Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 8

Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 8
8 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR fiú getur fimmfaldað tíðni auglýsinganna þinna með samlesnum auglýsingum sem birtast á Bylgjunni, Talstöðinni, Létt 96,7, Fréttablaðinu og á visir.is. Þegar þú hringir og pantar auglýsingu líða innan við tvær klukkustundir þar til hún er komin í loftið. Daginn eftir birtist hún svo í smáauglýsingum í Fréttablaðinu og á visir.is. Margföld áhrif með samlesnum auglýsingum! Einfalt, fljótlegt og gríðarlega áhrifaríkt! Hringdu í síma 550 5000 og margfaldaðu tíðni auglýsinganna þinna Eitt símtal 550 5000 SEYCHELLESEYJAR, AP Áhöfn og farþegar skemmtiferðaskipsins Seabourn Spirit komust í hann krappan úti fyrir ströndum Sómalíu um helgina þegar sjó- ræningjar gerðu tilraun til að ræna skipinu. „Þetta var óhugnanleg upplif- un, ég get fullvissað þig um það,“ sagði Charles Supple, stríðshetja úr síðari heimsstyrjöldinni og einn af 160 farþegum Seabourn Spirit, í samtali við AP-frétta- stofuna á mánudag, en þá lagði skipið að bryggju á Seychelles- eyjum í Indlandshafi. Supple ætlaði að taka mynd af hraðbáti sem kom siglandi að skipinu en í gegnum linsuna sá hann mann með sprengjuvörpu sem allt í einu kom blossi úr. „Ég fleygði frá mér myndavélinni og beygði mig. Sprengjan sprakk tveimur þilförum fyrir ofan mig. Ég sver að ég sá gaurinn með sprengju- vörpuna glotta við tönn.“ Áhöfn skemmtiferðaskipsins tókst að breyta stefnu og auka hraðann og stinga þannig sjó- ræningjana af. Mikil mildi þótti að enginn skyldi slasast alvar- lega því byssukúlum og hand- sprengjum rigndi yfir skipið um tíma. Sjórán hafa mjög færst í vöxt undan ströndum Sómalíu en það sem af er árinu hefur tuttugu skipum verið rænt. Kjöraðstæður eru til sjórána á þessum slóðum þar sem upplausn ríkir í Sómalíu og löggæsla í efnahagslögsög- unni tæpast forgangsatriði. - shg Farþegar skemmtiferðaskips sluppu naumlega undan sjóræningjum: Sá sjóræningjann glotta við tönn SEABOURN SPIRIT Óprúttnir sjóræningjar frá Sómalíu reyndu að hremma skipið á siglingu þess á Indlandshafi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL Kennarar framhalds- skóla, sem starfa samkvæmt bekkjarkerfi, lögðu niður vinnu í eina kennslustund í gær til þess að mótmæla áformum stjórnvalda um styttingu náms til stúdents- prófs úr fjórum árum í þrjú. Þeir afhentu Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, áskorun þessa efnis. Fyrirhuguð stytting snertir sérstaklega MR, MA, Mennta- skólann við Sund, Kvennaskólann og Verslunarskóla Íslands. Kolbrún Elva Sigurðardóttir, latínukennari í Menntaskólanum í Reykjavík, segir kennara ósátta við aðferðir menntamálaráðherra. „Við höfum reynt að koma okkar málstað á framfæri og rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra á fundi. En það virðist ekki skipta neinu máli hvað við segjum. Við viljum að öll þjóðin sameinist í umræðu um málið. Þetta er ekki innanhússmál ráðuneytisins.“ Kolbrún Elva segir að endur- skoða megi forsendurnar allar. „En það þarf að þrauthanna kerf- ið frá grunni og finna hvar kerfis- villan er ef hún er þá einhver. Skoða upphaf skólagöngunnar og taka að lokum mið af því hvaða kröfur eru gerðar til háskólastúd- enta. Sagt er að við getum gert þetta eins og aðrar þjóðir og við höfum ekkert á móti því að skila nemendum frá okkur 19 ára. En aðferðin er röng,“ segir Kolbrún Elva. Björgvin G. Sigurðsson, Sam- fylkingunni, hefur farið fram á utandagskrárumræður um málið. „Ég styð það að námstíminn að stúdentsprófi sé styttur. Þetta er þróun síðustu ára. Nemendur geta nú þegar lokið námi á fimm til sex önnum ef þeir valda hraðanum. Misskilningurinn hjá mennta- málaráðherra snertir bekkjar- kerfið sem er enn fyrir hendi í nokkrum skólum. Þar snýst allt um þetta eina ár. Ég held að ein- falda leiðin sé að breyta þeim í áfangaskóla en leyfa þeim að öðrum kosti að halda sínum fjórum árum. Vandinn er ekki til staðar í áfangakerfinu. Sveigjanleikinn og valfrelsið er fyrir hendi. Þetta er misskilningur og aðferðin röng hjá ráðherra,“ segir Björgvin G. Sigurðsson. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra var fjarverandi þegar kennararn- ir afhentu þingforseta áskorun sína og Fréttablaðið náði ekki sambandi við hana í gær. johannh@frettabladid.is Lögðu niður vinnu Framhaldsskólakennarar skora á menntamálaráðherra að hætta við að stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrú. Þeir segjast ekki mótfallnir því að endurskipuleggja skólagönguna alla en aðferð ráðherrans sé röng. SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR FORSETI ALÞINGIS Framhaldsskólakennarar skora á stjórnvöld að hverfa frá styttingu framhaldsskólanámsins um eitt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KOLBRÚN ELVA SIGURÐARDÓTTIR KENNARI Í MR „Við viljum að öll þjóðin sameinist í umræðu um málið. Þetta er ekki innanhússmál ráðuneytisins.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.