Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 64

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 64
64 JÓLABLAÐ 1975 JÓLASAGA eftir Jóhannes Friðlaugsson með myndum eftir Björn Björnsson „Það sem þér gjörið einum af yðar minnstu bræðrum, það gjörið þér mér”. Það var aðfangadagur jóla. — Steinmóður gamli þrammaði veginn, sem lá úr kaupstaðnum út að Kotinu hans, sem var nokkurn spöl út með vikinni, sem kaupstaðurinn stóð við.— Snjór var á jörðu og dimmviðr- ishrið og færið heldur þungt. Steinmóður gekk löturhægt sama vaggandi ganginn eins og hann var vanur, þegar hann var að bera vatn fyrir frúrnar inni i kaupstaðnum, sem var hans fasta atvinna allan ársins hring, hvernig sem viðraði. Það var sama þótt það væri mo.dviðris norðan-stórhrið á veturna, ævinlega rölti hann inn eftir til að bera vatnið og gera aðra smásnúninga fyrir konurnar i þessum húsum, sem hann hafði lofað að bera vatn fyrir og sækja eldivið. Hann var búinn að vera þarna i Kotinu i fjöldamörg ár og alltpf haft þennan starfa á höndum. öll þau ár hafði enginn dagur liðið svo að hann hefði ekki gert þessi verk. Steinmóður gamli var aldrei veikur. En gigtin — þessi árans meinvættur, kvaldi hann dag og nótt. Þegar hann fór á fætur á morgnana suma dagana fannst honum hann ekki geta hreyft sig fyrir gigtarverkjum, ekki sizt þegar óstillt veður var eða veðrabrigði voru i nánd. En gigtarverkirnir liðu frá, þegar hann fór að gegna störfum sin- um. ,,Ég rölti hana af mér, skömmina þá arna,” var hann vanur að segja, þegar kerling hans,hún Bryndis, var að segja honum að liggja i rúminu og hvfla sig. Ogþað var satt. Hann rölti hana af sér. Þennan dag var hann samt með allra lak- asta móti, sem hann mundi eft- ir. Um morguninn var hann á báðum áttum, hvort hann ætti að fara inn i Vikina. Gigtin var alls staðar i honum og honum fannst hann ómögulega geta gengið. En svo harkaði hann þetta af sér. Þennan dag mátti hann sizt af öllu láta sig vanta sjálfan aðfangadaginn, þvi þá voru snúningarnir margir, sem hann þurfti að fara fyrir húsmæðurnar. Það þekkti hann frá fyrri árum. Og svo var þetta venjulega hans mesti afladagur ársins, eins og hann komst að orði. Þá var honum jafnan gefið meira af alls konar matar- tegundum en endranær. Nei, þennan dag mátti hann ekki láta sig vanta i Vikinni. Nú var komið fram yfir miðj- an dag og farið að rökkva og Steinmóður gamli var á heimleið. Vonir hans um aflann höfðu heldur ekki brugðizt. Það sýndi pokinn, sem hann bar á bakinu. Sjaldan hafði honum fénazt meira af alls konar mat og kaffibrauði en i þetta sinn. Seinast hafði frú Sigriður kona Bjöms kaupmanns, stungið nið- ur I pokann vænni rúllupylsu, og tveimur kertum og vænni jóla- köku. „Blessunin sú arna.” Hún var oft drjúg að skjóta til hans matarbita. Greið- viknari en sumar hinar frúrn- ar sem sjaldan létu nokkuð af hendi rakna, nema þessa fáu aura fyrir vatnsburðinn og snúningana, sem þær borguðu á hverjum laugar- degi. Já, pokinn var með þyngsta móti og hann átti erfitt með að bera hann og það i þessu vonda færi. En skyldi ekki kerl- ing hans verða léttbrýn, þegar hann færi að tina upp úr pokan- um þegar heim kæmi. Hún gæti þó ekki neitað þvi, að það drægi um það, sem hann kæmi með. Annars fannst honum hún jafn- an heldur vanþakklát og gera litið úr þessu, sem hann dró i búið á þennan hátt. Það hefði stundum jafnvel gengið svo langt, að hún hefði bannað hon- um að taka við þessum matar- gjöfum. En hann hafði nú gert það samt. „Það er eins og þær væru að kasta bita- i hungr- aðan hund”, hafði hún stund- um sagt, og ljótara en þetta. En hann hafði aldrei farið eftir þessu rugli i henni. Hon- um fannst það vera vanþakk- læti af sér, ef hann tæki ekki á móti þvi sem vonum væri gefið af góðum hug. Og hann hefði stundum rekiö það i kerlinguna sina, að það stæði i kverinu að menn ættu að vera litillátir eins og börn. Það hefði hann sagt