Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 60

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 60
60 JÓLABLAÐ 1975 Nokkuö hefur það kynt undir spár af þessu tagi, að veðurfar hefur farið kólnandi síðustu einn eða tvo áratugina. Fá ár hafa náð meðaltali hvað hita snertir, en viðmiðunin er reyndar að al- þjóðasiö meðaltal áranna 1931—60, sem sennilega hefur verið eitt hið hlýjasta 30 ára tima- bil frá upphafi Islandsbyggðar. Miklu eðlilegra virðist að styðjast viðmeðaltal fyrir lengri tima. Ef við litum á meðalhita i Stykkis- hólmi, sem er elzta veðurstöð á Islandi, en mælingar hófust þar 1846, þá var meðalhiti þar 1931—60 4,2gr. C, en meðalhiti ár- anna 1846—1960, þ.e. i 115 ár, 3,4 gr. C. Ekki er að efa að hefði verið miðað við meðaltal þessa langa timabils hefðu fleiri ár frá 1960—74 náð þvi að vera meðalár. Annars er hugtakið veðurfar eða loftslag mjög margslungið, þar skipta auk lofthita, sólskin, vindar og úrkoma miklu máli. Arið 1974 var talið meöalár hvað hitastig snerti, þótt það hafi verið eitt hið mildasta og sólrikasta um langt skeið. Að lokum skal á það bent, að næsta litil hætta virðist á þvi, að jökulskeiö bresti skyndilega á, heldur verða jökulskildir til við hægfara kólnun, svo sem sjá má af þvi, að það tók jökulskildi sið- asta jökulskeiðs 50.000 ár að ná Fjörumór á Seltjörn á stórstraumsfjöru. Mórinn er myndaður ofan sjávarmáls fyrir 9000-3000 árum, en síðan hefur landið sigið i sjó, hámarki. Hins vegar tók bráðnun svo að hann fer á kaf í hverju flóöi. þeirra ekki nema 10.—12.000 ár. einnig stórir skrið- eða daljöklar á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Telja má að kulda- kast þetta sé viðhlitandi timasett með C14-aldursákvörðunum á •skeljum úr sjávarseti á Suður- landi, t.d. við Spóastaði viö Brilará og við Hellisholtslæk i Hrunamannahreppi. Fyrir 10.000 árum hlýnaði skyndilega i veðri, svo að megin- jökullinn bráðnaði mjög hratt. Svo skjótt gerðist þetta, að jökull- inn var algerlega horfinn af Tungnaáröræfum þegar Þjórsárshraunið mikla kom þar upp fyrir 8000 árum, en þar hafði jökullinn einmitt verið þykkastur. Loftslagsbatans, sem olli hinni hröðu bráðnun islenzka megin- jökulsins, gætti um allan heim, og eru þvi sett þar timamörk, og is- öld talin lokiö og nútimi taka við. Sjávarstöðubreytingar A isöld og framan af nútima hafa orðið miklar breytingar á sjávarstöðu. Þær eru einkum á tvennan hátt tilkomnar. I fyrsta lági hegða löndin sér likt og f jöll á floti eða skip, þau siga undan fargi en lyftast þegar farginu er létt af þeim. Jöklar þrýsta þvi löndunum niður, þegar þeir leggj- astyfir þau og mest þar sem þeir eru þykkastir. I öðru lagi batzt mikið af vatnsbirgðum jarðar i jöklunum á jökulskeiðunum, en allt er þetta vatn komið úr úthöf- unum. Á jökulskeiðunum lækkaði yfirborð sjávar af þessum sökum um 100—150 m, en steig siðan aftur, þegar jöklar bráðnuðu, en þeir voru á siðasta jökulskeiði nær þrisvar sinnum stærri en nú- verandi jöklar. Væru núverandi jöklar bræddir myndi yfirborð heimshafanna hækka um 60 m og vlru þá hafnarborgir jarðar úr sögunni og einnig mörg hin frjó- sömustu láglendi. Meðan á leysingu isaldarjök- ulsins stóð og þó einkum eftir að bráðnun hans lauk, lyftist landið. Vegna tregöu jar.