Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 5
Sunnudágur 24. ágúst 1975 TÍMINN 5 Hætta ber leik þá hæst stendur Ein af frægustu ljósmyndafyrir- sætum heimsins hefur nú lagt fyrirsætustörfin á hilluna vegna þess að hún er orðin ástfangin. Hér er um að ræða greifynjuna Veruschka von Lehrndorf. Hún er nú flutt heim til vellauðugs italsks glaumgosa, og hann mun eiga nóg af peningum fyrir þau bæði, svo greifynjan þarf ekki að vinna fyrir sér lengur. Reyndar hefur Veruschku ekki gengið mjög vel að fá vinnu að undanförnu, þótt kaupkröfur hennar hafi lækkað um helming frá því sem áður var, en þá vildi hún fá milli 300 og fjögur hundr- uð þúsund krónur á dag. Það er svo sem ekki að undra, þótt þaö gangi illa að fá vinnu, þegar kaupkröfurnar eru svona gifur- legar, finnst manni. Veruschka varð fræg um svipað leyti og Bitlarnir, Twiggy og Jean Shrimpton (rækjan) sem einnig voru ljósmyndafyrirsætur og tizkusýningardömur. Það er langt siðan Twiggy hætti fyrir- sætustörfunum og er nú orðin þekkt leikkona. Rækjan var heldur betur óheppin, hún gleymdi alveg sköttunum og varð þess vegna að flytja út úr fallegu ibúðinni sinni i London, og i dag býr ,hún á sveitabæ skammt fyrir utan London. Ef til vill óttast Veruschka sömu örlög, en hún bjó þar til fyrir skömmu með fátækum ljós- myndara. Nú er hún sem sagt hætt, svo hún þarf ekki að segja siðar meir að hún hafi orðið að hætta vegna þess henni buðust ekki nein störf, sem hún gat sætt sig við að taka að sér. Nú getur hún ekki dulið einmanaleik Mílljónir manna hafa dáð Ursulu Andress, enda hefur hún lengi fengið orð fyrir það að vera falleg, kannski ein af þeim tiu fallegustu i heiminum. Margir karlmenn hafa dáð hana, og hún hefur verið ást- fangin af mörgum. Jean Paul Belmondovar elskhugi hennar á árunum milli 1960 og 1970. Eftir að það ástarævintýri var úr sög- unni giftist hún John Derek, og siðan skildi hún viö hann og fór að búa með Ryan O’Neal. Að lokum er svo ástarævintýri hennar og ítalans Fabio Testi. Hún segir, að ástin sé það þýð- ingarmesta af öllu. — Þegar ég er ástfangin skiptir ekkert annað máli fyrir mig, segir hún. Ursula Andress varö einna frægust er hún lék i kvikmynd unum með James Bond. Nú býr hún hins vegar ein sins liðs I húsi sinu I Ibiza og reynir að komast að sannleikanum um það, hvers vegna enginn vilji sjá hana lengur. — Ég skil ekki hvers vegna, þvi það eru svo margir sem segjast elska mig, en enginn vill þó vera um kyrrt hjá mér....A næsta ári verð ég fertug, og ég er á engan hátt frábrugðin öðrum konum. Mig langar til þess að eignast fjöl- skyldu og börn, en eins og er get ég ekki veitt barni það öryggi, sem þaö þarfnast. Ein af ástæð- unum fyrir þvi, að Ursula keypti sér hús á Ibiza er, aö hún er orð- in þreytt á þvi aö eiga hvergi heima i raun og veru, og vera alltafá þeytingi milli hótela og leiguibúða. Hún segist vilja eiga hús, þar sem hún geti einangrað sig fullkomlega frá umheimin- um. Ursula eldar sjálf matinn handa sér og tekur til i húsinu. Margir hefðu eflaust haldið, aö Ursula gæti ekki fundið frið vegna aðdáenda, sem streymdu hvaðan æva að til þess að horfa á hana og reyna að ná fundi hennar, en nú er þó svo komið, að enginn leitar eftir þvi að ná fundi hennar, og hún er talin þjást meira af einmanaleik en nokkur önnur kona i heiminum, hvort sem það er nú orðum aukið eða ekki. Hér er mynd af Ursulu fyrir utan húsið hennar, og svo er önnur mynd af henni og Fabio Testi, fyrrum vini hennar. Nadesjda Anisimova heitir sovézk kona, sem er sérfræðingur i þvf að gera viö gömul handrit og færa þau i upphaflegt form. Nú hefur hún verið að störf- um á rannsóknarstofu bókasafns- ins i Montreux i Frakklandi og hefur henni tekizt að gera við nokkur handrit þeirra Marx og Engels, sem eru i eigu safnsins. Handritablöðin voru orðin mjög óburðug i timans rás, en með efnafræðilegri meðferð, sem fundin hefur veriö upp i Moskvu og notuð það meö góöum árangri til aö varðveita handrit Lenins, tókst henni að koma bréfunum frá Marx og Engels og öörum gögn- um þeirra aftur i hið upphaflega form. Nadesdja hefur nú orðið viö áskorun frá safninu og hefur tekið að sér að gera viö bréf frá Vol- taire og Rousseau og einnig hand- rit og skjöl varðandi Parisar- kommúnista og andspyrnu- hreyfinguna á árunum 1940—1945.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.