Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 Ö ■ AAanstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? land upp úr 1930. Arið 1932 förum við i 2. flokk i Val vestur um og noröur til Akureyrar, en þar spil- um við knattspyrnu- og lika hand- knattleik, við félögin þar. Um þetta leyti verður handbolti lika eitthvert aðalnúmerið á þjóðhá- tiðinni i Vestmannaeyjum. Það eru konur, sem leika, og þessi leikur naut þá mikilla vinsælda, enda var ofsalegt fjör i leiknum hjá þessum frisku konum. Þetta númer var i daglegu tali nefnt „Þjóðhátiöarslagurinn” og þótti alveg ómissandi. Tönnin úr honum var i handleggnum á mér. — Hvernig var aðstaðan til æfinga og keppni? — Það er alltaf verið að tala um aðstöðu, og á seinni timum þykir aðstaðan aldrei nógu góð. Við höfðum leikfimisalinn i Austurbæjarskólanum, og svo var náttúrlega iþróttahús Menntaskólans. IR-húsið hafði sinn sal, en ég er nú ekki viss um, að margir vildu keppa i flokka- iþróttum þar i dag. Það er ekki fyrr en hið langþráða iþróttahús Jóns Þorsteinssonar ri's við Lind- argötuna, að við sjáum birta til. Ég man eftir þvi einu sinni, þegar viö komum til að keppa við Hauka i leikfimihúsi barnaskól- ans, aö þá var svell á gólfinu, þegar við komum þangað. Húsið var kynnt upp með kolaofni, og hitinn náði ekki um allan salinn. Svo byrjar leikurinn, og klakinn fer að bráðna af gólfinu. En eftir leikinn, þá sé ég, að peysan min er alblóðug, og þegar ég fer að gá betur aö þessu, þá er gat á peys- unni og á handleggnum á mér, rétt fyrir ofan olnboga. Kemur þá til min vinur minn úr Haukum og segir við mig: „Andskoti fórstu nú illa með mig, þú brauzt úr mér tönn.” Og það var alveg rétt, tönnin úr honum var þarna i handleggnum á mér. Við höfðum runniö þarna saman á svellinu með þessum afleiðingum, en ekk- ert tekið eftir neinu i hita leiksins fyrr en eftir á. Enginn sá eftir timan- um, sem i þetta fór — Þó að Valur sé greinilega þitt félag, hefurðu nú samt komið við sögu hjá öðrum félögum? — Við skulum fyrst og fremst tala um Val, hann hefur alltaf veriö mitt félag. Við sköpum Valsvöllinn, þar sem nú er Loft- leiðahótelið en var þá Haukaland. Þarna vorum við á árunum 1933—1941. I striðinu er þetta svæði tekið af okkur, og þá færum við okkur að Hliðarenda, þar sem Valssvæðið er núna, en meöan það var I byggingu vorum við á Eskihliðartúninu og svæðinu, þar sem nú er Heilsuverndarstöðin — og svo vorum við inni við Þvotta- laugarnar. Þetta var svo sem fyrirhöfn, en það sá enginn eftir timanum, sem fór i þetta, þvi að þá var það áhuginn, sem réði ferðinni, og ekki verið að hugsa um peninga. Við höfðum góða þjálfara i Val á þessum árum. Það er Reidar Sörensen, sem opnar augu okkar fyrir samspili og þvi, hvað flokkaiþrótt er, og Manstu gamla daga? ra- hlutir Notaðir varahlutir 1 í flestar gerðir eldri bíla m-a-: Chevrolet Nova ’66 Willys station ’55 VW rúgjbrauð ’66 Opel Rekord ’66 Saab j ’66 VW Variant ’66 BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, sími 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. Fólksbila- Jeppa- Vörubila- Lyftara- Búvéla- Traktors- Vinnuvéla- hjóibarðaþjónustu Komið með bflana inn í rúmgott húsnæði OPIÐ: mánud.-fimmtud. