Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 2
2 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR SPURNING DAGSINS Sigurjón, ertu vinsæll í afmælisveislum? „Já, alla vega sumum.“ Sigurjón Þórðarson alþingismaður gagnrýndi afmælisráðstefnu Hafrannsóknastofn- unarinnar og sagði hana gagnrýnislausa samkomu jábræðra. DÓMSMÁL Lögbannskrafa Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu á fréttaflutning Fréttablaðsins af tölvupóstsendingum sem hún átti hlut að verður tekin fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á morgun. „Ég reikna með því að þarna verði ákveðið hvenær málið fær aðal- meðferð,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Sýslumaðurinn í Reykjavík varð við lögbannskröfu Jónínu í haust. Jónína krefst skaðabóta og refsingar yfir Kára Jónassyni rit- stjóra blaðsins. - saj Lögbann á fréttaflutning: Lögbann tekið fyrir á morgun GÖGNIN GERÐ UPPTÆK Sýslumaður og lögfræðingar gerðu gögn upptæk á ritsjórn Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NOREGUR Kona var í gær dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir nauðg- un í Björgvin. Nauðgunin átti sér stað í byrjun þessa árs en konan sem er 24 ára var þá í samkvæmi ásamt unnusta sínum og öðrum manni á fertugsaldri. Maðurinn bar að hann hefði sofnað en vaknað aftur við að konan var að hafa við hann munn- mök meðan unnustinn tók mynd- ir. Konan hélt því fram að mökin hefðu verið með fullu samþykki. Auk fangelsisvistar var konan dæmd til að greiða fórnarlambinu um 400 þúsund íslenskar krónur í miskabætur. Er þetta í fyrsta sinn sem kona er dæmd fyrir nauðgun í Noregi. ■ Sögulegur norskur dómur: Kona dæmd fyrir nauðgun ÁSTRALÍA, AP Lögreglan í Ástralíu handtók snemma í gærmorgun sautján manns sem grunaðir eru um samsæri um að fremja mann- skæða hryðjuverkaárás í land- inu. Meðal hinna handteknu er her- skár múslimaklerkur, Abu Bakr að nafni, sem er þekktur fyrir að hafa borið lof á Osama bin Laden. Klerkurinn er sakaður um að vera aðalskipuleggjandi hins áformaða tilræðis. Annar hinna handteknu hlaut skotsár á hálsi er hann varðist handtöku með skotvopni. Einn lögreglumaður særðist lítillega. „Ég er ánægður með að okkur skyldi takast að spilla því sem ég tel hafa verið lokastig undir- búnings að stórri hryðjuverka- árás hér í Ástralíu,“ sagði Ken Moroney, lögreglustjóri Nýja Suður-Wales, í útvarpsviðtali. Hann sagðist búast við að fleiri sakborningar yrðu handteknir í tengslum við rannsóknina. John Howard forsætisráðherra þakkaði lögregluyfirvöldum fyrir vel unnið verk á blaðamannafundi sem sendur var út beint í sjón- varpi. Howard varaði í síðustu viku við því að hryðjuverkaárás væri hugsanlega yfirvofandi. Handtökurnar fóru fram í samstilltum áhlaupum lögreglu á nokkur hús í Sydney og Mel- bourne, tveimur stærstu borgum landsins. - aa Meintir hryðjuverkamenn handteknir í Ástralíu: Komið í veg fyrir stórt hryðjuverk RÉÐUST Á MYNDATÖKUMANN Menn sem taldir eru vinir eða ættingjar hinna hand- teknu ganga í skrokk á myndatökumanni fyrir utan dómhús í Melbourne í gær. Mönnunum var vísað út úr dómsalnum þar sem hinir meintu hryðjuverkamenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. NORDICPHOTOS/AFP HAPPDRÆTTI Samanlagðar tekjur Happdrættis Háskóla Íslands árin 2003 og 2004 að frádregnum vinn- ingum og kostnaði námu um 960 milljónum króna. Tekjur Íslandsspils af söfnun- arkössum námu á sama tímabili tæpum 1.730 milljónum króna að frádregnum vinningum og kostn- aði. Heildarvelta þessara tveggja fyrirtækja árið 2004 var nálægt 3,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Ögmundar Jónassonar þingmanns Vinstri grænna. Hann segist spyrja um þessar upphæðir vegna þess að baki þeim búi mikl- ar þjáningar. „Það er ömurlegt hlutskipti fyrir þjóðþrifastofn- anir, sem