Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 58

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 58
58 JÓLABLAÐ 1975 Þorleifur Einarsson Útbreiösia jökla I Evrópu á næstsiðasta (Saale) og siðasta jökulskeiöi (Weichsel). Einnig er sýndur jökuljaðarinn á Búaskeiði (Salpausselka). Þorleifur Einarsson: ísaldarjöklar á íslandi og sjávarstöðubreytingar V Fram undir siðustu aldamót, var álitið að isöldin hefði verið einn óslitinn fimbulvetur. Þeirrar skoðunar var m.a. Þorvaldur Thoroddsen, enda skipti hann is- lenzka jarðlagastaflanum aðal- lega i tvær jarðlagadeildir, þ.e. jarðmyndun orðna fyrir Isöld og jarðlög mynduð eftir isöld. Skömmu fyrir aldamót sýndi Þjóðverjinn Albrecht Penck fram á það með rannsóknum I Alpa- fjöllum að Isöldinhefði ekki verið einn óslitinn fimbulvetur, heldur hefðu skipzt á hlýskeið og jökul- skeið og hið sama sýndu einnig rannsóknir Helga Pjeturss i BUlandshöfða á Snæfellsnesi, á Tjörnesi og viðar um siðustu aldamót. Jökulskeiðin voru fram á sjöunda tug þessarar aldar ta.lin vera 4 eða 5 og isöldin hafa staðið i 600.000 ár til eina milljón ára. Rannsóknir á Tjörnesi á siðasta áratug og siðar víöa um heim benda til þess, að jökulskeiðin hafi verið miklu fleiri hériendis, a.m.k. 12, og að fsöldin hafi staðið a.m.k. l,8miiljón ára og þó senni- lega miklu lengur, eða 3 milljónir ára. Loftslag á hlýskeiðum isaldar mun hafa verið svipað og nU, en á jökulskeiðum 5-10 gr. C lægra og snælina þá hafa legið 500-1.000 m neðar en nú. Litið er vitað um lengd einstakra hlý- og jökul- skeiða. Sennilega hafa skeiðin staðiö um 100.000 ár hvert og hlý- skeiðin sennilega verið lengri en jökulskeiðin. Löngum reyndist mönnum erfitt að skýra tilkomu hnullunga og grettistaka ættaðra frá Skandinaviu i jökulruðningi suður i Þýzkalandi og á Bretlandseyj- um og töldu ýmsir þau hafa borizt með ísjökum eða jafnvel I Nóa- flóðinu. Enfyrir réttum lOOárum, þ.e hinn 3. nóv. 1875, fann Sviinn Otto Torrell jökulrákir á klöpp við Berlin, en áður hafði Sviss- lendingurinn Venetz-Sitten sýnt fram á það árið 1821, að jöklar hefðu áðurfyrr verið miklu stærri en nú i ölpunum. Báðar þessar uppgötvanir leiddu isaldar- rannsóknir inn á nýjar brautir, einkum þó uppgötvun Torrels. Litið er vitað um útbreiðslu jökla á hinum eldri jökulskeiðum, enda máðu jöklar næstsiðasta jökulskeiðs mjög ummerkin, en þeir höfðu mesta útbreiðslu isald- arjökla, en næstsiðasta jökulskeið var hið harðasta, sem kom á is- öld. Verksummerki jökla slðasta jökulskeiðs, eru hinsvegar viðast mjög glögg, en það hófst fyrir 70.000. árum. Þessi ummerki eru einkum jökulgaröar, sem orpizt hafa uppi við jökuljaðra, jökulrákir á klöppum og klappir með hvalbakslögun, jökulruðn- ingur með dreifarsteinum eða grettistökum, sem stundum hafa borizt hundruð eða jafnvel þús- undir kilómetra með jöklum. 1 Norður-Evrópu var á sfðasta jökulskeiði stór meginjökull og var ismiðja hans á norðanverðri Skandinaviu. Hann náði mestri útbreiðslu fyrir um 20.000 árum og lá jarðar hans frá sunnanverðu Irlandi og austur yfir Mið-Eng- land, um Jótland og þaðan austur um Þýzkaland sunnan Berlinar og Pólland sunnan Varsjár og um Valdai-hæðir i Rússlandi norður til Hvftahafs. 1 Norður-Ameriku huldi megin- jökullinn nær allt Kanada og lá jaðar hans um norðanverð Bandarikin sunnan vatnanna miklu, sem reyndar eru jökul- tunguvötn mynduö á svipaðan hátt og Jökulsárlón á Breiða- merkursandi. Þegar árið 1839 renndi Jónas Hallgrimsson og danska jarð- fræðinginn Jafetus Steenstrup grun i, þegar þeir voru að skoða jökla hérlendis, að jöklar hefðu endur fyrir löngu verið miklu stærri á Islandi en þetta sannaði þó fyrst danski náttúrufræðingur- inn Hage Matthiesen árið 1846, er hann fann viða suðvestan lands jökulrákir á klöppum langt frá núverandi jöklum. Smám saman fundustsiðan fornar jökulmenjar um nær allt land, voru það ýmist jökulrákaðar klappir eða ýmiss konar jökulruðningur, sem orðið heföi til við skrið jökla á siðasta jökulskeiði. Að þessum rannsókn- um unnu þeir mest Þorvaldur Thoroddsen og siðar Guðmundur Kjartansson, þótt margir aðrir hafi vitaskuld einnig lagt hönd á plóginn. Síðasta jökulskeið Á siðasta hlýskeiöi Isaldar, en það er kennt við Fossvog við Reykjavik, enda jarðlög frá þessu hlýskeiöi mjög heilleg þar, mun loftslag hafa verið m jög svipað og á nútima, jafnvel aðeins mild- ara. Liklega hafa jöklar á Foss- vogshlýskeiði verið svipaðir að stærðog nú, aðeins minni. Fyrir um það bil 70.000 árum tók svo að kólna i veðri og tóku jöklar þá að stækka, siðasta jökulskeið var að ganga I garð. Stórir jöklar mynd- uðust liklega fyrst á hálendinu þar sem nú er Vatnajökull, Hofs- jökull og Langjökull. Smám saman uxu þeir og sameinuðust og urðu að stórum isskildi. Ekki var kólnunin og jökulmyndunin sifelld, heldur komu tveir hlý- indakaflar, annaí fyrir um 50.000 árum en hinn fy'riir um 30.000 ár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.