Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 8
8 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR fiú getur fimmfaldað tíðni auglýsinganna þinna með samlesnum auglýsingum sem birtast á Bylgjunni, Talstöðinni, Létt 96,7, Fréttablaðinu og á visir.is. Þegar þú hringir og pantar auglýsingu líða innan við tvær klukkustundir þar til hún er komin í loftið. Daginn eftir birtist hún svo í smáauglýsingum í Fréttablaðinu og á visir.is. Margföld áhrif með samlesnum auglýsingum! Einfalt, fljótlegt og gríðarlega áhrifaríkt! Hringdu í síma 550 5000 og margfaldaðu tíðni auglýsinganna þinna Eitt símtal 550 5000 SEYCHELLESEYJAR, AP Áhöfn og farþegar skemmtiferðaskipsins Seabourn Spirit komust í hann krappan úti fyrir ströndum Sómalíu um helgina þegar sjó- ræningjar gerðu tilraun til að ræna skipinu. „Þetta var óhugnanleg upplif- un, ég get fullvissað þig um það,“ sagði Charles Supple, stríðshetja úr síðari heimsstyrjöldinni og einn af 160 farþegum Seabourn Spirit, í samtali við AP-frétta- stofuna á mánudag, en þá lagði skipið að bryggju á Seychelles- eyjum í Indlandshafi. Supple ætlaði að taka mynd af hraðbáti sem kom siglandi að skipinu en í gegnum linsuna sá hann mann með sprengjuvörpu sem allt í einu kom blossi úr. „Ég fleygði frá mér myndavélinni og beygði mig. Sprengjan sprakk tveimur þilförum fyrir ofan mig. Ég sver að ég sá gaurinn með sprengju- vörpuna glotta við tönn.“ Áhöfn skemmtiferðaskipsins tókst að breyta stefnu og auka hraðann og stinga þannig sjó- ræningjana af. Mikil mildi þótti að enginn skyldi slasast alvar- lega því byssukúlum og hand- sprengjum rigndi yfir skipið um tíma. Sjórán hafa mjög færst í vöxt undan ströndum Sómalíu en það sem af er árinu hefur tuttugu skipum verið rænt. Kjöraðstæður eru til sjórána á þessum slóðum þar sem upplausn ríkir í Sómalíu og löggæsla í efnahagslögsög- unni tæpast forgangsatriði. - shg Farþegar skemmtiferðaskips sluppu naumlega undan sjóræningjum: Sá sjóræningjann glotta við tönn SEABOURN SPIRIT Óprúttnir sjóræningjar frá Sómalíu reyndu að hremma skipið á siglingu þess á Indlandshafi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL Kennarar framhalds- skóla, sem starfa samkvæmt bekkjarkerfi, lögðu niður vinnu í eina kennslustund í gær til þess að mótmæla áformum stjórnvalda um styttingu náms til stúdents- prófs úr fjórum árum í þrjú. Þeir afhentu Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, áskorun þessa efnis. Fyrirhuguð stytting snertir sérstaklega MR, MA, Mennta- skólann við Sund, Kvennaskólann og Verslunarskóla Íslands. Kolbrún Elva Sigurðardóttir, latínukennari í Menntaskólanum í Reykjavík, segir kennara ósátta við aðferðir menntamálaráðherra. „Við höfum reynt að koma okkar málstað á framfæri og rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra á fundi. En það virðist ekki skipta neinu máli hvað við segjum. Við viljum að öll þjóðin sameinist í umræðu um málið. Þetta er ekki innanhússmál ráðuneytisins.“ Kolbrún Elva segir að endur- skoða megi forsendurnar allar. „En það þarf að þrauthanna kerf- ið frá grunni og finna hvar kerfis- villan er ef hún er þá einhver. Skoða upphaf skólagöngunnar og taka að lokum mið af því hvaða kröfur eru gerðar til háskólastúd- enta. Sagt er að við getum gert þetta eins og aðrar þjóðir og við höfum ekkert á móti því að skila nemendum frá okkur 19 ára. En aðferðin er röng,“ segir Kolbrún Elva. Björgvin G. Sigurðsson, Sam- fylkingunni, hefur farið fram á utandagskrárumræður um málið. „Ég styð það að námstíminn að stúdentsprófi sé styttur. Þetta er þróun síðustu ára. Nemendur geta nú þegar lokið námi á fimm til sex önnum ef þeir valda hraðanum. Misskilningurinn hjá mennta- málaráðherra snertir bekkjar- kerfið sem er enn fyrir hendi í nokkrum skólum. Þar snýst allt um þetta eina ár. Ég held að ein- falda leiðin sé að breyta þeim í áfangaskóla en leyfa þeim að öðrum kosti að halda sínum fjórum árum. Vandinn er ekki til staðar í áfangakerfinu. Sveigjanleikinn og valfrelsið er fyrir hendi. Þetta er misskilningur og aðferðin röng hjá ráðherra,“ segir Björgvin G. Sigurðsson. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra var fjarverandi þegar kennararn- ir afhentu þingforseta áskorun sína og Fréttablaðið náði ekki sambandi við hana í gær. johannh@frettabladid.is Lögðu niður vinnu Framhaldsskólakennarar skora á menntamálaráðherra að hætta við að stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrú. Þeir segjast ekki mótfallnir því að endurskipuleggja skólagönguna alla en aðferð ráðherrans sé röng. SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR FORSETI ALÞINGIS Framhaldsskólakennarar skora á stjórnvöld að hverfa frá styttingu framhaldsskólanámsins um eitt ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KOLBRÚN ELVA SIGURÐARDÓTTIR KENNARI Í MR „Við viljum að öll þjóðin sameinist í umræðu um málið. Þetta er ekki innanhússmál ráðuneytisins.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.