Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 4
4 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR • Vefsíðugerð grunnur Námskeið ætlað byrjendum í vefsmíði og þeim sem vilja koma sér upp einfaldri og þægilegri heimasíðu með sérstakri áherslu á myndgerð og myndanotkun á heimasíðunni. Kennt er á algengustu forritin sem notuð eru til vefsíðugerðar og myndvinnslu fyrir vefinn, FrontPage og Photoshop. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera færir um að búa til frambærilega heimasíðu fyrir sjálfan sig eða lítil fyrirtæki til kynningar á Netinu, vista hana á Netinu og kunna skil á umsjón og uppfærslu hennar. Þátttakendum er frjálst að vinna að eigin heimasíðu á námskeiðinu. Lengd námskeiðs 42 kennslustundir. Kennt er þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá kl. 17:30 - 21 og tvo laugardaga frá kl. 9 - 12.30. Hefst 15. nóv. og lýkur 1. des. Verð kr. 36.000,- (Tvær kennslubækur innifaldar). V E F S M Í Ð I Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is UMFERÐARSLYS Ökumaður sem missti stjórn á bifreið sinni í hálku klukkan átta í gærmorgun endaði á því að keyra á háspennistöð við Stórhöfða í Reykjavík. Ökumann sakaði ekki en spenn- irinn færðist til. Því varð að rjúfa rafmagn á Stórhöfða í um það bil 20 mínútur meðan lagfæringar fóru fram. Að sögn Gunnars Aðalsteins- sonar, framkvæmdastjóra kerfis- stjórnar, fór bifreiðin fyrst á stein áður en hún skalla á hlera stöðv- arinnar sem eyðilagðist. Hefði steinninn ekki verið í veginum hefðu skemmdir líklegast orðið meiri. - jse Háspennistöð við Stórhöfða: Rafmagn af eftir árekstur HÁSPENNUSTÖÐIN Á STÓRHÖFÐA Hlerinn á háspennustöðinni er ónýtur en ökumann sakaði ekki. Nágrannar voru hins vegar án rafmagns í 20 mínútur á eftir vegna lagfæringa. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 08.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 60,79 61,09 105,49 106,01 71,33 71,73 9,556 9,612 9,156 9,21 7,455 7,499 0,5159 0,5189 86,65 87,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 100,9038 LÍBERÍU, AP Síðari umferð forseta- kosninganna í Líberíu fór fram í gær þar sem áttust við Har- vard-menntaður hagfræðingur og heimsþekktur knattspyrnukappi. Ellen Johnson-Sirleaf og George Weah voru hlutskörpust í fyrri umferðinni sem fram fór 11. október síðastliðinn. Weah fékk þá 29 prósent atkvæða en John- son-Sirleaf nítján. Strax þegar kjörstaðir voru opnaðir hafði fólks hópast og allan daginn var kjörsókn góð. Fjöldi erlendra eftirlitsmanna fylgist með að allt fari eftir sett- um reglum. Úrslita er að vænta á næstu dögum en ærið verk bíður nýja forsetans þar sem landið er enn í sárum eftir óöld sem þar ríkti á árunum 1980-2003. - sg Síðari umferð líberísku forsetakosninganna í gær: Weah talinn líklegri ATKVÆÐI GREIDD Kjörsókn var með mikl- um ágætum í höfuðborginni Monróvíu, svo og annars staðar í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞEKKTUR FYRIR SÍN ÞRUMUSKOT George Weah, 39 ára, er að öllum líkindum besti knattspyrnumaður Afríku fyrr og síðar en óvíst er hvort hann sé þar með hæfur til að gegna embætti forseta. Weah ólst upp í sárri fátækt en með knöttinn á tánum braust hann til frægðar og frama. Hann var kjörinn knattspyrnumaður Evrópu 1995 og lék á ferli sínum með félögum á borð við AC Milan og Chelsea. Hann nýtur mikilla vinsælda á meðal samlanda sinna og telja marg- ir hann vera það sameiningartákn sem þessi stríðshrjáða þjóð þarfnast. Auðæfi hans eru slík að ólíklegt þykir að hægt sé að spilla honum en reynsluleysi hans í stjórnmálum gæti reynst honum fjötur um fót. GEORGE WEAH ELLEN JOHNSON-SHIRLEAF JÁRNFRÚIN FRÁ HARVARD Í hópi stuðningsmanna sinna gengur Ellen Johnson-Shirleaf, 67 ára, undir nafninu járnfrúin enda hefur hún komist áfram á eigin verðleikum í þjóðfélagi þar sem karlar hafa að öllu jöfnu tögl og hagldir. Hafi hún sigrað í kosningunum verður hún fyrsti þjóðkjörni leiðtogi Afríkuríkis úr röðum kvenna. Óhætt er að segja að Johnson-Shir- leaf sé eldri en tvævetur á sviði stjórnmálanna. Hún er með hag- fræðigráðu frá Harvard-háskólanum og gegndi embætti fjármálaráðherra Líberíu á áttunda áratugnum. Þegar herforingjabylting var framin í land- inu árið 1980 var járnfrúin fangelsuð en síðar