Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ 1975 27 Miðskip dómkirkjunnar i Brimum. um suðurmaðureinn.ættaður af Brimum úr Saxlandi, hann falar af Karlsefni húsasnotru hans. Ég vil eigi selja, sagði hann. Ég mun gefa þér við hálfa mörk . gulls, segir suðurmaður. Karls- efni þótt vel við boðið og keyptu siðan. Fór suðurmaður i burt með húsasnotruna, en Karlsefni vissi eigi hvað tré var, en það var mausur, kominn af Vin- landi.” Þessisaga er i sjálfri sér ekk- ert sérstök að efni eða gerð, ef ekki væri meira i brúki, þá væri hún eftir tizkuályktunum lið- andi stundar álitin einföld lyga- saga. En svo er ekki, eins og um margt f sögunum okkar fomu. Svo einkennilega vill til, að heimild úr fjarlægu landi sann- ar, að hún er rétt. 1 fornum ann- ál frá Brimum er þess getið, að árið 1016 hafi kaupmenn frá Noregi, sennilega Niðarósi, komið með sjaldgæfan við þangað, er þeir keyptu af vik- ingum þar i landi, og var hann frá Vinlandi hinu góða. Þetta voru fyrstu kynni Brimamanna af Vesturálfu, en viðskipti þeirra við hana urðu siðar þýð- ingarmikil, cins og frægt er i sögum. II. Eftir að kristni var lögtekin rikistrú um gjörvöll Norður- lönd, urðu Brimar höfuðstaður kristni þeirra, þar sem þau heyrðu undir erkibiskupsdæm- ið þar, til ársins 1104. Vegur og hagur borgarinnar óx geysilega við skiptin við Norðurlönd og menning hennar, sérkennileg og stefnuföst, blómgaðist. En hún stóð i föstum jarðvegi Karl- ungatimans, og með sendi- mönnum og trúboðsbiskupum Brima, dreifðustsprotar hennar um gjörvöll Norðurl. og ekki sizt á Islandi, enda áttu íslend- ingar sérstæðari og fastari sam- bönd við menningarltf Brima en nokkurt annað land norðursins. Erkibiskupinn i Brimum fór brátt að hyggja að skipun kirkjumála á íslandifyrri helm- ing 11. aldar. Erkibiskupsstóll- inn i Brimum varð miðstöð trú- boðsbiskupa, er sendir voru til þeirra landa, þar sem ekki voru fastir biskupsstólar. Svo varð á tslandi, sem frægt er, langt fram á 11. öld. En ekki leið á löngu, að íslendingar tóku sjálf- ir frumkvæðið. Þeir völdu sér biskup árið 1054. Isleifur Giss- urarson frá Mosfelli i Grimsnesi fór utan, og fór fyrst á fund Heinriks keisara og færði hon- um hvitabjörn að gjöf. Að laun- um hlaut hann verndarbréf hans, að mega ferðast óhindr- aður um riki hans. ísleifur fór siðan á fund páfa i Róm, og var hann sendur til Aðalberts mikla erkibiskups i Brimum, og átti hann að vigja hann til biskups til ákveðinna landa. Þegar tsleifur Gissurar- son 'kom tii Brima, var þar ó- venjulegt ástand. Dómkirkjan mikla, sem Villebad biskup byggði, hafði brunnið til kaldra kola 11. september 1041, ásamt miklum hluta borgarinnar. Það var þvi ekki glæsilegt fyrir hinn Minnismerki um riddara I dómkirkjunni. tilvonandi biskup að koma til kirkjulauss erkibiskups til vigslu. En hafin var bygging mikillar og voldugrar stein- kirkju, sem reis á grunni hinnar fomu á bökkum Weser, og var grundvölluð af miklum stórhug og tign eins og hin fyrri dóm- kirkja. Ekki er vitað með vissu i hvaða kirkju Isleifur var vigður á hvitasunnudag árið 1056, fremur en árið áður. En likleg- ast er, að sú kirkja sé enn til. Liklegt er, að hin mikla timb- urkirja Willebads biskups hafi verið basilika, og þvi verið geysilega stór, eða af likri stærð og dómkirkja Aðalberts mikla, sem enn stendur. En að venju miðalda var i slikum kirkjum undirkirkja, er stóð á lægri grunni og gerð af steini, og hef- ur þvi að mestu staðið af brun- ann, og verið nothæf, eftir nokkra viðgerð. Slik kirkja er einmitttiliBrimum.oger undir dómkirkjunni. Þessi kirkja hef- ur haft mikla þýðingu i raun og söguBrima. 1 þessari kirkju álit ég, að Isleifur Gissurarson hafi verið vigður til biskups. Aðalbert erkibiskup hinn mikli vigði ísleif til biskups til Islands og Grænlands, og þar af leiöandi lika til Vinlands hins góða. Biskupsdæmi hans hefur þvi verið það viðlendasta i veröldinni á miðöldum, og erki- biskupsdæmið i Brimum á sama hátt. Aðalbert hinn mikli hefur þvi stórum bætt stöðu sina með vigslu ísleifs biskups, en Har- aldur harðráði Noregskonungur var i andstöðu við Aðalbert, og er ekki fullkomlega vitað, hvað olli því. En liklega var það af þeim sökum, að konungur vildi fá erkibiskupsstól i Noregi. Erkibiskupssetrið i Brimum hefur örugglega verið með miklum glæsiblæ um daga Aðal- berts mikla. Hann var mikill höfðingi, og átti ekki marga sina lika, hvorki fyrr né siðar. Isleif- ur biskup kom með ferskan og heiðan blæ fjarlægs heimshluta tilhins volduga kirkjuhöfðingja. Hann sagði frá fundum mikilla landa