Tíminn - 11.12.1975, Side 58
58
JÓLABLAÐ 1975
Þorleifur Einarsson
Útbreiösia jökla I Evrópu á næstsiðasta (Saale) og siðasta jökulskeiöi (Weichsel). Einnig er sýndur
jökuljaðarinn á Búaskeiði (Salpausselka).
Þorleifur Einarsson:
ísaldarjöklar á íslandi
og sjávarstöðubreytingar
V
Fram undir siðustu aldamót,
var álitið að isöldin hefði verið
einn óslitinn fimbulvetur. Þeirrar
skoðunar var m.a. Þorvaldur
Thoroddsen, enda skipti hann is-
lenzka jarðlagastaflanum aðal-
lega i tvær jarðlagadeildir, þ.e.
jarðmyndun orðna fyrir Isöld og
jarðlög mynduð eftir isöld.
Skömmu fyrir aldamót sýndi
Þjóðverjinn Albrecht Penck fram
á það með rannsóknum I Alpa-
fjöllum að Isöldinhefði ekki verið
einn óslitinn fimbulvetur, heldur
hefðu skipzt á hlýskeið og jökul-
skeið og hið sama sýndu einnig
rannsóknir Helga Pjeturss i
BUlandshöfða á Snæfellsnesi, á
Tjörnesi og viðar um siðustu
aldamót. Jökulskeiðin voru fram
á sjöunda tug þessarar aldar ta.lin
vera 4 eða 5 og isöldin hafa staðið
i 600.000 ár til eina milljón ára.
Rannsóknir á Tjörnesi á siðasta
áratug og siðar víöa um heim
benda til þess, að jökulskeiðin
hafi verið miklu fleiri hériendis,
a.m.k. 12, og að fsöldin hafi staðið
a.m.k. l,8miiljón ára og þó senni-
lega miklu lengur, eða 3 milljónir
ára.
Loftslag á hlýskeiðum isaldar
mun hafa verið svipað og nU, en á
jökulskeiðum 5-10 gr. C lægra og
snælina þá hafa legið 500-1.000 m
neðar en nú. Litið er vitað um
lengd einstakra hlý- og jökul-
skeiða. Sennilega hafa skeiðin
staðiö um 100.000 ár hvert og hlý-
skeiðin sennilega verið lengri en
jökulskeiðin.
Löngum reyndist mönnum
erfitt að skýra tilkomu hnullunga
og grettistaka ættaðra frá
Skandinaviu i jökulruðningi suður
i Þýzkalandi og á Bretlandseyj-
um og töldu ýmsir þau hafa borizt
með ísjökum eða jafnvel I Nóa-
flóðinu. Enfyrir réttum lOOárum,
þ.e hinn 3. nóv. 1875, fann Sviinn
Otto Torrell jökulrákir á klöpp við
Berlin, en áður hafði Sviss-
lendingurinn Venetz-Sitten sýnt
fram á það árið 1821, að jöklar
hefðu áðurfyrr verið miklu stærri
en nú i ölpunum. Báðar þessar
uppgötvanir leiddu isaldar-
rannsóknir inn á nýjar brautir,
einkum þó uppgötvun Torrels.
Litið er vitað um útbreiðslu
jökla á hinum eldri jökulskeiðum,
enda máðu jöklar næstsiðasta
jökulskeiðs mjög ummerkin, en
þeir höfðu mesta útbreiðslu isald-
arjökla, en næstsiðasta jökulskeið
var hið harðasta, sem kom á is-
öld. Verksummerki jökla slðasta
jökulskeiðs, eru hinsvegar viðast
mjög glögg, en það hófst fyrir
70.000. árum. Þessi ummerki
eru einkum jökulgaröar, sem
orpizt hafa uppi við jökuljaðra,
jökulrákir á klöppum og klappir
með hvalbakslögun, jökulruðn-
ingur með dreifarsteinum eða
grettistökum, sem stundum hafa
borizt hundruð eða jafnvel þús-
undir kilómetra með jöklum.
1 Norður-Evrópu var á sfðasta
jökulskeiði stór meginjökull og
var ismiðja hans á norðanverðri
Skandinaviu. Hann náði mestri
útbreiðslu fyrir um 20.000 árum
og lá jarðar hans frá sunnanverðu
Irlandi og austur yfir Mið-Eng-
land, um Jótland og þaðan austur
um Þýzkaland sunnan Berlinar
og Pólland sunnan Varsjár og um
Valdai-hæðir i Rússlandi norður
til Hvftahafs.
1 Norður-Ameriku huldi megin-
jökullinn nær allt Kanada og lá
jaðar hans um norðanverð
Bandarikin sunnan vatnanna
miklu, sem reyndar eru jökul-
tunguvötn mynduö á svipaðan
hátt og Jökulsárlón á Breiða-
merkursandi.
Þegar árið 1839 renndi Jónas
Hallgrimsson og danska jarð-
fræðinginn Jafetus Steenstrup
grun i, þegar þeir voru að skoða
jökla hérlendis, að jöklar hefðu
endur fyrir löngu verið miklu
stærri á Islandi en þetta sannaði
þó fyrst danski náttúrufræðingur-
inn Hage Matthiesen árið 1846, er
hann fann viða suðvestan lands
jökulrákir á klöppum langt frá
núverandi jöklum. Smám saman
fundustsiðan fornar jökulmenjar
um nær allt land, voru það ýmist
jökulrákaðar klappir eða ýmiss
konar jökulruðningur, sem orðið
heföi til við skrið jökla á siðasta
jökulskeiði. Að þessum rannsókn-
um unnu þeir mest Þorvaldur
Thoroddsen og siðar Guðmundur
Kjartansson, þótt margir aðrir
hafi vitaskuld einnig lagt hönd á
plóginn.
Síðasta jökulskeið
Á siðasta hlýskeiöi Isaldar, en
það er kennt við Fossvog við
Reykjavik, enda jarðlög frá þessu
hlýskeiöi mjög heilleg þar, mun
loftslag hafa verið m jög svipað og
á nútima, jafnvel aðeins mild-
ara. Liklega hafa jöklar á Foss-
vogshlýskeiði verið svipaðir að
stærðog nú, aðeins minni. Fyrir
um það bil 70.000 árum tók svo að
kólna i veðri og tóku jöklar þá að
stækka, siðasta jökulskeið var að
ganga I garð. Stórir jöklar mynd-
uðust liklega fyrst á hálendinu
þar sem nú er Vatnajökull, Hofs-
jökull og Langjökull. Smám
saman uxu þeir og sameinuðust
og urðu að stórum isskildi. Ekki
var kólnunin og jökulmyndunin
sifelld, heldur komu tveir hlý-
indakaflar, annaí fyrir um 50.000
árum en hinn fy'riir um 30.000 ár-