Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 55

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 55
JÓLABLAÐ 1975 55 litilli fyrirhyggju, kallaöi Snorri til Valgarðs, er hann sá, að hann Var bæði sár og móður. Þá var hann ekki reiður Valgarði, þvi kæmi liðveizla i tæka tið, myndu Oddaverjar sjá og reyna, hver hér skipaði málum. Sjálfur réð hann yfir fleiri goðorðum á landinu en nokkur annar. Að hinu leytinu bað hann menn sina fyrir hvern mun aö bera ekki vopn á Sæmund, fósturbróður sinn. Hinir hopuðu lika undan, en sóttu bráðan aftur fram. Svona hröktust menn aftur og fram i sundinu. Þá sá Her- burt, að menn Sæmundar þrengu sér inn i hinn enda sundsins og varaði Snorra við. Snorri, sem aldrei hafði lært neitt i hermennsku. vissi ekki i bili hvað gera skyldi, er nú sóttu menn að úr báðum áttum. Það sýnir bezt tvilræði hans, að hann kallaði á alla menn sina að verja hinn innganginn inn i sundið. Herburt sagði, að þeir megi ekki tapa þeirri stöðu, sem þeir hafi haft. — Verðu sem þú vilt, sagði Snorri, og sneri burt frá Valgarði og Herburt með lið til að stöðva óvinina, sem nú voru búnir að girða fyrir leiðina, sem þeir Snorri voru komnir. Þeir voru þvi' afkróaðir i sundinu. Þar sem Snorri var helzti lengi óráðinn i þvi, hvað til bragðs skyldi taka, verja bara annan enda sundins i einu eður báða, urðu og menn hans tvilráðirog úrræðalausir. Sumir vissu ekki hvort þeir ættu að fylgja Snorra eða verja lika hinn enda sundins með þeim Herburt og Valgarði. Herstjórn var algerlega i molum, enda hafði Snorri sjálfur aldrei borið það við að stjórna herliði á ævinni. Að siðustu fylgdi þó allur þorrinn Snorra. Herbert kallaði á fleiri menn til að verjast óvinunum sin megin, , sem gerðust æ ákafari. En þeir Snorri létu semþeir heyrðu ekki. Snorra tókst lika með rösk- legri framgöngu manna sinna að hrinda árásinni i hinum enda sundsins og hrekja Sæmundar menn út úr þvi. Svo litið sem Snorri braut heilann um her- stjórnina og stöðuna, þvi beiskari varð hann, er hann hugsaði til bræðra sinna. Hvað dvaldi þá Sighvat og Þórð? Og alltaf dreif lið að Oddaverjum. Sighvatur hefði núna átt að standa i hans sporum og sýna hernaðarsnilli sina, svo að hann gæti rætt i ró og næði við lög- sögumanninn inni i búðinni. Og allt var þetta fyrir einberan klaufaskap þeirra Valgarðs og Herburts. Þeir fengju lika að blæða fyrir það, þvi af liði hans voru það fáir einir, sem eftir urðu hjá þeim. Var það nú rétt að reka lið Sæmundar út úr sundinu, hugsaði Snorri, sem sá alltaf tvær hliðar i hverju máli. Menn gætu kannski læðst að baki þeim ef þeir hættu sér of langt út á völlinn. En milli búðanna gætu hinir aldrei sótt þá. Þar var hið bezta vigi. Snorri skipaði mönn- um sinum að hopa aftur inn i sundið, en þar var litið svig- rúm, þvi að þeir Herburt voru hraktir aftur á bak inn i mitt sundið. Herburt var orðinn sár á siðu og blæddi úr sárinu. Hann varðist manna bezt og sýndi ótrúlega leikni i að fara með buklara. En enginn má við margnum. Valgarð var þá óvigur af blóðrás og mæði og barðist ekki lengur. Snorri sá það þó af hyggjuviti einu saman, að það mundi þó betra ráð að sækja aftur út úr sundinu og gaf Valgarð og Herburt og öllum sinum mönnum skipun um það. Hvar var nú Sighvatur með alla sina herkænsku? Snorri sá i hendi sér, að þeir mundu ekki lengi standast sókn manna Sæmundar, afkróaðir sem þeir vorui einu búðarsundi, ef honum bærist ekki liðveizla. Þeim tókst með herkjumunum, og mest fyrir deiga framkomu mótstöðumannanna að