Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 30
30 JÓLABLAÐ 1975 Sér til undrunar fann maðurinn i gdlganum, að hann var ekki dauður, og þó var hann búinn að hanga lengi, allir voru farnir heim. Hann fann, að súgaði upp um lúguna undir fótum hans og að honum var kalt á fótunum, siðan, að hann var með hálsrig. Verkur- inn var megn og kverkar hans voru þurrar, svo að hann gat ekki rennt niður. 1 rauninni er þetta framhald fánýtt, hugsaði hann — og beinlinis neyðarlegt, þvi að hendur hans voru bundnar aftur fyrir bak, og ef hann hreyfði þær hið minnsta var viðbúið að það hrykki sundur, sem af einhverj- um ástæðum var enn heilt, við snúning, sem kæmi á likama hans. Þeir höfðu tekið bindið frá augum hans til að nota það á næsta mann, sem hékk nú við hlið hans, það sá hann. Furðulegt fannst honum, að hann sá betur en nokkurn tima fyrr, ekki aðeins skýrar heldur var sjónsvið hans einnig viðara, hann sá samtimis beint út undan sér, upp fyrir sig og niður. Undir fótum hans var holan, svört, svo að sá ekki i botn, ofan við hann blár kvöldhiminn, sitt hvorum megin óhrjálegir náir i gildum reipum. Framundan voru húsin i þorpinu, kyrrðarleg og hvit, hreinleg. Hann langaði enn til að búa i svona húsi og skildi ekki i, hvers vegna aldrei hefði orðið úr þvi’ að hann staðfestist, einsog aðrir, i litlu hvitu húsi með garðflöt framan við og reykháf, með reglulegum svefn- og matar- timum. 1 staðinn hafði hann lesið sig gegnum lif sitt, eins og hnúta- letur sem hann þættist skilja en væri ofviða vitsmunum hans. Svo hafði honum virzt og að flestum öðrum en honum væri slik lestrarkunnátta meðfædd, eða að minnsta kosti of auðfengin til að ástæða væri til að gefa henni sér- stakan gaum, hún var þeim auka- atriði. Ekki öllum. Fáeina hafði hann hitt, sem eins var farið og honum sjálfum. Hann hafði séö það á lát i æöi þeirra. En frá tilliti hans v^r þvi likast, sem hann hefði jafnan veriðbak við skotheldan glervegg; hann náði ekki til þeirra. Hann var dcki einu sinni fær um að greiða þá frá réttum og sléttum óbótamönnum, svovar um suma þá, sem á torginu töluðu. Og svo var um þá, sem með honum héngu. Fyrr um daginn hafði hann séð þeim bregða fyrir, er múgurinn flutti þá að;hvom úr sinni átt, likt og múgurinn hefði fundið þá á útskæklum byggðar- innar eins og hann, að dunda við eitthvað sem þeir gátu ekki hent reiður á sjálfir. Hann hafði heyrt til þeirra úr þvögunni, hróp, köll, ekkert um fram það, sem hann var alvanur að votta sem áhorfandi við athafnir sem þessa. Numið þessi hljóð sem rótgróna, helga siðvenju, án þess að gera sér grein fyrir að nú var þátttaka hans önnur og meiri en áhorfandans. Hann hafði upplifað athöfnina innan frá, kynnzt þvi, sem aðeins fáeinum útvöldum gafst færi á, og ekki fyrr en nú gerði hann sér grein fyrir sér- stöðu sinni. Hann sá af svip hinna, að hann var einn eftir, að sá sem athöfnin var helguö og allt snerist um, hafði af einhverjum ástæöum sniðgengið hann einan. Spurningarnar, sem vöknuðu i huga hans, snerust þar og komst ekki út. Kannski höfðu særingarnar verkað. Hinar aldagömlu merkjasamraðanir, sem hann hafði glimt við að ráða eins og siðvenja mælti fyrir um menn eins og hann, vitandi samt fyrir fram að þær voru of margræðar og of langt að komnar til að at- hugun hans gæti nokkurn árangur borið eða kallazt á máli þeirra, sem í húsunum bjuggu, neitt annað en dund. Særingar nefndust þær, svo kvað siövenjan, og það var hiö eina visa um þær; af þeim sjálfum hafði honum aldrei tekizt, að nema neitt annað en, óljóst, mynd sjálfs sins, mynd, sem hann ætlaði sig sjálfan