meistarinn mikli. Ekki hefði hann verið stórlátur og þá sæti það ekki á þeim að vera það. En kerlingar eru svona jafnan, bætti hann við i huganum. Annars þótti Steinmóði gamla vænt um Bryndfsi sina og hafði ævinlega þótt það. Þau voru nú búin að vera saman nær þvi i 50 ár, og hann varð að játa þaðr að hún var skörungur til vinnu og vann i raun og veru fyrir þeim báð- um. Og svo var hún svo hirtin og nærgætin við hann, að hann gat ekki annað en dáðst að henni fyrir það. Og falleg hafði hún verið á yngri árum, það mundi hann, og i raun og veru væri hún alltaf falleg og sköruleg. Hann hefði ekki getað fengið betri konu. Og ánægjubros færðist yfir hrukkótta andlitið á Steinmóði gamla við þá hugsun. Hann hlakkaði til að koma heim og mega nú hvila sig á morgun, þvi hann hafði borið svo mikið vatn og eldivið f hús- in, að það mundi nægja á morg- un, enda ætlaði hann að fara i kirkju á jóladaginn. „Komdu sæl, góða min”, sagði Steinmóður gamli við konu sina, þegar hann lauk upp baðstofuhurðinni, og lagði pokann frá sér á kistu, sem stóð rétt fyrir innan dyrnar. „Hérna færi ég þér nokkuð til jólanna, kerling min”. „Komdu sæll. Og já, eitthvað er nú i pokanum. Annars höfum við nóg til jólanna, svo er guði fyrir að þakka — þó við fáum ekki þessar ölmusugjafir frá frúnum”,sagði Bryndis og herti sig við að þvo gólfið, sem hún var að enda við að gera hreint fyrir hátiðina. „Farðu nú úr utanyfirfötun- um og hvildu þig karlinn. Ég skal svo koma með kaffisopa handa þér, þegar ég er búin hérna með gólfið. En miðdegis- matinn færðu ekki fyrr en i kvöld.” „Já, það er gott að fá kaffi- sopa til að hressa sig á. Ég er orðinn hálflúinn af þessu rölti, ogsvoaðbera pokann, þvi hann er býsna þungur. Þær voru drjúgar að tina i hann f dag, blessaðar konurnar i Vikinni”. „Jæja, það er gott. Ég skal fara með hann, fram þegar ég er búin hérna”. Litlu siðar fór Bryndis fram og kom að vörmu spori með sjóðandi kaffi i merkurskál og færði manni sinum og heitar lummur með. Það hýrnaði yfir Steinmóði gamla, þegar hann leit drykkinn og lummurnar. Það var svo notalegt að renna niður dropanum, þegar hann kom kaldur og þreyttur heim. Siðan gekk Bryndis að skáp, sem var i einu baðstofuhominu, lauk honum upp og tók þar flösku með vini og hellti út i kaffið hjá karli sinum. Steinmóður leit upp stórum augum. Þetta hafði hún ekki gert lengi, að gefa honum dropa út i kaffið. Annars kom það varla fyrir að hann smakkaði áfengi. En gott var það að fá svolitinn dropa út i kaffi, þegar maður var kaldur og þreyttur. Hann iðaði i skinninu af til- hlökkun að fá að hressa sig á þessu. En hvað skyldi koma til að Bryndis gerði þetta núna. Þaö hlaut eitthvað að standa til annað en jólahátiðin. Þegar hann var búinn að drekka, hallaði hann sér aftur á bak i rúmið sitt til hvildar. Nú tók Bryndis til máls og var óvenju blið i rómnum : „Karlinn minn, undanfarna daga hefi ég veriö að hugsa um ofurlitið, sem mig langar til að minnast á við þig. Ég var fyrst i' vafa um það, hvernig þú mund’r taka i það, en eftir þvi sem ég hefi hugsað lengur um það, finnst mér það sjálfsagt að við eigum að gera það og að þú munir samþykkja það með ánægju”. Bryndis þagnaði og var eins og hún væri að hugsa sig um, hvernig hún ætti að bera umræðuefnið fram. Steinmóður þagði lika og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hvað skyldi það vera, sem hún vildi, kerlingin. Eitthvað sér- stakt hlaut það að vera fyrst hún hafði þennan formála fyrir erindinu. Svo. tók hún til máls aftur: „Eins og þú manst, drukknaði hann Jón nágranni okkar um veturnætur og varð þá konan hans,hún Sigriður einstæðingur með eitt barn, hana Herdisi litlu, sem er eitthvað fimm ára. Og núna i vikunni fyrir jólin andaðist svo Sigriður og nú er Herdislitla einstæðingur, sem á engan að og liggur ekkert fyrir henni nema sveitin, og svo að hrekjast eitthvað suður i vor á sveit foreldra sinna, þvi þau