Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 61
JÓLABLAÐ 1975
61
Sjónvarpsmenn frá Ileykjavik og Vestur-lslendingar: Efri röö: örn Harðarson myndatökumaður,
Guðbjartur Gunnarsson háskólakennari, þá sonur hans, siðan Marinó Ólafsson upptökumaður, ólafur
Kagnarsson, fréttamaður, Emil Björnsson fréttastjóri, Karólina Gunnarsson ritstjóri i Winnipeg, við
hlið hennar kona Guðbjarts, og yzt Alfheiður Guðmundsdóttir.
VESTURFÖR
Framhald af bls. 56
föðurætt þau Kristján Guðmunds-
son frá Ytri-Tungu á Tjörnesi og
Helga, kona hans, Þórðardóttur.
og fluttust vestur um haf árið
1882.
Föðurbróður dr. Chris munu
margir, einnig hér heima. kann-
ast við af orðspori: Séra Albert
Kristjánsson, únitaraprest i
Manitóba og vestur við Kyrrahaf.
málsvara jafnaðarstefnu i vest-
ur-islenzkum blöðum snemma á
ævi og þingmann um skeið.
Sýning var þessa daga á a 11-
mörgum málverkum Kmils Walt-
ers.sem kunnastur hefur orðið is-
lenzkra málara vestan hafs, að
minnsta kosti af hinni eldri kyn-
slóð. Mörg þessara verka voru
landslagsmyndir héðan að heim-
an. Mig minnir, að málarinn
ferðaðist um Island árið 1930.
Sjálfur var hann þarna kominn,
aldurhniginn maður, sem virtist
heldur frábitinn þvi, að veður
væri gert með sig.
Einn þeirra, sem nokkuð sá um
ferðir okkar, var Norman Berg-
mann, en hann er sonur Hjálmars
lögmanns Bergmanns, sem
frægur varð af þvi fyrir mörgum
áratugum, er hann fékk borgið lífi
vestur-islenzks ógæfumanns, sem
dæmdur var eftir sterkum likum
til dauða, sakaður um morö, sem
hann játaði þó aldrei á sig.
Auðvitað er ekki gerlegt að
telja upp það fólk, sem við hittum
og áttum skipti við. Einn er þó
enn sá maður, sem ég get ekki
látiðhjá liða að nefna, þótt ekki sé
hann islenzkur. Það er hinn
aldurhnigni menningarfrömuður,
dr. Watson Kirkconnell, sem nú
er kominn á niræðisaldur. Hann
var marga tugi ára prófessor i
háskólum i Kanada, einstakur
tungumálamaður og þýddi á
ensku sæg Ijóða — þar á meðal
mörg islenzk. Mikið safn is-
lenzkra ljóða, sem hann þýddi af
fslenzku, kom út alþingishátiðar-
árið 1930 og þá orti hann einnig
sjálfur alþekktan Ijóðaflokk,
Kanada til tslands. En þau verk.
sem-hann hefur innt af höndum,
varðandi lsland og islenzka
menningu eru fleiri en svo, að þau
verði hér talin.
Dr. Watson Kirkconnell er
maður grannur vexli, fágaður i
framgöngu og svo fjarri þvi að
berast á, að yfirlætislausari
mann getur varla.
VIII
Hér er þá að lokum komið að
þeim aðilanum, sem stóð fyrir
þessari ferð til tslendingabyggða
i Vesturheimi: Karlakór Reykja-
vikur, harla kærkomnum gesti á
þeim slóðum. Hann hélt sérstaka
tónleika i Winnipeg, Brandon,
Lundar og Minneapolis, en söng
auk þess við mörg önnur ta'kifæri,
svo á elliheimilunum á Gimli og i
Selkirk, á samkomum i Mikley og
á Gimli, við islenzka messu i
Winnipeg og fleiri hátiðleg tæki-
færi þar.
Eins og kunnugt er var Ragnar
Ingólfsson, formaður kór-
stjórnarinnar, fararstjóri kórs-
ins, stjórnandi Páll P. Pálsson,
einsöngvarar Sigurður Björnsson
óperusöngvari, Friðbjörn G.
Jónsson og Hreiðar Pálmason, en
undirleikari Anna Áslaug
Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars H.
Ragnars á tsafirði.
