Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 26
26 JÓLABLAÐ 1975 Karlamagnús keisari og Willebad biskup meö likan af dóm- kirkjunni á milli sin. I. Á siðast liðnu sumri var ég á ferð i Brimum i Þýzkalandi. Ég gat ekki lengi stanzað þar, að- eins nokkra daga, og fékk þvi takmarkaðan tima til að skoða það, sem mig langaði mest til. Brimar er gömul og ný menn- ingar- og viðskiptaborg, og var um skeið nefnd Róm norðursins, eins og betur verður ljóst i máli minu. Hún er nú frjáls hansa- borg, og á i sögunni miklar erfð- ir i sambandi við viðskipti og verzlun við fjarlæga heims- hluta. Fyrsta daginn sem ég dvald- ist i Brimum, komst ég að þvi, að verið var að grafa upp kirkjugrunn elztu kirkju borg- arinnar, dómkirkjunnar sem byggð var á 11. öld. Ég varð mér úti um nokkrar upplýsingar um rannsóknir fornleifafræðing- anna, en ekki fékk ég að koma inn i dómkirkjuna, né sjá neitt af þvi, sem þar hafði fundizt. Ég ætla hér i örstuttu máli að greina frá þvi, sem ég fékk að vita, og tengja það þeirri at- burðarásfrá löngu liðnum tíma, er snertir menningu Islands, en einmitt suður á bökkum Weserfljóts á hún rætur, og voru þar spunnir snarir þættir fyrstu siðmenningar landsins, og þeir sterkir og traustir, og hafa ekki aðrir orðið traustari gegnum aldirnar. Saga Brimadómkirkju er i raun réttri mjög táknræn fyrir kristna menningu Noröurlanda. Arið 780 vigði Karlamagnús keisari engilsaxneskan prest, Willebad að nafni, til trúboðs- starfa i héraðinu við Weser, er nú Bremen og Bremerland. Sjö árum siðar var hann vigður til biskups i Worm, og hóf hann þá smiði dómkirkju I Brimum, og var hún vigð áriö 789. Kirkjan var smiðuð úr timbri, eins og Skirnarfontur i dómkirkjunni i Brimum. Markaðssvæði í Brimum, séð frá vinstri. Ráðhúsið til vinstri og dómkirkjan til hægri. Jón Gislason: Fornleifafundur í dómkirkj unni í Brímum flestar eða allar kirkjur i nor- rænum löndum i upphafi. Árið 843 gerðu norrænir vik- ingar árás á Hamborg, rændu þar og eyddu. Erkibiskupinn þar, Ansgar, hinn frægi trúboði Norðurlanda, flúði þá til Brima. Uppfrá þvi varð lengi erki- biskupssetur i Brnnum, og var það lang voldugast slikra i Norðurheimi fyrir norðan Mundiafjöll. Hinn frægi sagna- ritari, Adam frá Brimum, kall- aði Brima Róm norðursins, og mun það hafa verið sannmæli á dögum Aðalberts hins mikla erkibiskups. í Brimum var stofnaður al- mennur markaður árið 965, og var hann staðsettur á bökkum Weser, þar sem nú er miðborg- in. Þessi markaður hafði geysi- lega þýðingu fyrir vöxt og þróun borgarinnar, þvi þangað sóttu kaupmenn og farmenn frá fjölda þjóðlanda, og varð þar brátt einn f jölskrúðugasti markaður Norðurálfu. Þar mættust margbreytilegir menn- ingarstraumar, og hafði enginn staður um norðanverða Evrópu upp á að bjóða sh'ka f jölbreytni sem Brimar. Merkileg heimild um slikt er frásögn i Þorfinns sögu Karls- efnis. Arið 1014 var Þorfinnur karlsefni i Noregi i kaupferð. Hafði hann siglt skipi sinu þang- að með mikinn og dýran, sjald- gæfan og fáséðan varning, eftir ævintýralega för til Grænlands og Vinlands hins góða. Hann hafði gert fengsæla ferð i kaup- angrum Noregs, og hafði búið skip sitt til Islandsferðar i Niðarósi: ,,og hann var albúinn, og skip hans lá til byrjar fyrir bryggjum, þá kom þar að hon- Jón Gislason. I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.