og varsérstæðari en svo að hann gæti borið sig saman við hina, sem eins var ástatt fyrir, en hver um sig hafði orðið sér úti um særingar meö sama hætti, sumir sömu særingarnar. Munnmæli kváðu svo, að sá, er réð, yrði ódauðlegur, og að ódauðleiki hans næði með óbeinum hætti einnig til fólksins. Þess vegna afbar það þessa menn á slna ómeðvituðu vísu, en réðst meö sama hætti einnig gegn þeim, þegar þolin- mæði þess var á þrotúm, og festi þá upp. Á þeim tíma, sem tekur munnmæli að verða til, skolast flest til, og enginn trúði að visu lengur á visi þessara, en munnmæli búa yfirþeim mætti að geta haldið aftur af sannfæringu manna, hve fgrunduð sem hún er. Honum þótti hneykslanlegt, ef hann hafði orðið ódrepandi fyrir tilstilli særinganna, I stað þess að öðlast ódauðleika. Hann hafði heldur ekki komizt nærri þvi að ráða þær, eftir þvi sem hann vissi bezt. Með þvi að snúa aftur til lifsins við þessar aðstæður for- smáði hann i senn vilja meiri hlutans og aldagamla hefð. Þannig hugsaði hann og var undir niðri samtimis að vona, að ekki færi að hvessa, þvi að hann vissi, að við þvi mátti hann ekki. skuggum, og missir svo sjónir af þeim. Kvöldið er kyrrlátt, veörið milt og blitt. Bláir litir yfir fjöll- um i fjarska. Og engjar og akrar handan þorpsins með grænum gróskublæ, þótt sumarið sé varla hafið. Og nú kemur hann auga á fugla i holtinu umhverfis pallinn. þeir eru gráir og litlir og á sifelldu vappi. Oghann kemst við. Hann hafði varla veitt þessum fuglum athygli fyrr, svo niður- sokkinn hafði hann alla tið verið i að ráða særingar, fannst honum, alla tið frá þvi hann var barn og lét stjórn- ast af fleiri siðvenjum en einni. Þeir hlutu að hafa verið þarna fyrr en nú. Kannski voru þeir að gera sér hreiður. t huga hans kom mynd af barni að skoða fuglshreiður, og hann vissi, að þetta barn var hann, en þekkti stætt þvf sem honum var ráðlagt, hugsaði hann mikið um hann þess utan. Nokkur ár liðu, og honun var farið að finnast, sem hann væri þessi hrafn. Nefndi það ekki við neinn, hugsaði það aðeins. Og þvi var það, að hann tók þroska með öðrum hætti en jafn- aldrar hans, fólk gaf þvi gaum, að hann var öðru visi I háttum en þeir, en gat ekki gert sér glögga grein fyrir hvernig öðru visi. Hann var áhugalausari en al- mennt var um málefni hvers- dagsins, fálátur, en nokkuð þó striðinn með sérstæðum hætti hugaðri og fór út fyrir alfaraleið að þvi er virtist án umhugsunar. Honum lynti ekki vel við fólk yfir- leitt og þvi ekki við hann. Dag einn, þegar hann var orðinn stálpaður, átti hann leið kynni að fylgja, sem og annað háttarlagi þeirra yfirleitt. Særingar voru kvæði á máli, sem var keimlikt þvi er fólkið i þorpinu talaði, en var þó ekki hið sama. Munurinn var ekki mikill, lá kannski eingöngu I þvi, að þær urðu ekki talaðar, heldur aðeins hugsaðar. þær voru keimlikastar samræðum, sem manni þykir hann heyra ávæning af i draumi og finnst hann skilja, en getur þó ekki hent reiður á. Einkum voru orðaröðunin' og sum orðanna framandleg, og þverstæðan, sem hvorki þorpsbúar né hinir, sem réðust i að rða særingar, gátu yfirstigið, að þvi dýpra, sem hinir siðarnefndu sökktu sér i verkefni sitt og þvf lengur sem þeir störf- Þorsteinn Antonsson: LA USNIN (Smásaga) Af mikilli varfærni brá hann fingrunum á böndin öðru hverju, hnúturinn var ofan á úlnlið þeirr- ar handarinnar, sem innar var, hann komst ekki að honum, heldur reyndi i staðinn að draga úr hnútnum og liðka böndin. En hann var of máttfarinn. Hann mátti ekkert á sig reyna, þá fór hjartað að hamast i brjósti hans og hann náði ekki andanum. Þegar