i hafinu á mörkum heims- ins, eftir trú og þekkingu mið- aldamanna. Að visu vissu Brimamenn um fund landsins i vestri af frásögnum kaup- manna. En frásögn biskups var fyllri og betri til aukinnar þekk- ingar á fjarlægum heimshlut- um. Einnig hefur hann frætt biskup og vini hans um ísland, og eru frásagnir hans varðveitt- ar i ritum eins bezta og upp- runalegasta sagnamanns þýzkra, þar sem er rit Adams frá Brimum, er fyrstur ritaði um Islands, svo varðveitzt hef- ur. En hann kom til Aðalberts erkibiskups árið 1069 og ritaði kirkjusögu erkibiskupsdæmis- ins i Brimum um 1072 til 1075. Þegar ísleifur biskup var i vigsluför sinni, voru deilur miklar milli Þýzkalandskeisar og páfa. Isleifur skipaði sér i fylkingu pafans, og svo gerði og sonur hans, Gissur biskup. Eftir maður Aðalberts hins mikla á Brimastóli varð Liemarus erki- biskup, og varð hann akveðinn fylgismaður keisara, og var það ástæðan fyrir þvi, að Gissur biskup ísleifsson var vigður i Magdeburgeftir skipunpáfa, en ekki 1 Brimum, eins og faðir hans. Eins og kunnugt er úr is- lenzkri sögu, var það forn siður, að kirkjuhöfðingjar voru grafn- ir I kirkjugólfi kirkna sinna, og þvi voldugri sem þeir voru, þvi veglegri og rikulegri legstaður var þeim búinn. A liðandi öld eru legstaðir biskupa i kirkjum miöalda kjörnir til rannsókna fomleifafræðinga. Svo varð i Skálholti á sinum tima, og er nú til raunar i hinni fornu dóm- kirkju i Brimum suður viö Weserfljót. 1 Skálholti fundust rikulegir grafmunir, þegar gröf Páls biskups Jónssonar var rofin, en munir þessir minna á þá sömu, og fundizt hafa i Brimum, nema kistuna skortir. í kirkjuskipinu I Brimum hafa fundizt merkilegir hlutir, svo sem biskupsstafur, útskorinn meö skrauti fagurra mynztra. Hann er gerður af tré, og er hin Biskupsgröf með virðulegum umbiinaði — táknmynd. fyrst til bruninn mikli á 11. öld, og endurbygging kirkjunnar úr steini. En jafnframt hefur fleira valdið, bæði af friðsamlegum toga og ófriðlegum. Jafnvel er hægt að leiða að þvi rök, að á siðskiptatimanum hafi verið framin rán i kirkjunni og graf- arró biskupanna verið raskað til leita þar að fjármunum. Þegar ég var i Brimum sið- astliðið sumar, voru fornleifa- rannsóknirnar i fullum gangi i dómkirkjunni. Ég fékk ekki, fremur en aðrir, að fara þar inn og sjá uppgröftinn. En ég fékk nokkrar upplýsingar um hann hjá kunningjum minum, og eru þær uppistaðan i þessari grein. Ég vil að lokum geta þess, að ég tel það mikla hamingju fyrir islenzka menningu og islenzka sögu, að I árdögum skyldi hún festa rætur og fá frjó frá jafn- mikilli menningarborg og menningarmiðstöð og Brimum, þar sem lék um garða alþjóðleg menning, jafnt i bókmenntum, viðskiptum og löggjöf, mótuð af viðsýni og heillandi menntum, eins og varð i raun i hinu við- lenda riki Karlunga. Við vitum ei, hve sterk bönd- in urðu milli fyrstu biskupanna islenzku og Brimastóls. En eitt er vist, að þaðan spruttu áhrifin að nytsömustu og áhrifamestu löggjöf þjóðveldistimans, þar sem eru tíundarlögin, er Gissur biskup Isleifsson kom á árið 1096. Engin löggjöf hefur orðið_ eins heilladrjúg, og mótað jafn- mikið framþróun alia á Islandi gegnum aldirnar. Annað hiiðarskip dómkirkjunnar bezta smið. Þar fannst einnig kaleikur af silfri og diskur eða fat af sama efni, og minna þess- ir hlutir á heilaga kvöldmáltið. Þar far.nst einnig biskupsmítur, sem talið er merkilegt. En margt grafmuna, sem fundizt hafa, eru m jög sunraðir, svo illt er að greina þá, og eru sllkir teknir með sérstökum hætti og farið með þá með gát til varð- veizlu og aldursgreiningar. En merkilegustu fomminj- arnar i kirkjuskipinu i Brimum er hinn mikli fjöldi af allskonar vefnaði og leifar af klæðum og klæðnaði, purpura og skraut- vefnaði allskonar. Þetta ber allt vott um mikinn rikidóm og geysilegt úrval, og á sér fáa lika I þessum greinum i sögu forn- leifafræðinnar. Sýnir þetta vel hið mikla úrval, er verið hefur á mörkuðum verzlunarborgar- innar miklu við Weser á miðöld- um, enda er það Ifullu samræmi við það, er þegar er getið. I einni biskupsgröfinni, er fannst litið sködduð, var beina- grind heilleg af biskupi, sem var 1,90 sm á hæð. Hægt er að tima- setja greftrunartímann furðu nákvæmlega með tæknilegum aðferðum, en þrátt fyrir það er ekki hægt að segja með vissu, hver biskupinn var, þvi þar koma að minnsta kosti þrir til gre ina. Þvi miður er raunin sú, að margt hefur orðið til þess að sundra og spilla hinum fomu gröfum erkibiskupa og biskupa I Brimadómkirkju. Kom þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.