Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 46

Tíminn - 11.12.1975, Blaðsíða 46
46 JÓLABLAÐ 1975 Úr einni af fyrri söngferðum Karlakórs Revkjavlkur. Myndin tekin í söngleikahöll I Þýzkaiandi. Emil Björnsson, ásamtbræörum Jóhanni Beck og dr. Richardi Beck. —Ljósmynd: Örn og Ólafur. Tveir gestir aö heiman meö þremur forystumönnum Vestur-íslendinga I Winnipeg: Morris Eyjólfsson, dóttursonur Guttorms, skálds, dr. Chris Kristjánsson, Emil Björnsson, dr. Paul H. T. Thorlaksson og greinarhöfundur. — Ljósmynd: örn og Ólafur. df ( u / L l -f -L . ( . v. c( 'L - J f/ ÍH '■»-/{. /iÍ V- J c-if.. /y A -,Q 4 íí- > > l.. C •j 7 X-) i- i- í- •/ 'hj.l. /J L (~ A—í’Lj' ■t / Meðal kvæða Stephans G. sem Watson Kirconnell þýddi, var Is- lendingadagsræða. Siðan eru margir áratugir. En kvæðið var prófessornum minnisstætt. Hann hripaði fyrstu hendingarnar á blað, þar sem við sátum við matborð. að völdum i Danmörku, studdur af konungi, stórjarðeigendum og öðrum hægrimönnum, og stjórn- aði rikinu af mikilli afturhalds- semi með tilskipunum i trássi við þjóðþingið danska — einmitt þetta ár, sem Gisli á Geitastekk dó, ætlaði danskur prentari, Július Rasmussen, að ryðja þess- um hataða manni úr vegi með skammbyssu sinni, en kúlan lenti á hnappi á brjósti Estrups og hraut af honum. svo að hann sak- aði ekki, skotvopnið kannski kraftminna en þeir hafa á seinni árum notað á Kennedy-ættina og fleiri menn í Bandarikjunum. Sem sagt: Ekkert beit á Estrup, hvorki skotvopn, þing- meirihluti né óvild þjóðar hans, og þeir, sem höfðu vonir um bjartari tið við aukið frjálsræði islendinga, grilltu ekki nein tákn þess, að dagur væri að renna, þrátt fyrir stjórnarskrána 1874, sem vissulega vakti þó mikinn fögnuð I bili. 1 þjóðfrelsismálum var þvi inn i svarta nóttina að horfa. Verzlun var óhæg, og mjög ihöndum selstöðukaupmanna, og tilraunir landsmanna til inn- lendrar félagsverzlunar, höfðu sætt miklum mótgangi. Útgerð hafði ekki enn hafizt i þeim mæli af stigi gamalla hátta við sjósókn, að bæir og byggðir við sjávarsið- una byðu upp á nýjar afkomuleið- ir handa fjölmenni eins og varð ekki miklu seinna. Loks hafði fólki i landinu f jölgað hægt og bit- andi, og þvi fylgdi, að mörgum varð torfengið jarðnæði i sveit- um, þótt þeir hefðu fyllsta hug á þvi. 1 þessu andrúmslofti gerðist það, að jafnvel allmargir þeirra manna, sem voru oddvitar þjóðarinnar, eygðu helzt það úr- ræði, að fólk flyttist af landi, og gerðust þess hvetjandi i orði og verki, þótt nokkrir, er þar létu mest að sér kveða, færu aldrei sjálfir. Þegar svo fagurmálga vestur- fararangentana, sem fengu fé fyrir hvert höfuð, er þeir gátu skilað vestur um haf, bar að garði með myndskreytta bæklinga sina og frásögur um gósenlönd, sem fengjust gefins, há verkalaun og skjóttekinn gróða, varð mikið rót i hugum margra. Ævintýra- mennska fékk byr undir báða vængi, og þeir, sem ekki áttu frá öðru að hverfa en vinnumennsku eða húsmennsku eða fannst þeir vera að kikna undir búskapar- áhyggjum sinum, brugðu hópum saman á það ráð að yfirgefa hauga og hörga I heimalandinu, ýmist fúsir eða trauðir, barna- lega trúaðir á hamingjuna hand- an við hafið eða hikandi eftir langar fortölur. Hér bættist við, að hreppstjórar og sveitaryfir- völd tóku að ýta undir brottför þeirra, sem þeir óttuðust, að gætu ef til vill ekki bjargazt af sjálfs dáðum — og keyptu þá jafnvel til vesturfarar, er á sveit voru komnir. Menn seldu eigur sinar, oft fyr- ir hálfvirði — efnaðir menn, sem eftir sátu, gerðu góð kaup. En sumir laumuðust lika burt frá skuldum — eða kvöddu með það fyrirheit að borga hverjum sitt, þegar þeir væru komnir i undra- landið, þar sem veraldargæðin lágu á lausu. Siðan hófst ferðin, oft eftir langa bið á þeim stað, þar sem skipin áttu að taka fólkið, og þegar þau komu, reyndust þau oftar en hitt örgustu dallar, og fólki jafnvel ætluð vist fyrsta áfangann I bland við hross, sem seld höfðu verið i enskar kola- námur. Eigendur skipafélaganna litu meira á það, sem þeir fengu i aðra hönd, heldur en aðbúðina á skipsfjöl. En fólk var ýmsu vant á þeirri tið, og horfði ekki i það, þótt ekki væri mulið undir það — vissi ekki heldur hvaða eldraunir biðu þess. Það flykktist til Ameriku, og straumurinn varð svo striður, að þjóðin hafði ekki orðið fyrir ann- arri eins blóðtöku siðan i móðu - harðindunum á næstsiðasta ára- tugi átjándu aldar. Nokkuð af þessu fólki kom að visu aftur heim, en harla fátt. Sumum vegn- aði vel i nýju heimkynnunum, þegar til lengdar lét, aðrir gátu ekki aurað saman fyrir fari heim fyrir sig og fólk sitt, þótt þeim væri ekki annað ofar i huga, Húshændurnir og gestirnir á Almgarðsvegi 11, taliö frá vinstri: Alfheiður Guðmundsdóttir, John Ted Arnason, forseti tslendingadagsins á Gimli siðast liöið sumar, og Gillies, Jón Helgason, Grace Gillies, Emil Björnsson fréttastjóri og Margrét Pétursdóttir. — Ljósmynd: Stefán Stefánsson, forseti Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga, og Örn og Ólafur. konur þeirra, Marjorie og Olla. _ Ljósmynd: Timinn — GE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.