Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 66

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 66
66 JÓLABLAÐ 1975 Jú. Vist sá Friðrik það. Faðir hans var hörkuduglegur. Þegar nýja barnaheimilið var vigt, stóð i öllum blöðunum að forseti bæjarstjórnarinnar ætti öllum öðrum fremur heiðurinn af þeirri framkvæmd. Vinabæirnir á Norðurlöndunum höfðu lika margháttaða reynslu af þvi, að það voru nánast engin takmörk fyrir þeirri gestrisni, sem bærinn, með forseta sinn i broddi fylkingar, lét i té. Enginn kunni tölu á þeim vináttuböndum, sem bundin voru undir hans for- ustu. Á ferðamannatimanum lögðu margir hópferöabilar leið sina að ráðhiísinu. Auðvitað hafði bærinn i þjónustu sinni menn til að taka á móti þeim sæg, sem streymdi þá i ráðhúsið, en ætti forsetinn frjálsa stund, gátu heiðursgestirnir lifað þá sérstöku merkisstund að hann sjálfur, með volduga forsetakeðju á breiðum herðum, breiddi út faðminn og segði: Velkomnir. Velkomnir hingað. Við vonum aö þið kunnið vel við ykkur hér. Friðrik sagði mér ekki þetta. En ég vissi að svona var það, þangað til fyrir fjórum árum. Ég yfirgaf ekki klefann fyrr en seintum kvöldið. Það var svalur súgurinn um litla gluggann efstá veggnum. Yfir múrvegginn um fangelsisgarðinn i 12—15 metra fjarlægð sá ég, að daufum bjarma sló á himininn frá ótal auglýs- ingaljósum. Skemmtisvæði all- nærri, sem lýst var marglitum ijósum, átti lika sinn þátt I þvi að bregða ævintýrablæ á umhverfið. Var það kallarinn við gæfuhjólið mikla, sem heyrðist til i fjarska? Siðasti vinningur I kvöld er stóri vinningurinn. Tæpri viku áður hafði ég talað viö guðsþjónustu i fangelsiskirkj- unni. Ég var spenntur að sjá hvernig það tækist. Næöi ég til áheyrendanna, þar sem ég varð að tala framandi tungu, sem ég hefði ekki fullt vald á? Alla vega varð þetta stund, sem mér varð föst I minni. Söngstjóranum hafði tekizt að mynda góðan og öflugan kór. Honum hafði lánazt að læra norskt lag og viöeigandi texta fyrir þetta tækifæri. Það var út- setning Griegs á þjóðlaginu ,,1 himninum, i himninum”. Ungur piltur gekk fram úr röð- um söngmannanna, fangaklædd- ur. Það var engin skóluð tenór- rödd, sem við fengum að heyra, og mér fannst eins og hann bæöi afsökunar á sér og þvi, að hann SÉRÐU EKKI, AÐÉGÁ ANNRÍK T? skyldi, flytja þennan söng og þennan boðskap. Þess vegna hafði hann svo mikið að gefa. Fangelsisstjórinn hringdi til min i gistihúsið nokkrum dögum seinna: — Manstu eftir unga mannin- um, sem söng einsönginn með fangelsiskórnum um daginn? Hann biður um að fá að tala við norska prestinn. Ég get sagt þér það, að pilturinn er hér vegna manndráps, verzlunarmanns. Faðir piltsins var mikilsvirtur forustumaður i einum stærsta bænum hér i grennd. Hann bug- aðist næstum, þegar þetta kom fyrir. — Ég veit að þú ert bundinn þagnarheiti sem prestur. En ég bað þig að koma meðfram, vegna þess, að mig langar að biðja þig að segja sem flestum, hve fljott er hægt að komast á villigötur, og hve erfitt getur verið að snúa við. Ef til vill getur sú saga orðið til þess að stöðva einhvern, sem kominn er áleiðis á svipaða ógæfubraut og ég á að baki. Ég var bara 12 ára, þegar það byrjaði. Kvöld eitt hafði ég farið á bióoghorftá æsimynd um banka- rán og ofsaakstur. Þegar ég á heimleiðinni kom að sporvagna- stæöinu, komst ég ekki hjá þvi að taka eftir pilti, sem sat þar á vél- hjóli sinu og lét vélina ganga á fullu. Fátt hafði ég séð jafn heill- andi og þetta hjól. Sjálfsagt hef ég staðið þarna nokkrar minútur, gapandi af að- dáun á þessum grip og piltinum, sem átti slikt ökutæki. Þá hægði hann á vélinni og ók þennan spöl, sem á milli okkar var. í sama bili sá ég, hver hann var. Það var hann, sem tók eftir mér, þegar ég stalst til að aka bil föður mins um hverfið, sem við bjuggum I. — Heyrðu. Ég veit hver þú ert. Komdu hingað eftir réttan hálf- tima. Ég hef verk handa þér. Ég kinkaði kolli. Bæði fylltist ég stolti af þvi að slikur maður hafði notfyrirmig, en jáfnframtfór um mig einhverskonar æsandi kviði. Kannski lá á bak við orðin „Ég veit hver þú ert”, eitthvað sem olli þvi, að ég átti ekkert val. Ég átti að blistra, ef lögreglan kæmi, annað