Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 24. ágúst 1975 TÍMINN 19 Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusími 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasöiu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprentb.f. Kaupmáttur launa 1 nýjasta Fréttabréfi Kjararannsóknanefndar er að finna upplýsingar um kaupmátt launa fyrsta ársfjórðung þessa árs. Samkvæmt þessu hefur kaupmáttur timakaups verkamanna i dag- vinnu, ef miðað er við visitölu framfærslukostn- aðar, numið 114,3 stigum, en talan 100 er miðuð við kaupmátt timakaupsins til jafnaðar á árinu 1971. Þannig hefur kaupmáttur timakaupsins verið' verulega meiri fyrsta ársfjórðung þessa árs, eða um 14% meiri en hann var til jafnaðar á árinu 1971. Sé hins vegar miðað við árið 1972, er um örlitla rýrnun að ræða, en þá er kaupmáttur timakaups- ins 117,4 slig til jafnaðar yfir árið, eða 3,1 stigum hærri en fyrsta ársfjórðunginn i ár. Árið 1973 er ársmeðaltalið 119,6 stig og árið 1974 129,3 stig. Samkvæmt þessu er kaupmáttur dagvinnu- timakaups verkamanna talsvert meiri nú en 1971, aðeins minni en 1972, og nokkru minni en á árun- um 1973 og 1974. Þegar það er tekið með i reikninginn, hve mikil skerðing hefur orðið siðustu misseri á viðskipta- kjörum við vitlönd, verður ekki annað sagt en að það sé góður árangur, að ekki hefur orðið meiri rýrnun á kaupmætti verkamannakaupsins. 1 þessu sambandi má það ekki gleymast, að við- skiptakjörin voru yfirleitt mjög hagstæð á árun- um 1971—1973, og þvi mjög auðvelt að auka kaup- mátt launanna. Sá árangur, sem hér hefur náðst, er framar öðru þvi að þakka, að bæði fyrrverandi rikis- stjórn og núverandi rikisstjórn hafa reynt að haga stjórn efnahagsmálanna þannig, að versn- andi viðskiptakjör hefðu sem minnsta kjara- skerðingu i för með sér fyrir láglaunastéttirnar. Núverandi rikisstjórn gerði þetta alveg sérstak- lega með láglaunabótunum, sem voru teknar upp að tillögu Ólafs Jóhannessonar. Afturgenginn áróður Blaðið Ný þjóðmál er farið að koma út á ný eftir nokkurra vikna hvild. Ekki virðist hvildin hafa notazt aðstandendum þess vel, þvi að eftir hana hefur blaðið það helzt til málanna að leggja, að Framsóknarflokkurinn sé mjög þægur Sjálfstæð- isflokknum i stjórnarsamstarfinu. Þetta er ekki annað en upptugga úr Þjóðviljanum, og hjá Þjóðviljanum var það upptugga úr Morgun- blaðinu, sem hélt því fram, að kommúnistar réðu öllu i rikisstjórn ólafs Jóhannessonar. Og ekki var þetta heldur neitt frumlegt hjá núverandi rit- stjórum Morgunblaðsins, þvi að nákvæmlega það sama mátti lesa i Morgunblaðinu fyrir 50 árum um þá Jónas Jónsson og Tryggva Þórhallsson. Þá áttu þeir að vera alveg i vasanum hjá sósialist- um. Framsóknarmenn munu nú sem þá láta þennan áróður i léttu rúmi liggja. Hann er af sama toga spunninn og jafn ástæðulaus i bæði skiptin. En eitthvað verða þeir að segja, sem ekk- ert hafa til að skrifa um. ERLENT YFIRLIT Brown hafnaði ríkisstjórabílnum Hann neitaði einnig að búa í ríkisstjórabústaðnum SÍÐAN WatergatemáliB komst á dagskrá I Bandarikj- unum, hefur athygli kjósenda beinzt öllu meira að mönnum og málefnum en áður. Þeir marka afstöðu slna til flokka meira eftir mönnum og verk- um þeirra heldur en stefnuyf- irlýsingum flokkanna. Af þessum ástæðum beinist nú athygli Bandarlkjamanna meira en oftast áður að ein- stökum rikisstjórum og stjórnarathöfnum þeirra, en áður beindist athyglin öllu meira að þingmönnum en rlk- isstjórum, einkum þó öld- ungadeildarþingmönnum. Þvl til sönnunar má benda á, að siðan 1960 hafa eingöngu öldungadeildarþingmenn val- izt I forsetaframboð hjá stóru flokkunum, þ.e. þeir Nixon, Kennedy, Johnson, Goldwat- er, Humphrey og McGovern. Nú virðist ekki óliklegt, að nokkur breyting verði á þessu og flokkarnir fari meira að leita eftir frambjóðendum úr hópi rikisstjóra, eins og algengt var á fyrstu áratugum aldar- innar. Þó mun þetta vart ger- ast fyrr en 1980, þvi að