Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 44

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 44
44 JÓLABLAÐ 1975 ■ Við opnun þjóðgarðs i Mikley — Ljósmynd: Timinn —GE. H í J **,»*** <!®ív S-Uí ■ ^tTTÍTtti T&Wj**** ■i,w »>««<» íJ-^Munís* WAlLOofc, '''*>■■*■ K»u,?ia» «• »ur 1 <*V* 0¥ . ****&> 7 , Ipffi Kl‘Wsiiun *&«*»'» v»,(.t JM* $*,<»{.{. Í^S,0* '“t-nmt MtKiAlfM ' ‘ .?*>«**«*• t *-i*-*.e, ' íWl^U-ÁHG ^♦INcVt I ' l2.5tíkk5«%Ói 1 «< 1 »i WV>, K»!í». |TV*U.MH{S lH»MViUÓc,t Vr.#öVHí'*«*« 'tlANö N H*!** '”***’*■ SvíS *&•*<$<** ÍY^wfkíW*0**'* *c<'t*T Sifttjkcjt#.*; **7y*- fcíAHH».$r»?« íípsí? .“%>*£ sö^5a**^saaf‘"« $iÍlW'líHNfi í ? H *«&*»* 1 “*1“'« æ&a&w v ;vóN*t «<*««* «íKkS‘ It *. ‘c»». tívlt ** **Vi. NUVít »-»* vj lt ,Ý*' aaaa»*A“* s^&sís&í Minnismerki i Mikley, sem afhjúpað var siðastliðið sumar. A það eru skráð nöfn landnema og bæja þeirra og merkt við á uppdrætti, hvar bæirnir stóðu. — Til skýringar skal þess getið, að á enskri tungu er staðurinn nefndur Heale Island. — Ljósmynd: Timinn —GE. I Um miðjan október lauk hátiðahöldum þeim, sem hófust i aprilmánuði siðast liðnum i bæn- um Gimli til minningar um það, að hundrað ár eru liðin siðan is- lenzkir landnemar tóku sér ból- festu á eyðiströnd á bökkum Winnipegvatns, á þeim slóðum er siðar voru um eitt skeið nefndar Nýja Island og svo heita enn i munni tslendinga við hátiðleg tækifæri. Lokaþættir hátiðahaldanna voru islenzk-kanadisk umræðu- og menningarvika i ráðstefnusal Winnipegborgar, sigling skips niður Rauðá og norður Winnipeg- vatn til Mikleyjar, sem nú er ver- ið að leggja i auðn að kalla og gera að eins konar skemmtigarði, söngför Karlakórs Reykjavikur á slóðir fólks af islenzkum ættum i Kanada og Bandarikjunum, við- hafnarmikill flutningur beztu hljómlistarkrafta i Winnipeg á tónverki sem Hallgrimur Helga- son tónskáld samdi við hið fræga kvæði Guttorms J. Guttormsson- ar á Viðivöllum við tslendinga- fljót, Sandy Bar, þar sem lýst er hörmungum þeim, er dundu yfir islensku landnemana, sem voru að berjast við að breyta auðn i bú- jarðir, og útnefning Sigurbjarnar Einarssonar biskups sem heiðursdoktors Winnipegháskóla. Karlakór Reykjavikur fór héð- an vestur um haf 1. október, sem kunnugt er, og hafði hálfs mánað- ar útivist. Með kórnum fór all- margt manna utan hans, þar á meðal nokkrir menn frá fjölmiðl- unum i landinu, blöðum og út- varpi. Allt þetta fólk bjó á einka- heimilum á meðan staðið var við i Kanada, og var sú tilhögun höfð að frumkvæði Þjóðræknisfélags Vestur-tslendinga, svo að meiri og betri kynni mættu takast með heimamönnum og gestum. Sumir létu sig ekki muna um að taka fjóra gesti. Svo var um hjón- in, sem tóku okkur Emii Björns- son, fréttastjóra sjónvarpsins, upp á sina arma, ásamt konum okkar. Og að gömlum, islenzkum sveitasið gengu þau meira að segja úr rúmi — gestirnir