brjötast út úr sundinu lika að ráði Her- burts, sem sagðist verða að gefast upp i sinu vigi. Það tókst og að brjótast út úr sundinu og út á völlinn. Þar var olnboga- rúm nóg, en ekki vigi. Menn Sæmundar og hlaupalýður, sem að þyrptist, sóttu að úr öllum áttum. Enn sást ekki til liðveizlu Sighvats og Þórðar. Herburt gaf það ráð, er Snorri pataði ráða- laus i allar áttir, að þeir skyldu láta undan siga i áttina til Snorrabúðar. Þegar Sighvatur frá óeirðirnar, gekk hann á fund Þórðar bróður sins og fór sér ekki óðslega. Sighvatur lagði til, að þeir létu Snorra einan um þessi viðskipti, þar sem heimamenn hans væru valdir að uppþotinu. Þórður kvað þó ekki úr vegi að gá til mannaferða og gekk út úr búð sinni. Hann sá þingheim streyma i áttina til Allsherjar- búðar. — Mjór er mikils visir, varð Þórðiað orði —og uggir mig, að Snorri frændi vor muni i nokkr- um vanda staddur. Köllum saman menn vora og sjáum hvað titt er. — Svo skal vera, sem þú vill, sagði Sighvatur, stóð upp og tók vopn sin af þili. Þegar þeir komu á vettvang, sáu þeir þá Snorra koma til móts við sig við búð hans og snúa þó öfugt. Var og ójafn leik- urinn. — Eigi þykki mér Snorri bróðir vor vel hafa haldið stöðunni, sagði Sighvatur við brosu. — Eigi duga hér orða- hnippingar og hnýfilyrði, kvað Þórður, ef bjarga skal við heiðri . Sturlunga og sýndi heldur, að þú kunnir að fylkja liði. Sighvatur hafði ekki fleiri orð um framgöngu bróður síns, en fylkti nú liði á hlið við þá framsæknustu úr liði Sæmund- ar og hótaði með þvi að koma þeim ó opna skjöldu. Sæmundur sá, að við svo búið mátti ekki standa, og bað menn sina að gera hlé á sókninni, og tóku að flylkja liði sinu að nýju. Margir voru þó þegar svo ákafir, að þeir létu sér ekki segjast, en börðust sem óðir væru og bárust vfða um völlinn og heldur óskipulega. Runnu menn að og sóttu nokkuð sitt á hvað, þótt ekki væri nema með steyttum hnefum, einna mest hlaupastrákar og lausingjar, og lá við sjálft, að þeir vægju hver að öðrum af baráttugleði. Nú drifu þó líka menn til þeirra Þórðar og Sighvats. Sumir hlupu á milli fylkinga og þóttust standa þar sem hættan var mest. Þegar Sæmundur i Odda skipaði aftur til atlögu, var sem nær allur þingheimur berðist, enþóvar Sæmundur miklu afla- mestur. Þá voru send orð Þor- valdi Gissurarsyni, og kom hann til með sina menn og aðra þá, er hvorki höfðu skipað sér i raðir Sturlunga eða Oddaverja. Þorvaldur réð til meðalgöngu, gekk til Snorra Sturlusonar og bað hætta. Var það mál meira en auðsótt, þvi að hann sá sem satt var, að frami hans mundi ekki eiga eftir að liggja á vig- völlum. Sæmundur lét ekki segjast, fyrr en Þorvaldur hótaði að ganga i lið með Snorra og þeim bræðrum. Páll Sæmundsson og Loftur biskups- son eggjuðu mest til atgöngu. Þorvaldur gat komið á griðum um nokkurra nátta sakir. Stöðvaðistþá alþingisbardaginn á þvi herrans ári 1216. Konur bundu um skeinur manna með lini, sem goðar höfðu alltaf með i farteski sinu, og nudduðu auma bletti eftir hrindingar og pústra, meðan menn létu drýgindalega yfir þeim höggum smáum, sem stórum, sem þeir höfðu veitt andstæðingum sinum. Þó fara engar sögur af, að nokkur hafi látizt á þeim fundi. En enginn gaf gaum að öl- heitumanni einum uppi við Alls- herjarbúð, sem hrærði i ölkatli sinum, eins og ekkert hefði i skorizt. Það var Hjalt- lendingur eða hjaltur, Er lendur að nafni, að viðurnefni bakrauf. ,Ég heyri minnar þjóðar þúsund ár sem þyt f laufi á sumarkvöldi hljóðu'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.