rikis- stjórar þeir, sem mest at- hygli beinist nú að, munu tæp- ast koma til greina sem for- setaefni fyrr en þá. 1 KOSNINGUNUM á siðast- liðnu hausti varð allmikið um rikisstjóraskipti, og komu þá til sögunnar ýmsir nýir menn, sem þykja liklegir til meiri frama. Hingað til hefur þó ekki nema einn þeirra vakið meiriháttar athygli utan heimarikis síns. Það er Jerry Brown, sem tók við rikis- stjóraembættinu i Kaliforniu af Reagan, sem gaf ekki kost á sér til framboðs, sökum þess að hann stefndi að þvi að verða forsetaefni hægri arms republikana. Jerry Brown vann rikisstjórakosningarnar sem frambjóðandi demo- krata. Hann var þá talinn til- heyra frjálslyndari armi flokksins, enda hafði hann stutt McGovern I forseta- kosningunum 1972. 1 rikis- stjórakosningunum boðaði hann hins vegar, að ný stefna, sem væri óháð hinni hefö- bundnu stefnu stóru flokk- anna, þyrfti að koma til sögu. Honum tókst hins vegar ekki vel að útskýra, hvað hann ætti við, og hefur heldur ekki tekizt það til fulls, siðan hann varð rikisstjóri. Stjórn hans hefur þó fengið þann svip, að hann leggi megináherzlu á ráðdeild og heiðarleika. Andstæðingar hans reyna þess vegna að koma því orði á hann, að hann sé I reynd Ihaldssamari en Reagan. Brown neitar þessu, en hefur þó reynzt öllu að- haldssamari i sambandi við ýms félagsleg útgjöld heldur en Reagan. Mest hefur hann þó reynt að spara I sambandi við rekstur stjórnkerfisins. Hann hefur bæði fækkað emb- ættismönnum og lækkað ýms hæstu launin. Sjálfur sýnir hann sparnað I verki. Þannig neitar hann að búa i ríkis- stjórahöllinni og býr áfram I litilli piparsveinsibúð. Hann notar ekki hinn dýra bil rikis- stjóraembættisins, heldur miklu minni og ódýrari bil, og hann notar heldur ekki einka- flugvél rikisstjórans, heldur ferðast i venjulegum farþega- flugvélum. Þessar aðgerðir hans eru ekkert vel séðar af háttsettum embættismönnum, en lægra settir starfsmenn hans og aimenningur kunna þeim mun betur að meta þær. Brown heldur þvi fram, ao þessar ráðstafanir hans til 'aðgæzlu og sparnaðar, séu aðeinseinnþátturhinnar nýju stefnu. Hún eigi eftir að koma betur I ljós síðar, m.a. i sambandi við lög og rétt, en þeim beri að framfylgja af fullri festu, og ekki megi slaka á refsingum. ÞÓTT Jerry Brown sé ekki nema 37 ára að aldri, hefur hann orðið sögulegan feril að baki. Faðir hans, Pat Brown, var rikisstjóri Kaliforniu i átta ár, og vann sér það m.a. til frægðar að fella Nixon I rikis- stjórakosningum 1962. Fjórum árum siðar féll hann svo fyrir Reagan. Pat Brown var um- bótasinnaður demokrati I stil við Humphrey og Johnson. Svo mikiö var rætt um stjórn- mál á heimili hans, að Jerry fékk leið á þeim, og átti það sinn þátt I þvi, aö hann gekk i munkaskóla að loknu námi i gagnfræðaskóla. Þar var hann i fjögur ár, og var að mestu einangraður tvö fyrstu árin. Hann telur sig hafa lært mikið hjá munkunum. Eftir aö hann fór úr munkaskólanum, stundaði hann nám i grisku og latinu i tvö ár. Þá hóf hann laganám við Harwardháskóla og lauk þar góðu prófi. Hann stundaði siðan lögfræðistörf I Kaliforniu og hóf afskipti af stjórnmálum. M.a. var hann eindreginn andstæöingur þátt- töku Bandarikjanna I Vietnamstyrjöldinni, og hann studdi réttindabaráttu mexl- kanskra verkamanna I Kaliforniu. Ariö 1970 náði hann kosningu sem rikisritari i Kaliforniu, en þvi embætti fylgja ýmsar lögfræðilegar skráningar og skjalavarzla. Þettaembætti hafði verið talið áhrifalitið áður, en Brown breytti þvi með þvi að gera miklu strangari kröfur en áður, einkum I sambandi við skrásetningar ýmissa auð- félaga. Fyrir þetta varð hann þekktur i Kaliforniu.og i fyrra vann hann auðveldlega I próf- kjörinu hjá demokrötum, og siðan i sjálfum rikisstjóra- kosningunum. Jerry Brown er ókvæntur. en sýnir sig öðru hverju i fylgd með leikkonum, og ekki dregður það úr þeirri athygli, sem honum er veitt — Þ.Þ. Jerry Brown

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.