hann hafði gefizt upp við böndin, tók hann að reyna að koma fótunum upp á skörina. Hann var sokkinn að hnjám i myrkan svelginn og hann myndi varla ná að tylla nema tánum á pallinn, þótt hann glennti sundur fæturnar einsog hann gat og væri fær um að lyfta þeim. Hið siðasta var örðugast. Hann skaut út rassinum til að halda jafnvægi, glennti út fæturna og kreppti hnén. öndunin stöðvaðist og hann létfæturna siga. Löng stund leið, siðan reyndi hann aftur, var, sem snöggvast, likur kónguló, sem hangir i þræði sinum neðan i trjá- grein, en með sömu afleiðingu. Og nú leið yfir hann. 1 holtinu ofan við gálgann vöppuðu hrafnar. Sólin var að setjast. Þegar hannrankaði við sér, var honum óglatt. Nú er þessulokið, hugsaði hann. Ef ég æli, kafna ég örugglega. Hann reyndi að anda reglulega. Og þó um fram allt að hugsa ekki um sjálfan sig, reyndi að vinsa úr þvi, sem hann sá, og einbeita sér. Ekki alltaf að vera að hugsa um sjálfan sig, en það var ein þeirra reglna, sem giltu i þorpinu og hann hafði verið undanþeginn um langa hrið; nú reyndi hann að vera eins og þorpsbúi. Hvað sé ég? hugsaði hann. Þarna er stúlka að gefa hænsnum, þarna menn að járna hest. Þarna kona að tala við aðra yfir grindverk. A nokkrum stöðum rauk úr strompi. Þarna hittast maður og kona, hugsaði hann og ákvað að fylgjast með þeim. Þau ganga inn götuna (harðtroðna, meðsorprás um hana miðja) hverfa fyrir hom. Nokkur stund liður, svo koma þau i ljós aftur á hliðargötu, hverfa, koma i ljós. Hann fylgist með þeim inn þriðju götuna, það þó ekki nema af útlitinu og var feiminn við það. Og af þvi að hann var að hugsa um þessa gráu fugla og nóttin nálgaðist, þá komu honum i huga hrafnar, og þar með eftirlitsmaðurinn. Um miönætti myndi hann koma og taka náina ofan úr gálganum, það var venja, vegna hrafnsins. I særingunum var mikið fjallað um þann fláráða fugl. —o— Hann hafði átt hvftan hrafn og til þess urðu afbrigði hans rakin. Hann mundi drenginn og dreng- urinn var hann og drengurinn haföi átt hrafninn. Hann hafði búið i þorpinu þá. Hann hafði reikað um holt og móa, eins og önnur börn. En oftast lengra, oftast út á skjön við hópinn. Stundum orðið seinni hinum heim aftur. Svo margt var að skoða. Eitthvert sinn hafði hann verið að prila i klettum, og þá rekizt á fuglinn. Hann þekkti hann ekki, hvitan, hálfstálpaðan og alfiöraðan en ófleygan. Eftir hlaup upp og ofan holtiö, hafði hann náð fuglinum, og hann hafði haft hann með sér heim. 1 fyrstu þekkti hann engan. Drengurinn setti fuglinn i kassa og gaf honum að éta, og svo, dag einn, krunkaði fuglinn, og þá var ekki um að villast. „Hvitur hrafn!” sagði fólkið og það lagði út af þessu á ýmsa vegu. Sumir spáðu gæfu, aðrir ógæfu, og þeir voru fleiri. Honum var ráðlagt að sleppa fuglinum eða drepa hann. En drengurinn átti hrafninn lengi og kenndi honum kúnstir. Svo fót- brotnaði faðir hans , bann var á leið i vinnu i björtu og á jafn- sléttu. Fuglinum var kennt um. „Bezt að eiga ekkert á hættu,” hafði faðir hans sagt. Og dreng- urinn átti tveggja kosta völ. Hann fór með fuglinn upp i holtin, þaðan varö ekki séð til þorspins, og sleppti honum. Fuglinn kom tvivegis aftur til þorspsins, og fólkið stuggaði honum burtu. Undir vetur fannst hviti hrafninn dauður. Talið var, að aðrir hrafnar hefðu drepið hann. Frá þerri stundu tók drengurinn að likja sjálfum sér við fuglinn, sérstaklega við mótlæti, og gagn- um torgið, eins og oftar. í það sinn greip hann upp orð úr ræðu manns, sem þar talaði, og skildi, að maðurinn var að tala um hrafna. Maðurinn notaði orðið „blængur” aftur og enn, og