fékk ég ekki að vita. A horninu við garðinn gat ég séð langt niður eftir aðalgötunni, enda þótt ekki væri önnur birta en af götuljósunum. Walter hét hann, sem hafði fengið mér þetta verkefni. Hann hafðiþrjáaðra með sér. Þeir sátu i bil, sem lagt var við gangstétt- ina framundan garðinum. Eftir litla stund sé ég, að þrir þeirra stökkva út úr bilnum, rölta svo sem 50 metra eftir gangstétt- inni og hverfa þar inn I tóbaks- búö. Mér finnst ég heyra einhvern hávaða úr búðinni i næstu svipan. En ég má ekki vera að hugsa mikið um það, þvi rétt i þvi sé ég lögregluþjón álengdar á götunni. Þá er komið að minu verkefni. Ég hleyp inn I skuggann við vegg- inn og blistra eins og um var tal- að. Svo hleyp ég þvert yfir götuna og inn i garðinn, þar sem er svartamyrkur. Þar nem ég stað- ar milli trjánna og lit til baka. Hópurinn ryðstút úr búðinni. All- irhalda á einhverju. Þeir hendast inn ibilinn og aka á fleygiferð nið- ur I næstu þvergötu og hverfa sjónum. Það er tæpast að fæturnir beri mig nokkur hundruð metra yfir garðinn og götuna hinum megin við hann, þar sem við áttum heima. Nú vissi ég, að þeir félag- arnir höfðu framið búðarrán. Kannski hefðu þeir lagt að velli verzlunarmann til að ná kassan- um, — eða vörum. Og ég hafði hjálpað þeim. Nú greip hræðslan mig. Ég veit ekki hvernig ég komst i rúmið. En ég skalf svo undir sænginni, að mér fannst rúmið leika á reiði- skjálfi. Móðir min hafði siðustu fjögur árin verið öðru hverju á sjúkra- húsi, og nú hafði hún ekki komið heim svo að mánuðum skipti. Hún varsvomikiðveik.aðferðin heim var of löng og erfið fyrir hana. Faðir minn hafði tekið verkefni með sér heim af skrifstofunni þetta kvöld, eins og oftar. Ég heyrði að hann sat við ritvélina i vinnuherberginu niðri. Nei. Ég þoldi ekki við lengur. Ef lögreglan hefði nú einhvern veginn komizt að þvi, að ég hefði staöið á hominu og gefið viðvör- unarmerki. Ég varð að segja pabba hvað gerzt hafði. Það var sama, þótt ógnun lægi i orðunum ,,Ég veit hver þú ert.” Ég fer niður stigann i náttfötun- um og smýg inn um skrifstofu- dyrnar. Ég sé bakið á pabba. Hann er á skyrtunni, eins og hann er vanur við heimavinnuna. Það var furðulegt, sem fyrir mig kom á þessari stundu. Ég hef oft hugsað um það siðan, þar sem ég stóð þarna innan við dyrnar og horfði á pabba, mundi ég allt i einu að einu sinni, þegar ég var lítill. sat ég á sterku herðunum hans yfir straumharða á. Nú langar mig til að fleygja mér i fang hans og segja honum allt. En þá snýr hann sér að mér og segir: — Ert þú enn á fótum, Friðrik? Sérðu ekki að ég er að vinna og á annrikt? Varstu að hugsa um peninga til helgarinnar? Svo fær hann mér 5 mörk. Ég reyni að koma upp orði, en það verður ekki annað en að ég ræski mig. Hann verður fyrri til og segir: — Nú skaltu láta mig hafa vinnufrið. Ég þarf að ljúka mikil- vægu verki fyrir morgundaginn. Þá er mér öllum lokið. Það þýð- ir ekki að segja neitt. Þetta er ég neyddur til að geyma með sjálf- um mér. Nú er það ekki bara ógnunin frá þeim, sem skipaði mér fyrir, sem á mér hvilir. Annað sækir að mér lika: Pabbi missir af forsetatign- inni. Hver myndi trúa öðru en að ég hefði verið i vitorði um það, sem gera átti i búðinni? Ég rangla upp aftur. Mánuði seinna stóðu Walter og félagar hans úti fyrir skólanum. Þeir röðuðu sér þannig, að ég var neyddur til að stiga af reiðhjólinu. Walter sagði aðeins: Við verðum hjá timburstaflanum við gas- stöðvargrunninn eftir stundar- fjórðung. Við vörum þig við að koma ekki. Ég hefði ekki þurft að kviða. Þeir voru að yfirfara tvö bifhjól, og þeir sýndu mér, að þeir gátu tekið vélina i sundur og sett sam- an aftur á fáeinum minútum. Ég fékk engin ný fyrirmæli. Þess i stað lofaði Walter mér að aka einu sinni eða tvisvar kringum grunninn. Svo ökutrýlltur sem ég var, lét ég það tækifæri ekki ónot- að. Siðan hitti ég þá félaga oft, og alltaf fékk ég að aka, þegar eng- inn sá til úr næstu götum. Walter varðmérmjög að skapi. En einn daginn sagði hann: — Þú getur komið þvi svo fyrir að ég fái lánaðan lykil að bensin- dælunni, sem starfsmenn ráð- hússins nota.Mér er nóg að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.