Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 20
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR20 E N N E M M / S IA / N M 19 10 5 Vertu me› fyrir kl.17. 807 509 1. vinningur 1306milljónir Bónus-vinningur 10 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! lotto.is Me› LOTTÓ Í ÁSKRIFT gætir flú auk fless hreppt einn af 30 glæsilegum aukavinningum.LOTTÓ ÁSKRIFTAR LEIKUR Nú hefur›u meiri tíma til a› vera me›. Sölukerfi› er opi› til kl. 17 á veturna! Davíð Oddsson fjallaði um loftslags- hlýnun í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðismanna fyrir skömmu. Davíð er þeirrar gerðar að hann skynjar tíðarandann og veit þess vegna að fjöldi fólks hefur áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga. Þess vegna sagði hann í ræðunni að við- leitnin með Kyoto-sáttmálanum væri örugglega í rétta átt og að Sjálfstæðismenn hefðu tekið fullan þátt í umræðunni um hlýnun jarðar. En hann stóðst ekki mátið og bætti við: „Kyoto-samþykktin byggir vissulega á afar ótraustum vísinda- legum grunni. [...] Því miður hefur sú umræða á köflum verið borin uppi af óræðri tilfinningasemi og í versta falli innantómum áróðri fremur en rökum.“ Vegna þess hversu margir taka mark á orðum Davíðs finnst mér nauðsynlegt að leiðrétta þessar fullyrðingar. Lomborg efast ekki Alþjóðleg nefnd vísindamanna, hagfræðinga og embættismanna sem Sameinuðu þjóðirnar settu á laggirnar árið 1988 (IPCC) hefur lagt mat á loftslagsrannsóknir sem gerðar hafa verið og komst hún að þeirri niðurstöðu árið 2001 að hlýn- un loftslags sé að öllum líkindum af mannavöldum. Magn koltvísýr- ings í andrúmsloftinu hefur aukist um 31 prósent frá því árið 1750 og hefur ekki verið meira í um 420.000 ár, kannski milljónir ára. Þess vegna er búist við því að hlýnunin verði 1,4°C til 5,8°C á þessari öld, meiri en orðið hefur í 10 þúsund ár. Afleiðingar slíkrar hlýnunar ætla ég ekki að ræða hér en þær munu gjörbreyta lífsafkomu fjölmargra þjóða, flestra til hins verra. Samstaða vísindamanna um þetta er mikil. Meira að segja Björn Lomborg, sem er þekktur fyrir efasemdir um ýmsar fullyrðingar umhverfisverndarsinna segir í bók sinni The Skeptical Environmen- talist að það leiki enginn vafi á því að mannkynið hafi aukið koltvísýr- ingsmagn í andrúmsloftinu og að það leiði til hlýnunar andrúmslofts- ins. Kostnaðurinn af þeim völdum verði um fimm þúsund milljarð- ar dala! Hann efast því ekki um að mannkynið hafi valdið hlýnun loftslagsins. Efasemdir hans snú- ast um það hvort borgi sig fyrir mannkynið að draga strax úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hann vill meina að það verði fjárhagslega hagkvæmara fyrir mannkynið að aðlaga sig að afleiðingum hlýnun- arinnar í stað þess að reyna að snúa þróuninni við með minnkaðri losun koltvísýrings nú þegar. Hann hvet- ur engur að síður til þess að meira fé verði varið nú þegar í þróun og rannsóknir á notkun sólarorku og annarra endurnýjanlegra orku- gjafa. Davíð Oddsson virðist því vera meiri efasemdarmaður þegar kemur að loftslagsmálum en sá vís- indamaður sem hefur verið í for- ystu efasemdarmanna í heiminum. Hægrimenn hættir að efast Sumir kunna að segja að Davíð hafi í ræðu sinni verið að sýna samstöðu með Bandaríkjastjórn í loftslagsmálum. En svo er ekki því þar í landi eru menn hættir að berja höfðinu við steininn. Banda- ríkjastjórn hefur viðurkennt að 0,6°C hlýnun síðastliðna hálfa öld sé að öllum líkindum bein afleiðing losunar mannkyns á gróðurhúsa- lofttegundum. George Bush gerði nýlega samkomulag við Indverja og Kínverja um samstarf við að draga úr losun koltvísýrings með þróun umhverfisvænni orkugjafa og fylki, borgir og fyrirtæki í Banda- ríkjunum hafa sjálf sett sér skýr markmið um minnkun á losun kol- tvísýrings. Davíð Oddsson virðist því vera meiri efasemdarmaður en bandarískir stjórnmálamenn sem hafa þó farið fremstir í flokki efa- semdarmanna fram til þessa. Í Bretlandi er David Cameron, vonarstjarna breskra íhalds- manna, á allt annarri skoðun en Davíð. Hann hefur meðal annars lagt áherslu á það í yfirstandandi kosningabaráttu um leiðtogasæti Íhaldsflokksins að loftslagsmál séu ásamt hryðjuverkaógn stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. En Davíð veit betur - „umræðan um loftslagshlýnun er borin uppi af óræðri tilfinninga- semi og í versta falli innantómum áróðri“. Vonandi er ný forysta Sjálfstæð- isflokksins sömu skoðunar og verð- andi forysta breskra hægrimanna í þessum efnum. Nýir leiðtogar hljóta að átta sig á því að umræðan um loftslagsmál snýst ekki lengur um það hvort loftslagshlýnun sé af mannavöldum heldur um það hvernig brugðist verður við henni. Þá gildir einu hver skoðun Davíðs Oddssonar er í þeim efnum. Höfundur stundar meistaranám í umhverfisfræðum við Edinborgar- háskóla. ■ Efasemdarmaðurinn Davíð UMRÆÐAN LOFTLAGSHLÝNUN GUÐMUNDUR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON Davíð Oddsson virðist því vera meiri efasemdamaður þegar kemur að loftslagsmálum en sá vísindamaður sem hefur verið í forystu efasemdamanna í heim- inum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.