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 9-17 við höfðum svo sem ýmsa aðra, mjög góða, en að minu viti var sá snjallasti Joe Divihe, sem kom til okkar 1939 og kenndi okkur margt, sem til þurfti, þvi að Joe Divine var atvinnumaður og vissi, hvað hann söng. Það var ekki nóg með það, að hann tæki okkur i gegn á þessum árum, heldur kom hann aftur árið 1947 til Vals og tók strákana i gegn, svo að eftirminnilegt hlýtur að teljast. Hann kunni lagið á is- lenzkri skapgerð og fékk það bezta út úr leikmönnunum. Hann fann hvað þurfti til að ná tökum á islenzka þrályndinu, og árangur- inn varð ákjósanlegur — hann fékk strákana til að vinna samán. — Þiö hafið sem sagt einbeitt ykkur aö fótboltanum? — Já, það má segja það, við höfðum handboltann svona með i Val, en hann var heldur illa séður framán af. Menn voru ekki á einu máli, hvort þetta væri leikur eða slagsmál, eða öllu heldur djöfla- gangur. Var hart um þaö deilt, hvort leyfa skyldi þetta á æfing- um, en við, sem stóðum meö handboltanum, höfðum þó betur, og má það kannski þakka þvi, að viö vorum sumir jafnframt drjúgir starfsmenn i yngri flokk- unum. Sorgin að sjá völlinn hverfa undir flugvöil — Þú hefur snemma byrjaö aö þjálfa, auk þess aö taka þátt i keppni? — Já, ég byrjaði á þvi að leiö- beina ungum drengjum árið 1933, jafnframt þvi, að þjálfa mig, þar sem manni datt aldrei i hug að slá slöku við, þótt tfminn væri stund- um naumur. Þá unnum við verzlunarmenn til kl. 7, ég hafði skóna og búninginn tilbúinn, hjól- aði fyrst á æfingu hjá strákunum og siöan á æfingu hjá meistara- flokki. Þá voru æfingarnar á Haukalandsvellinum, og það var mikil sorg hjá okkur að sjá hann smám saman lagðan undir her- flugvöll, en frá Haukalandsvellin- um á ég margar og góðar minn- ingar. Það er eitthvað að, ef menn finna ekki til sköpunargleði af þvi að æfa upp flokka, sjá þá þroskast og ná árangri. — Voru þaö yfirleitt þeir sömu, sem stunduðu handboltann og fótboltann? — Já, fyrstu áratugina var það svo, þú sérð, að það er Valsvörn- ■j iin, sem var álitin allgóð, sem 4|byggir að mestu upp handbolta- ■ íliðið, sem verður tslandsmeistar- * ar fyrstu árin. Það er nefnilega , likamsþrekið, sem öllu ræður, og * viö erum mikið til þeir sömu. Fyrst i 2. flokki fram að 1931, en á næsta ári 1932, verður sú breyt- ] ing,að við megum vera 18 ára i 2. .flokki, og þá er liðið sterkt hjá 1 okkur. Það var f fótboltanum auð- Ivitaö. Þá förum við að leita út * fyrir Reykjavikursvæðið að I keppinautum, förum til Isafjarð- Jgt ar, Siglufjarðar og Akureyrar — 1 og Húsvikingar koma á móti okk- ur til að keppa við okkur. Þetta var reglulega gaman. Þjálfunin var alveg feiknarleg hjá okkur, og þessi hópur, sem fór norður var mjög samstílltur. Sko, við fórum með strandferðaskipi vest- ur og norður, skruppum I land og kepptum, en mest gaman var á Akureyri. Þar kepptum við I fót- bolta, handbolta og frjálsum tþróttum. Þetta var lif, og þarna var sannar'e8a eitthvað um aö ** vera, sem átti við unga og leik- glaða menn! Náðum -undraverðum árangri gegn Þjóðverj- um — Þið hafið þá stundaö frjálsar fþróltir lika? — Ójá, það gerðum við reynd- ar, og það var raunar ekki undir merkjum Vals, heldur