Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ 1975 Sigurður Steinþórsson: ÍSLAND OG HIN NÝJA HEIMSMYND JARÐFRÆÐINNAR Alfrcd VVegener var uppliafsmaftur landrekskcnningarinnar. Húk hans „Um upphaf hafsins og meginlandanna” kom úr árift I 15 l*r.jú stig gliftnunar Fangæu skv. Wegener. Árið 1915 kom út bókin „Um upphaf hafsins og meginland- anna” eftir þýzka veðurfræð- inginn Alfred Wegener, þar sem færð voru mörg rök fyrir því, að núverandi meginlönd hafi myndazt úr einu stóru, Pangæu, sembyrjað hafi að klofna í mörg smærri fyrir u.þ.b. 300 milljón- um ára. t bókinni dró Wegener saman mikið magn gagna af ýmsu tagi, kenningu sinni til stuðnings. Hann áréttaði það, sem oft hafði áður verið bent á, hve ótrúlega vel útlinur megin- landanna beggja vegna Atlantshafsins falla hverjar að öðrum, en sýndi auk þess fí«m á það, að loftslagsbelti fyrri jarð- söguskeiða bentu til annarrar hnattstöðu landanna — t.d. rikti hitabeltisloftslag i S-Englandi, Frakklandi og A-Grænlandi fyrir 300 milljónum ára, á sama tima og Brasilia og Kongó voru isihulin. Sömuleiðis sýndi hann, hversu rekja mátti jarð- myndanir með steingervingum sinum og berggerðum þvert yfir höfin milli meginlanda. Landrekskenningin, eins og kenning þessi var nefnd, vakti hatrammar deilur, sem geisuðu fram yfir 1930, en það ár varð Wegener úti á Grænlandsjökli. Wegener hugsaði sér að megin- löndin ferðuðust yfir hafsbotn- inn, sem væri kyrrstæður. En illa gekk að finna þá krafta, sem gætu valdið þessum flutningi. Eðlisfræðingar afsönnuðu land- rek stærðfræðilega og sýndu fram á það, að þeir kraftar, sem Wegener taldi valda landrekinu væru ekki nema örlitið brot þess sem þyrfti. Hér var þvi komin upp sama staða og á 19. öld, þegar Darwin áætlaði á grund- velli þrónarhraða að 300 milljón ár væru liðin frá upphafi Miðlifsaldar, en eðlisfræðingur- inn Kelvin lávarður sannaði, að jörðin gæti ekki verið eldri en 40 milljón ára. En stærðfræði get- ur aldrei verið betri en þær for- sendur, sem gengið er út frá, og i báðum þessum tilvikum vant- aði sama þáttinn i dæmið — hitamyndun i iðrum jarðar af völdum geislavirkra efna. Þannig hvarf landreks- kenningin smám saman af sjónarsviðinu á árunum fyrir strið, þótt ýmsir töpuðu aldrei trú sinni á hana. Sérstaklega átti hún alltaf fylgi að fagna meðal jarðfræðinga Suðurhvels — þar eru hin jarðfræðilegu rök of sterk til að fram hjá þeim verði gengið. A Vesturlöndum fór kenningin lágt áratugina frá 1930 fram yfir 1960 þótt ýmsir mætir jarðfræðingar teldu mik- ið til i henni, og gögn Wegeners og önnur af sama tagi lentu i sekk með undarlegum fyrirbær- um. Raunar er svo að sjá, sem heimsstyrjöldin siðari hafi ekki valdið minnstu um það, að land- rekskenningin gleymdist, eins og nú skal greina: Á árunum kringum 1930 fór danski jarðfræðiprófessorinn Niels Nielsen i marga rannsóknaleiðangra til Islands. Hann hélt iðulega fyrirlestra um þessar ferðir sinar, og mun sumum hafa þótt visindin i daufara lagi, en Nielsen sjálfur nokkuð mikill á lofti, þvi að Jón Helgason orti kerskniskvæði um. Á einum stað leggur hann Nielsen þessi orð i munn: „Undir Höfsjökli vestanhallt virtist mér dálitill klettur, ég veit ekki til þess að