ungiingurinn fann á sér merkingu þess, án þess að skilja sam- hengið. Upp frá þvi varð honum tiðförult á torgið að hlusta á þá menn sem þar töluðu, þrátt fyrir að fólk virti honum það til vansa. Óheimilt ar að halda uppi sam- ræðum við ræðumenn nema á sérstakri mállýzku, sem var svo orðfá, að hún gaf engum tækifæri til hugmyndaskipta heldur aðeins þjálfunar i vanabundinni um gengni við þetta menn, hvað þá, að menn settust við fótskör þeirra til að nema málið, sem þeir sjálfir töluðu. Tilefni banns- ins var málvernd þorspbúa og meirihlutavilji og lög, að vitundarstig manna yxi ekki um- fram greind, enda sáu allir þær hættur, sem i þvi eru fólgnar að . fólk tæki að hugsa hugsanir, sem það skildi ekki sjálft. Eftirlitið sá um, að velsæmis væri gætt, og það stuggaði honum oftsinnis burt, því að hann gerðist svo laginn við að beita hinni heimiluðu mállýzku, að hann náði að gefa til kynna nýjar hugsanir með henni, óljósar og með þviliku orðahröngli, að það vakti undrun eða jafnvel ótta ræðumanna og ekki önnur viðbrögð, nema svipbrigði, en þar með tortryggni eftirlitsins, sem ekki gat bakþankalaustgreinti milli hvort tiltal hans féll innan eða utan við settar venjur. Og varð af þessu enn sérlegri i háttum. Hann tók að hafa upp eftir hinum, sem voru komnir áleiðis með að verða utan veltu, pat og þras og lýkti eftir lyndiseinkunn þeirra, fúllyndi eða óhöflegri glaðværð, en það var hinum að likindum geðslag, óhjá- kvæmilega, sem leiddi af innra ástandi, var honum aðferð. Hann sóttist nefnilega visvitandi eftir að fullkomna utanveltuásig- komulag, sem hafði með árunum orðið eiginlegt, og beinlinis vænti þess að verða settur i að ráða særingar og þar með geta kynnt sér þá kynngi, sem hröfnum uöu að þvi, þeim mun firrtari urðu þeir skilningi á máli þorps- búa, þvi nær sem þeir komust að ákveðinni niðurstöðu við athug- anir sinar, þeim mun óliklegra varð að nokkur skildi hana annar en athugandinn. Timi skipaði mikið rúm f þess- um kvæðum, að þeirri niðurstöðu hafði maðurinn I gálganum komizt. Og það var ekki þess- konar timi, sem þorpsbúum var kunnasturog likja mætti við hvel, sem snerust innan I öðrum, allt frá hinum smágerðu þarfanna til hinna stærri dags og nætur og hins enn þá umfangsmeira ársins, er ævinlega var sem nýtt og þó hið sama að loknum fullum snúningi um sjálft sig. Timi þess- ara kvæða leið. Stund, sem var liðin, kom aldrei aftur, likt og til- brigðahæfnin væri frumeiginleiki hans. Þótt tlðarheitin væru hin sömu, dagur, nótt, sólarhringur, ár, var lika sá munur á, hvað spannst fram af öðru, samhang- andi og markvisst. Likt og i sögu. Sú var lika hin óviðráðanlega freisting allra meginpersóna kvæðanna — en þau fjölluðu um fólk öðrum þræði — að leita meiningar eða sögu. Sumar þeirra, þær, sem mest var af látið, sköpuðu sjálfar söguna, þær framkvæmdu verk, sem höfðu áhrif, en oft héldu áfram að verka um langt skeið, stundum voru þau áhrif, sem þesslags verkum fylgdu glundroðakennd, blæbrigði á tvistringi til allra átta, og þá nefndist persónan, sem vakti þau, hetja, ella voru áhrifin I sam- ræmi innbyrðis og við önnur at- vik, og þá var áhrifamaðurinn kallaður vitmaður eða spakur. I sumum kvæðanna var getið manna, sem gengu enn lengra þessum og héldu þvi fram, að sjálfur timi kvæðanna væri áhrifavaldur: sumir sögðu, að hann hegðaði sér eins og hetja, aðrir, eins óg spekingur þeir deildu á hina. Með þessum siðastnefndu hélt maðurinn i rimmum þeirra við hinar mann- gerðirnar tvær, þvi að hann æskti þess stöðugt að lifa i heimi án or-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.