Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 50

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 50
50 JÓLABLAÐ 1975 ATHUGANIR STRÚTUM ýsing á stærsta núlifandi fugli heiins, hinum furðulega strúti í Afríku Biðlaö til kvenstrúts i Kaia- harieyðimörkinni. STROTUR getur náð allt að 2,5m hæðogvegið alltað 157 kg. og er þvi langstærstur allra núlifandi fuglategunda. Auk stærðarinnar hefur hann mjög sérkennilegt útlit og er þvi auð- þekkjanlegur. Aðeins ein strútategund er til nú á dögum, hún er i Afriku, og á sér enga nána ættingja, þó að sumir visindamenn haldi þvi fram, að strúturinn eigi sér sama upp- runa og tvær aðrar ófleygar fuglategundir, þe. rheafuglinn i Suður-Ameriku og emu- og cassowaryfuglarnir i Astraliu. Alla ævi er fiður strútanna dúnkennt, svart og hvitt á karl- fuglum, grábrúnt og hvitt á kvenfulgum, auk þess haldast ýmis æskueinkenni i beina- byggingu hauskúpunnar. Brýn nauðsyn fyrir stóran fugl, sem lifir i hitabeltisloftslagi, eru stórir naktir fletir á yfirborði húðarinnar, þar sem útgeislun getur átt sér stað til þess að koma i veg fyrir ofhitnun. A strútunum eru hálsinn og hinir griðarmiklu fótleggir ófiðraðir. Engir aðrir fuglar hafa svipað fótalag og strútarnir, sem hafa aðeins tvær tær á hvorum fæti. önnur táin er mun stærri, og á henni er griðarstór kló, sem ber mestan hluta likamsþungans. Ef að er gáð, er auðvelt að gera sér grein fyrir styrk þeim og krafti, sem býr i fótleggjunum (strútsspark getur rist ljón eða mann á hol), en strútar geta náð allt að 60 km hraða úr hvildar- stöðu á örskömmum tima. Helzt halda strútar sig á litt grónum svæðum. beir eru mjög varir um sig, sjónin er skörp og sjónhringur viður, þeir eru fimir og sterkir. Allt þetta gerir að verkum, að fullvaxnir strút- ar eru erfið bráð hinum þremur stóru dýrum af kattarætt i Afriku, (ljón, hlébarði og cheetah). Sennilega tekst sjakölum aldrei að ná fullvöxn- um strútum, og hýenum og veiðihundum sjaldan, en þessi dýr eru frek á eggin og litla unga. Tölur frá Nairobi þjóð- garðinum sýna hversu litil brögð eru að þvi, að ljón veiði fullorðna strúta, en þar er fjöldi ljóna alltaf svipaöur (25-30) og einnig fullorðinna strúta (90-100). Strútum hefur tekizt að að- laga sig eðlilegum hættum á afrisku gresjunum. Erfiðlegar hefur þeim gengið að forðast eyðileggingarmátt mannsins undanfarin 2000 ár. Það er fyrst núna, sem farið er að gera sér grein fyrir afleiðingunum af slátrun ótal þúsunda strúta á leikvöllum rómverska heims- veldisins. Þegar hugsað er til þess, að uppundir 1000 strútar voru drepnir á einum leikvelli á einum degi, er furðulegt, að nokkrir fuglar af ættinni Struthio camelus skuli hafa haldið lifi norðan Sahara. 1 Mið-Austurlöndum flakkaði eyðimerkurtegundin Struthio camelus syriacusum eyðimerk- ur Sýrlands og Arabiu og hélt velli þrátt fyrir veiðar Bedúina. En jeppaöldin reið þessari teg- und að fullu. Þá fóru oliufurstar á kreik (uml941, eða skömmu siðar), og eyddu einu strúta- byggðinni utan Afriku, auk þess sem þeir voru langt komnir með að útrýma arabiska oryxinum (antilóputegund) á sinum heimaslóðum. Suður-afriska ættin, Struthio camelus australis, var i mikilli hættu siðri hluta 19. aldar, þeg- ar fjaðratizkan var i algleym- ingi. Þessum kynstofni hefði lika áreiðanlega verið útrýmt, ef ekki hefði komið upp úr kaf- inu, að auðveldara var að ná fjörðunum af ófrjálsum fuglum, heldur en að veiða fugla. 1 stað strútaveiða voru stofnaðir strútabúgarðar i Suður-Afriku, en samkvæmt egypzkum lág- myndum hefur þess konar búskapur verið stundaður i Egyptalandi fyrir þúsundum ára. Atta fuglar fangnir 1865 höfðu gefið af sér 375.000 árið 1904, að mestu leyti með hjálp útungungarvéla. Um þetta leyti voru suður-afriskir strútar fluttir út til annarra landa til ræktunar, þ.á.m. til Astraliu, en þar lifa orðið sumir afkomendur þeirra villtir. 1 fyrri heimsstyrjöld lagðist þessi búskapur niður, en nýlega var aftur hafin strúta- rækt i Suður-Afriku til fram- leiðslu á strútaskinnum, sem notuð eru I peningabuddur og skófatnað. 1 Austur-Afriku virð ist þessi skinnatizka þvi miður hafa i för með sér aukið dráp á villtum strútum, sérstaklega i þjóðgörðum, þar em auðvelt er að nálgast þá á farartækjum. í Austur-Afriku halda þrjár af fjórum núlifandi strútaættum til, en halda sig að mestu leyti á ólikum svæðum. Kvenfuglinn og ófullvaxta fuglar af þessum þrem ættum hafa sama útlit. Karlfuglar af Norð- ur-Afriku-kyni og Masai eru ólikir að þvi leyti að hinir fyrr- nefndu eru sköllóttir en hvoru tveggja hafa bleikleita hálsa og lendar, sem greinir þá frá karl- fugli af Somalikyno, sem ber blágráan lit á þessum likamshlutum. Masai-strúturinn, Struthio camelus massacius, heldur sig helzt i Suður-Kenýu og Norður-Tanzaniu, þar sem landslagið er flatt og gróður aðallega gras. Somali-strútur- inn, Struthio camelus moly- bdophabes, heldur sig i þurrum þyrnagróðri allt frá Somaliu til Norðaustur-Kenýu, rétt suður Strútur aflar sér fæðu. Athuganir á villtum strútum benda til, að þeir séu aöallcga grænmetisætur. Kvenstrútur liggur á hreiðri, umkringdur eggjum, sem trúlega koma frá fleiri kvenfuglum. Til að dyljast ræningjum teygir hún háls og höfuð eftir jörðinni, og er þá erfitt að koma auga á hið smávaxna höfuð hennar. E.t.v. á þessi hegðun þátt I þjóðsögunni um, að strútar stingi höfðum sfnum i sand, þegar þeir hræðast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.