Það e'r ýkjulaust, að þetta var
sigurför hjá kórnum, sem hvar-
vetna var ágætlega tekið, þar
sem hann kom fram. Oft og viða
mátti sjá, að hinu rosknara fólki,
sem eðlilega var i miklum meiri
hluta á þessum tónleikum, vökn-
aði um augu, þegar sungnir voru
ætt ja rðarsöngvar. Þar voru
snortnir viðkvæmir strengir. En
það ekki aðeins, að hér kom is-
lenzkur kór um langa vegu til
þess að syngja þessu fólki is-
lenzka söngva: Menn, sem ekki
voru tengdir tslandi neinum blóð-
böndum, luku einnig lofsorði á
kórinn i heild og stjórnanda hans,
sem og einsöngvara og undirleik-
ara. Og vist er það, að sumir
komu óravegu til þess að hlusta á
kórinn syngja. Bændur á Nýja-ts-
landi tóku sig upp og óku langar
leiðir meðfólk sitt, hvað sem leið
illum uppskeruhorfum, og fólk.
sem átti heima i fjarlægum borg-
um og þorpum, gerði slikt hið
sama. Svo að ekki sé á það
minnzt, að Richard Beck kom
alla leið vestan frá Kyrrahafi —
að visu ekki til þess eins að hlusta
á kórinn, heldur til meiri þátttöku
i hátiðahöldunum.
Hér voru ekki heldur neinir við-
vaningar á ferð, þar sem Páll P.
og söngmenn hans voru, heldur
kór, sem á langa sögu og miklar
erfðir. ef svo má segja: Mér
skilst, að þetta hafi verið tiunda
söngför Karlakórs Revkjavikur
til annarra landa á eitthvað fjöru-
tiu árum. En i hálfa öld mun kór-
inn hafa starfað.
Það var ekki heldur litill fengur
að fá Sigurð Björnsson óperu-
söngvara til þessarar farar með
kórnum. Til þess fékk hann
knappt leyfi frá sönghöllum
Evrópu, og var kominn i slika
timaþröng, erheim var haldið. að
hann hafði aðeins skamma við-
dvöl á Keflavikurflugvélli og tók
sér þaðan fari með fyrstu flugvél
til meginlandsins, þvi að sá timi
nálgaðist óðum, að hann ætti að
standa á sviði i Mið-Evrópu i
frægu hlutverki i' frægum söng-
leik
Tónleika sina i Minneapolis hélt
kórinn i háskólakirkju þar iborg.
og var það eina tækifærið. sem
við fengum til þess að hitta fólk af
islenzkum ættum þar syðra.
Meðal annarra voru þar tveir is-
lenzkir prestar, séra Sveinbjörn
Ólafsson, sem á náið skvldfólk
hér heima, og séra Emil Guð-
mundsson, sem stundaði á sinum
tima guðfræðinám í háskólanum
hér. Loks er að geta um ólaf Kár-
dal, Húnvetning. sem haft hefur
langa útivist, en biður þess. að sól
hækki á lofti með nýju vori — vor-
inu 1976. Þá hyggjast þau hjón.
hann og Helga Stefánsdóttir. að
flytjast heim.
IX
Það, sem hér hefur verið sagt
um Vesturheimsförina, er aðeins
lauslegt hvarfl — nánast aðeins
stiklað á nokkrum atriðum. Við
það verður að sitja að sinni. En
þeir.sem þekkja til þeirra manna
og málefna. er á hefur verið drep-
ið, kunna að geta unað við það
kvöldstund i skammdeginu að
renna augum yfir þetta rabb.
Þar með skal kvatt og þeim
vestra færð þökk fvrir þá daga.
er viö áttum meðal þeirra, sem og
Karlakór Reykjavikur, er fyrir
förinni gekkst og gaf okkur kost á
að fylgjast með.
.111
mmmSSSSSSfmmm IL.
f f V' ' -ý*Alls konar skrúfboltar,
y
-U>
JJ>
-j' V
rær og skrúfur úr járni,
stáli og kopar
HARRISON
rennibekkir
Black & Decker
Rafknúin verkfæri
Logsuðu- og rafsuðuvír
Oster snittvélar
Beygjuvélar og klippur
fyrir steypustyrktarjárn
Ventlar og hanar
fyrir vatn, gufu, olíu o.fl.
Þrýstimælar
Hitamælar
Stálvír
Triliuhjól
Q
m
G. J. Fossberg, vélaverzlun hf.
Skulagötu 63, Reykjavik
Ailskonar verkfæri og mælitæki til járn- og vélsmíði
Walkers ,,Lion'‘
vélaþéttingar
Vélareimar
V-Reimskifur
Flutningsbönd
Gummíslöi'gur fyrir
vain, gufu og loft.
Eirpípur
Eir og kopar i
plotum og stongum.
Legubronze
Nylon leguefni
Hvítmálmur
Loðlin
Silfurslagloð
Ryðfrítt stál