann feginn að
komast loksins i al-
mennilegt vatn, sem
hann gat synt i. En hvað
i ósköpunum átti hann
að gera við baðkerið?
Hann hamaðist og velti
sér sem óður væri, en
allt kom fyrir ekki, það
var eins og ólukkans
baðkerið væri gróið við