gekk hún í lið með uppreisn- arleiðtoganum Charles Taylor áður en hún snerist gegn honum að lokum. Ragnheiður ráðin Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir var í gær ráðin til að gegna nýju starfi aðstoðarorkumála- stjóra Orkustofnunar. Hún var áður deildarstjóri á orkumálasviði en ákveðið hefur verið að það skuli lagt niður með skipulagsbreytingum sem taka gildi 1. janúar næstkomandi. Ragnheiður hefur doktorsgráðu í verkfræði frá Danska Tækniháskólanum og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. ORKUSTOFNUN AKUREYRI Fjárhagsáætlun Akur- eyrarbæjar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir tæplega 400 milljóna króna rekstrarafgangi en áætlunin var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir vöxt og grósku hafa sett mark á bæjar- braginn á Akureyri undanfarin ár og svo verði áfram. Samkvæmt fjárhagsáætlun- inni verða heildartekjur bæjarins á næsta ári tæpir 10,7 milljarð- ar króna en heildargjöld um 10,3 milljarðar króna. Tekjuaukningin frá árinu í ár verður um 630 millj- ónir króna en gert er ráð fyrir að útgjöldin aukist heldur minna eða um 580 milljónir króna. Kristján Þór segir að áætlunin geri ráð fyrir miklum fjárfesting- um í grunngerð samfélagsins en framkvæmt verður í A-hluta fyrir tæpan 1,2 milljarð króna. „Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög sterk og við gerum ráð fyrir að íbúum bæjarins fjölgi áfram en það sem af er þessu ári hefur þeim fjölgað um 257. Útsvarsprósent- an mun ekki hækka á næsta ári og leikskólagjöld ekki heldur en við reiknum með að álagningar- prósentan vegna fasteignagjalda lækki nokkuð en of snemmt er að segja til um hversu mikil lækkun- in verður,“ segir Kristján Þór. - kk Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2006: 400 milljóna rekstrarfgangur FJARHAGSÁÆTLUNIN KYNNT Dan Jens Brynjarsson, sviðsstjóri fjárreiðudeildar, Kristján þór Júlíusson bæjarstjóri og Jón Bragi Gunnarsson, hagsýslustjóri Akureyr- arbæjar, kynntu áætlunina á blaðamanna- fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti í gær að framlengja um eitt ár umboð erlenda herliðsins sem er í Írak. Ibrahim al-Jaafari, forsætis- ráðherra Íraks, fór fram á fram- lengingu umboðsins en það hefði að óbreyttu runnið út 31. desem- ber næstkomandi. Í samþykkt öryggisráðsins er hins vegar kveðið á um að endurskoða megi framlenginguna fari íraska ríkis- stjórnin fram á það. 180.000 erlendir hermenn eru í Írak um þessar mundir. ■ Fjölþjóðlega herliðið í Írak: Fer í fyrsta lagi í árslok 2006 SVEITASTJÓRNARMÁL „Fulltrúar Akraneskaupstaðar fóru á sínum forsendum og bæjarráðsmenn borguðu sjálfir fyrir eiginkon- ur sínar,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri Akranes- kaupstaðar. Bæjarráðs- f u l l t r ú a r n i r G u ð m u n d u r Páll Jónsson, Gísli Gíslason, Sveinn Kristj- ánsson og Gunn- ar Sigurðsson h e i m s ó t t u borgarstjórann í Leeds á Eng- landi, William Hyde, í lok síðasta mánaðar. Með í ferðinni voru Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, og Sturlaugur Har- aldsson sölustjóri. Borgarstjórinn í Leeds fór með alla sendinefndina að borða á veit- ingastað sem kaupir um 70 tonn af sjófrystum flökum úr skipum HB Granda, þeim Höfrungi III og Helgu Maríu. Þar borðuðu menn fisk og franskar að enskum sið. „Okkur var síðan boðið í innstu vé hjá borgarstjóranum og þar kynntum við mikilvægi sjó- mennsku og fiskveiða á Akranesi. Með þessu leggjum við okkar skerf til þess að efla þetta mik- ilvæga starf HB Granda,“ segir Guðmundur Páll bæjarstjóri. Hann var áður starfsmannastjóri hjá HB Granda. „Við sáum Manchester United leika gegn Tottenham og buðum sir Alex Ferguson að vera við- staddan vígslu á íþróttahúsi sem tekið verður í notkun á Akranesi í mars. Hann sagði það ekki úti- lokað að hann kæmi,“ bætir Guð- mundur við. saj@frettabladid.is Borguðu fyrir eiginkonurnar Fjórir bæjarráðsfulltrúar Akraness fóru með for- svarsmönnum HB Granda til Leeds í Englandi. Þeir hittu Alex Ferguson sem fékk heimboð upp á Skaga. GUÐMUNDUR PÁLL JÓNSSON AKRANESKAUPSSTAÐUR Guðmundur Páll Jónsson gerðist bæjarstjóri á Akranesi fyrir skemmstu. Áður var hann starfsmannastjóri hjá HB Granda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.