neinn hafi fundið hann áður.” En sitthvað hefur prófessor Nielsen verið að hugsa, þvi að árin 1929 og 1933 birtust eftir hann greinar þar sem hann bar saman jarðhnik, þ.e. menjar jarðskorpuhreyfinga á íslandi og á Alpafjallasvæðinu, og taldi islenzku myndanirnar bera vitni um gliðnum. Dalvikurjarðskjálftinn 1934 vakti Sigurð Þórarinsson til umhugsunar um þessi jarð- hniksmál, og i bók þeirra Ahl- manns um Vatnajökul, sem út kom árið 1943, er Sigurður mjög sama sinnis og Nielsen og tinir til ýmis ný gögn þessu lútandi. Þýzkt hafrannsóknaskip hafði órið 1936 rakið Reykjanes- hrygginn suður á 55. breiddar- llarry lless (1906-1969) var liöfundur botnskriftskenningar- innar. gráðu, með sömu sprungustefnu og rikir á sunnanverðu tslandi, og menn fundið að hryggurinn markaði upptök jarðskjálfta. Þá fengust Danir á þessum árum við stjarnfræðilegar staðarákvarðanir við A-Græn- land i þeim tilgangi að fréista jiess að mæla vesturrek lands- Krederick Vine (f. 1938) skrifafti ritgerft sem útskýrfti segulmynztur hafsbotnanna i Ijósi botnskrifts. Sigurftur Steinþórsson. íns. Þeir töldu sig að visu finna rek, en svo litið, að það var inn- an skekkjumarka mælinganna. Rétt fyrir striðið kom svo jarðeðlisfræðingurinn Óskar Niemczyk með flokk manna til tslands, og gerðu þeir nákvæma lengdarmælingu yfir gosbeltið á NA-landi, auk ýmissa annarra rannsókna. Hugmyndin var sú, að endurtaka mælinguna 10 ár- um siðar og sjá hvort gliðnun hefði orðið, en styrjöldin, dauði Niemczyks og ýmsar aðrar ástæður ollu þvi, að mælingin var ekki endurtekin fyrr en árið 1966, og þá fór eins og hjá Dön- um, að rekið reyndist innan skekkjumarka mælinganna. Arið 1943 gaf Niemczyk út bókina Spalten auf Island, eða tslenzka sprungukerfið, sem var safn greina eftir hina ýmsu leiðangursmenn. Þar skrifaði F. Bernauer ritgerð um jarð- skorpuhreyfingar á tslandi og orsakir þeirra, og stakk upp á þvi,að þeim valdi iðustraumar i jarðmöttlinum, en árið 1939 hafði Bandarikjamaðurinn Griggs komið með þá hugmynd, að slikir straumar kynnu að valda myndun fellingafjalla. Loks birtist árið 1941 grein eftir Skotann Arthur Holmes, upphafsmann aldursgreininga með geislavirkum efnum og einn af höfuðsnillingum jarð- visindanna, þarsem stungið var upp á þvi' að hiti frá klofnum geislavirkra efna i jarðmöttlin- um valdi iðustraumum i efninu, og sé þannig sá aflgjafi, sem landreki (eða öllu heldur botnskriði) valdi. Var hugmynd Holmes um margt svipuð þeim kenningum sem flestir aðhyllast nú, og komu fram 30 árum sið- ar. En þrátt fyrir allt þetta var dagur plötukenningarinnar, hinnar nýju heimsmyndar jarð- fræðinnar, ekki upp runninn, og landrekskenningin féll að mestu i gleymsku og dá i 30 ár, en menn sneru sér að öðru. Hin nýja heimsmynd jarð- fræðinnar varð til með röð upp- götvana á áratugnúm milli 1960 og 1970. Uppgötvanir þessar voru afleiðing stórstigra fram- fara i mælingatækni, sem þró- azt hafði óðfluga frá upphafi siðari heimsstyrjaldarinnar, auk stóraukinna rannsókna yfirleitt. Munaði ekki minnst um alþjóðlega jarðeðlisfræðiár- ið 1957-’58, þar sem m.a. var lögð áherzla á haffræði og segulmælingar. Ný mælitækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.