i beztu herbergin og beztu rúmin, — en sjálf sváfu þau á bekkjum i her- bergi, sem ekki er svefnstofa endranær. Þetta voru roskin hjón, — hús- bóndinn alislenzkrar ættar og hættur störfum fyrir aldurs sakir, húsmóðirin ensk og hafði málað finlegar myndir, sem héngu á veggjum i stofunni. Hann heitir á ensku máli John Gillies, borinn og barnfæddur i Kanada — kona hans Grace. Hús þeirra er af þessari tvilyftu gerð smáhúsa, sem skipta þúsundum i it3úðar- hverfum Winnipegborgar, og litill garður með ikorna i trjánum um- hverfis það. Ætti að útleggja nafn Johns Gillies á islenzku, yrði það Jón Gislason. Hann reyndist Dala- maður að uppruna, og virðist langafi hans, Sigurður Bjarna- son, hafa fyrstur reist byggð i Ljárskógaseli á siðari timum. Ljárskógasel var langt frammi á heiði i votlendri og gróðursælli lægð milli Ljárskógafjalls og Glerárskógafjalls, ekki ýkjahátt yfir sjávarflöt, en vegalengd til annarra byggðra bóla um fimm kflómetrar á að gizka. Aður en lengra er haldið skal rakið, hvernig rætur mannsins, sem við gistum hjá, liggja i is- lenzku samfélagi. Sigurður Bjarnason i Ljár- skógaseli hefur án efa verið smá- bóndi, þótt ekki hafi ég hugað að þvi, hvaða bústofn hann hafði. Frurnbýlingur frammi á heiði hefur ekki átt margra kosta völ i upphafi. En hversu marga svita- dropa, og kannski tár, sem heiðin hefur tekið i landskuld, þá virðist Sigurður hafa bjargazt við sitt, og tuttugu og eitt ár bjó hann þarna. Löngu, löngu seinna fæddist eitt mikilhæfasta ljóðskáld ts- lendinga, Jóhannes úr Kötlum, á þessu sama heiðarbýli — maður, sem naut þesssóma að vera bæði dáður og niddur, unz hann dó og var ekki hættulegur lengur, svo að allir gátu veitt honum viður- kenningu. Sonur Sigurðar i Ljárskógaseli var Gisli, og þar er kominn afi mannsins, sem opnaði okkur fjór- um hús sitt i Winnipeg. Gisla hafði hann átt með stúlku frá Gerði i Hvammssveit, áður en hann kvæntist. Og nú lfða nokkrir tugir ára, áður en það gerist, að Gisli Sigurðsson ráðsmaður og Sigriður Bjarnadóttir frá Bökk- um i Rifi á Snæfellsnesi, kona i sjálfsmennsku, eru gefin saman i Hjarðarholti i Dölum, eftir að lýst hafði verið með þeim að hætti þeirrar tiðar. Réttu ári siðar, 30. júli 1867, fæðist þeim sonur, sem nefndur var Bjarni. Þá eru þau vinnuhjú i Hjarðarholti, en reisa árið eftir bú á næsta bæ, Hrapps- stöðum i Laxárdal. En búskapur- inn varð ekki langur. Dauðinn, sem reiknar allt jafnfánýtt — reyr, stör og rósir vænar —, að sögn Hallgrims Péturssonar, gekkum á Hrappsstöðum með ljá sinn. Gisli Sigurðsson andaðist, er hann hafði búið rétt ár á Hrapps- stöðum. Ekkja hans, Sigriður, gaf Karlakór Reykjavíkur á sviöi I Kanada. Páll P. Pálsson stjórnar. Siguröur Björnsson óperusöngvari fremstur dökkklæddur og Anna Aslaug Ragnarsdóttir á miöri myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.