standa að baki Íslands- spilum og Háskóla Íslands, að hafa fé af fólki sem ræður ekki við spilafíkn sína. Það er sannað að það er verið að hafa þessa pen- inga úr vösum fólks á öllum aldri sem ræður ekki við sig í námunda við spilavítisvélar. Ég hef viljað banna þessa kassa með lögum. En um leið eigum við að fá Háskóla Íslands og þjóðþrifasamtökum sem standa að Íslandsspilum aðra tekjustofna,“ segir Ögmundur. - jh Velta Íslandsspila og Happdrættis Háskólans nærri 3,2 milljarðar árið 2004: Vont að nýta sér spilafíkn SPILAKASSAR Landsbjörg og önnur þjóðþrifastarfsemi hafði liðlega 1,7 milljarða króna í tekjur af spilakössum árin 2003 og 2004. FUGLAFLENSA Yfirvöld í Víetnam hafa staðfest að banamein manns sem lést í lok október hafi verið fuglaflensa. Hann er sá fyrsti sem deyr af völdum veikinnar eftir að hún greindist aftur í fuglum þar í landi í haust. Maðurinn, sem var 35 ára, dó eftir að hafa borðað kjúkling með fjöl- skyldu sinni en aðrir hafa ekki kennt sér meins eftir átið. Frá því að fuglaflensu varð fyrst vart í Víetnam árið 2003 hafa 92 greinst með veiruna og 42 látist af hennar völdum. Sérfræðingar ótt- ast að veiran geti stökkbreyst og borist á milli manna. ■ Á ALIFUGLAMARKAÐNUM Fuglakjöt er selt á opnum mörkuðum víða í Asíu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/AP Sóttdauðum fjölgar: Víetnami deyr úr fuglaflensu ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� ALDRAÐIR Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra hefur óskað eftir því að kannað verði hvort unnt sé að verða við kröfum um að vist- menn á Sólvangi í Hafnarfirði verði ekki fleiri en 55 til 60 að tölu og þeim fækki þar með umtalsvert á næstu vikum og mánuðum. Þetta kom fram í utandag- skrárumræðum um aðstæður og aðbúnað aldraðra á Alþingi í gær en málshefjandi var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar. „Aldraðir á Sólvangi hafa allt að helmingi minna rými en hið opinbera gerir kröfur um,“ sagði Ágúst. Hann bætti við að ríkis- stjórnin hefði gefið til kynna að úrbóta væri ekki að vænta fyrr en árið 2008 en það væri allt of seint. „Komið hefur fram að á hjúkr- unarheimilinu Skjóli hefur fólk neyðst til þess að ráða sér sér- staka starfskrafta inn á hjúkr- unarheimilið fyrir eigin kostnað. En hæstvirtur forsætisráðherra sagði í gær að hann kannaðist ekk- ert við þessar upplýsingar þrátt fyrir að þær tröllriðu samfélag- inu í heila viku... Dæmi eru um að viðkomandi hafi ásamt fjölskyldu unnið allt að 270 klukkustundir á mánuði... Hér erum við komin með staðfestingu á tvöföldu kerfi í velferðarkerfinu.“ Ágúst spurði hvort heilbrigð- isráðherra sætti sig við tvöfalt kerfi, eitt fyrir betur megandi og annað fyrir hina. „Svarið er einfalt nei,“ sagði Jón Kristjáns- son. Hann sagði enn fremur að með fækkun á Sólvangi væri von hans að ástandið yrði boðlegt. Hann kvaðst sjá fyrir sér að með fækkun yrði unnt að breyta öllum rýmum í tvíbýli, en allt að fimm manns eru um hvert herbergi nú. Jón sagði einnig að ástandið á Sólvangi yrði að skoða í samhengi við aðra kosti í aðbúnaði aldraðra í Hafnarfirði. Hann kvaðst vita til þess að Hrafnista í Hafnarfirði hefði boðið samstarf við bæjar- yfirvöld. Fram kom einnig í máli heil- brigðisráðherra að daggjöld hafa hækkað um 25 prósent frá 2002 til 2005. johannh@frettabladid.is Mismunað í velferð Dæmi eru þess að fjölskyldur aldraðra á hjúkrunarheimilinu Skjóli hafi ráðið sérstaka starfsmenn vegna ónógrar þjónustu. Heilbrigðisráðherra kveðst and- vígur einu velferðarkerfi fyrir vel stæða og öðru fyrir hina sem minna hafa. SÓLVANGUR Heilbrigðisráðherra vill úrbætur á Sólvangi á næstu vikum og mánuðum. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON JÓN KRISTJÁNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.