voru ættuð að sunnan. Hann Grímólfur kaupmaður tók hana til sin fram yfir hátiðina eða þangað til að búið er að koma móður hennar i gröfina. Hann er oddviti og varð eitthvað að ráða fram úr þessum vandræðum. Ég heyrði i gær, að hann væri að reyna að koma henni niður, en það vildi enginn taka hana. Nú hefir mér dottið til hugar, með- fram af því að Sigriður sáluga var ofurlitið kunnug hérna og kom nokkrum sinnum með stelpuna hingað og bað mig fyrir hana meðan hún var i vinnu, hvort við ættum ekki að taka hana til okkar, núna um jólin og ala hana upp á meðan við getum. Hvað segir þú um það karlinn minn?” Steinmóður gamli leit upp stórum undrunaraugum á kerl- ingu sina. Svona langa ræðu hafði hún ekki haldið lengi og svo þessi dæmalausa fjarstæða, að þau færu að taka barn til fósturs, þau sem varla gátu unnið fyrir sjáifum sér. Það var ómögulegt að kerlingunni væri alvara með þetta. Það var bezt að látast ekki heyra það og gegna þvi engu. Bryndis þagði um stund, en tók svo til máls aftur, þegar Steinmóður þagði. „Ég sé að þú ert að hugsa um þetta og það er gott. Ég er viss um að það er gustukaverk að taka stelpuna, sem er heldur kjarklitil og þolir illa að flækjast á milli vandalausra. En ég veit, að hún unir hjá mér, og ég veit, að hún mun gera sér það að góðu. Hún er vön við fátæktina og hún þekkir sig bezt hér. Svo getur hún orðið okkur til gamans og gagns, þvi hún getur hlaupið fyrir mig smásnúninga, fært þér matinn og kaffi, þegar þú ert i fiskvinnu á sumrin. Ég er nú orðin gömul og stirð til hlaupa. Ertu þessu ekki sam- þykkur?” Jóhannes Friðiaugsson ■ Steinmóður reis upp i rúminu. „Mér finnst þetta varla svara vert. Heldur þú að við höf- um efni á þvi að fara að taka vandalausan krakka fyrir ekki neitt. Við sem varla getum unn- iðfyrir okkur, hvað þá fyriröðr- um. Mér finnst þetta ekki ná neinni átt að tala um slikt og ég er alveg hissa á að þér skyldi detta önnur eins vitleysa I hug.” „Þetta er engin vitleysa. Ég hef hugsað mikið um þetta, og ég veit að við getum vel gert það. Við erum ekki efnuð, það veit ég vel, en við höfum nóg, og það munar ekki um að bæta einu barni við. Ég er viss um, að það er góðverk að taka hana og við höfum ekki gert mörg góðverk um dagana. Og þú mast hvað frelsarinn sagði: „Það sem þér gjörið einum af yðar minnstu bræðrum það gjörið þér mér.” „Heldurðu ekki að það væri nær að einhverjir, sem eru efnaðri en við, tækju hana. Þeir sem hafa nóg af öllu, t.d. kaup- mennirnir eða presturinn.” „Það er ekki til neins að tala um það. Þeir gera' það ekki. Ég þekki þá of vel til þess, þessa höfðingja.” Steinmóður gamli var i vand- ræðum. Honum fannst þetta ekki ná nokkurri átt að taka barnið, ég heyrði að Bryndisi var þetta alvara, og hann þekkti það, að það var ekki gott að fá hana til að hætta við það, sem hún var einu sinni ráðin I að gera. Hann vildi þvi reyna að fara einhvern meðalveg og vita hvort hún léti sér ekki nægja með það. „Ég væri máske ekki trá þvi að taka krakkann, til vorsins, eða þangað til að búið væri að koma henni fyrir, ekki sizt ef ég fengi einhverja þóknun hjá hreppsneíndinni fyrir það. Ertu ekki ánægð með það?” „Nei. Annaðhvort tek ég hana alveg og hef hana meðan við getum og það meðgjafarlaust eða ég skipti mér ekkert af þessu máli. Hitt er ekkert góð- verk. Og ég er viss um að guð mun blessa vinnu okkar svo að við verðum sjálfbjarga á meðan við þurfum þess með. Og ein- hvers staðar stendur það, „að þar sem björg só til handa tveimur, er nóg handa þeim þriðja”. Okkur munar ekki svo mikið um að gefa einu barni að borða, og þótt stundum sé þröngt I búi hjá okkur, þá vona égaðhann,sem alla fæðir, muni einnig hjálpa okkur. Nú fara jól- in að byrja og mig langar svo mikið til að taka Disu litlu til okkar strax. Ég fann hana i gær og sýndist hún öll grátbólgin og svo dauf. Henni bregður við að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.