voru við strákarnir virkir i Ármanni, og tókum þátt i Drengjamóti Ar- manns. Það var alltaf mikil og góð samvinna við Armann á þess- um árum. — Hvenær er það, sem breyt- ingarnar veröa á handboltanum? — Ég er ekki alveg viss um, hvenær skipulag fer að komast á Öxlar i aftanikerrur til sölu frá kr. 4 þús. Þaö og annað er ódýrast hjá okkur. Og hérna eru fyrstu islandsmeistararnir I handknattleik uppstilitir, meö bikarinn fyrir framan sig. í aftari rööinni Karl, Siguröur, Egill og Frimann og I fremri röö þeir Geir, Antón og Grimar. handboltann, en það eitt er vist, að það er búið að sem ja reglur, og viö erum komnir með skinnbolta, þegar fyrsti leikurinn i hand- knattleik við útlendinga fer fram. Boltinn er þá leðurbolti, með holdrosuna út, en liðið er ennþá skipað fimm manns, og tempóið tvö skref og tvær sekúndur. — Hvernig var þessi fyrsti út- lendingaleikur ykkar? — Hann var háður árið 1938, og þetta var eftirminnilegur leikur fyrir okkur, sem tókum þátt i honum. Það vildi þannig til, að þýzka snekkjan hans Hitlers kom hingað I heimsókn, mig minnir að hún hafi heitið Meteor. Þetta var rannsóknaskip og mikið af ungum og vel þjálfuðum strákum um borð, og þegar þeir frétta, að við spilum handbolta hérna, verður um það samkomulag, að þeir keppi við okkur. Og það er talað saman og ákveðið að efna til keppni milli þeirra og Vals. Við fórum náttúrlega út i þetta fyrst og fremst til að kynna okkur, hvemig handbolti væri leikinn úti i hinum stóra heimi, og það er ýmislegt, sem kemur okkur kynduglega fyrirsjónir, þegar við mætum til leiks, svo sem stærri mörk og endalinur. Við kepptum i Austurbæjarskólanum og dómar- inn var auðvitað þýzkur. Það er ýmislegt til viðbótar, sem okkur kom enn kyndugar fyrir sjónir, þegar leikurinn hófst og farið var aö dæiraa, en við vorum fljótir að læra, og það endaði með þvi, að við náðum þeim undraverða ár- angri að skora 20 mörk á móti 21 marki þeirra. Þetta var mikil- vægur ’leikur, sem markaði spor að þvi leyti, að þarna sjáum við og lærum ýmislegt af þvi, sem siðar markaði stefnuna I Islenzk- um handbolta. Þetta er eiginlega fyrsti snefillinn af raunveruleg- um handbolta, sem við fáum að kynnast, og þarna lærum við ýmislegt, svo sem niðurstungur og að meðhöndla léttari og minni bolta, sem við þurftum ekki nema aðra höndina á.... Hér gerum við stutt hlé á frásögninni, en mikið er ósagt. Þegar hér er komið sögu hjá Grimari i Val, er hand- boltinn rétt að byrja að mótast. í siðari hluta viðtalsins rifjar Grimar upp fyrstu mótin og eft- irminnilega keppnis- menn, Valsara og aðra, og fjallar loks um iþróttaandann áður fyrr1 og peningaandann nú. Þéssi mynd er Ijósmyndasöguleg. Þetta er fyrsta Iþróttamyndin sem tekin er innanhúss, af tslandsmeisturum Vals, i fyrsta tslandsmótinu f handknattleik áriö 1940. Þarna cru þeir: Baldur Kristjánsson, leikfimi- kennari, Geir. Guömundsson, Egill Kristbjörnsson, Siguröur ólafsson, Grimar Jónsson. t fremri rööinni eru: Karl Jónsson, Anton Erlendsson og Frimann Heigason. Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFDATÚNI 8 SlMAR 16740 OG 38900 Manstu gamla daga? Manstu gamla daga?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.