ðskorpunnar reis landið þó hægar en hörfun og þynning jökla gaf tilefni til, svo að sjór fylgdi i kjölfar hinna hopandi jökla og flæddi inn yfir núverandi láglendi. Siðar náöi landlyftingin yfir- höndinni yfir sjávarboröshækk- uninni vegna leysingarvatns frá ört bráðnandi jöklum viða um heim. Bera fornar strandlfnur, marbakkar og leir með skeljum langt inni i landi og hátt yfir sjó þessu glöggt vitni. Mikill hluti nú- verandi láglendis var undir sjó, t.d. var Suðurland allt einn flói fyrir 10—12.000 árum, en úti á þessúm flóa sköguðu m.a. upp eyjarnar Hestfjall, Vörðufell og Skarðsfjall. Borgarfjörður var einnig fjörður og sköguðu múl- Sjór yfir láglendi fyrir 11.000 árum og jaöar Búðajökulsins. arnir milli dalanna i sjó fram, en firðir teygðust inn i dalina. Akra- fjall var þá eyja. Norðanlands og austan voru flestir dalir firðir og mun sjór hafa náö i Eyjafirði inn undir Melgeröismela, en á Fljóts- dalshéraði inn i Fljótsdal langt inn fyrir Hallormsstað. Mikill hluti Reykjavíkursvæðisins var einnig undir sjó, meginlandið byrjaði ofan Artúnsbrekku og i Breiðholti. Hæð hæstu fjörumarka er breytileg eftir landshlutum. Hæst eru þau i innsveitum Suðurlands 100—110 m yfir núverandi sjávar borði, enda jökullinn einna þykk- astur þar. 1 Reykjavik eru þau i 43 m hæð, I Borgarfirði i 80—90 m, á Akureyri i 26 m, en á Fljótsdals- héraði i um 50 m. Segja má að um 3/4 hluti allra byggðra bóla sé á þessum foma sjávarbotni. Þessar sjávarmyndanir eru mjög nýti- legar, t.d. er meginhluti alls steypu og ofaniburðarefnis tekið úr þeim. Aldur hæstu fjörumarka er um land allt mjög svipaður, eða 11—12.000 ár. Aðeins þar sem tungur Búðajökulsins gengu i sjó fram eru þau yngri en 10.000 ára, en þar háttar venjulega svo til, að fjörumörkin innan jökulgarðanna eru 10—20 m lægri en utan þeirra. Landlyftingin á hinu þúsund ára langa Búðaskeiði hefur þvi verið 10—20 m. Landiyftingin varð siðan mjög hröð og var fjöruborðið fyrir 9000 árum um 5 m lægra en nú, og fyrir 8000 árum um 15 m neðar, svo sem sjá má af þvi, að við bor- anir i Flóa og ölfusi gegnum Þjórsárhraunið mikla, sem er einmitt 8000 ára gamalt, hefur Komið i ljós að hraunið hefur ekki lent i sjó á þessu dýpi. ísland var þvi miklu stærra á þessu timabili en nú. Fyrir um 3000 árum mun sjávarmál hafa veriö um 5 m lægra en nú, og siðan hefur meginhluti landsins verið að siga og á það ekkert skylt við lofts- lagsbreytingar eða jökulmyndun, heldur mun landsigið vera af inn- rænum toga spunnið — kannske vegna legu landsins á hinum mikla og eldbrunna Atlantshafs- hrygg. Orsakir loftslagsbreyt- inga og hrakspár Um orsakir hinna miklu lofts- lagssveiflna, sem gengu yfir jörðina á isöld, er litið vitað, en þær urðu samtimis á norður- og suðurhveli. Fjöldi kenninga hefur verið settur fram um þær. Helzt er talið, að þær séu tilkomnar vegna breytinga á útgeislun sól- ar, og virðist svo sem isaldir hafi gengið yfir jöfðina á 250 milljón ára fresti og gæti það einmitt bent til þess, að sólin sé undirorpin reglulegum, langvarandi sveifl- um. Hins vegar eru skammtima veðu rfa rssveiflur háðar skammæjum breytingum á haf- straumum og loftstraumum. A siðari árum hefur skotið upp veður- eða loftslagsspámönnum i fjölmiðlum erlendis og þeir hulið sig visindablæju. Spárnar hafa flestar gengið i þá átt, að búast megi viö m jög versnandi loftslagi á næstunni og jafnvel að ný isöld muni bresta á bráðlega. Islenzkir fjölmiðlar hafa gleypt við þessum hrakspám hráum og ekki leitað á- lits islenzkra fræðimanna. Við ís- lendingar eigum sennilega betri ritaöar heimildir og jarðfræðileg gögn um breytingar á loftslagi á siðustu öldum en nokkur önnur þjóð. Um þessar erlendu hrak- spár er það að segja, að þær eru flestar byggðar á lélegum heimildum og vafasömum rann- sóknum. Þess var getið hér að framán, að orsakir veðurfars- og loftslagssveiflna væru litt þekkt- ar og spárnar þvi ekki betri en efni standa til. öll vitum við hversu oft er erfitt að gera veður- spá einn dag fram I tímann, hvað þá ár og aldir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.