Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 23
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is Útivist er á leið á Snæfellsnes helgina 11. til 13. nóvember. Lagt verður af stað klukkan átta á föstudag og gist verður á Arnarstapa. Silvía Hrönn Kristinsdóttir verður fararstjóri. Hægt verður að ganga milli Arnarstapa og Hellna, frá Búðum að Búðarkletti eða á sjálfan jökulinn. Ferðaáætlun fyrir árið 2006 er nú í vinnslu hjá ferðanefnd Ferðafélags Íslands. Þar er að finna margar áhugaverðar ferðir, bæði sígildar og nýrri ferðir. Deildir félagsins víða um land vinna einnig að ferðaáætlun sinni og þær má einnig finna í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands sem kemur út í byrjun janúar 2006. Stjórnun allt að 30 brúttó- lesta skipa er nú kennd við Framhaldsskóla A-Skaftafells- sýslu á Höfn, meðal annars í fjarnámi. Nemendur eru um 90 þar af 21 á Höfn, allt frá grunnskólanemendum upp í virðulega afa. Skíðaferðir eru þær ferðir sem eru hvað mest áberandi hjá ferðaskrifstofum núna. Um að gera að bóka sem fyrst svo áhugasamir neyðist ekki til að skíða í grænleitum fjöllum Íslands. Að sama skapi er ódýrara að hoppa í sólina þessa dagana og því vert að kynna sér hvaða tilboð eru í gangi. LIGGUR Í LOFTINU NÁM - FERÐIR Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 9. nóvem- ber, 312. dagur ársins 2005. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 9.37 13.12 16.45 Akureyri 9.34 12.56 16.18 Heimild: Almanak Háskólans KRÍLIN Það er sama hvar ég set hitapokann í rúmið, hinir lík- amshlutarnir verða alltaf öfundsjúkir! Ingunnarskóli í Grafarholti er fyrsti grunnskólinn í Reykjavík sem byggður er utan um einstaklingsmiðað nám og hýsir jafnframt tónlistarkennslu, dansskóla, kirkjulegt starf og félagsmiðstöð unglinga. Það er ótrúlega hljótt í Ingunnarskóla þótt þar séu um 400 nemendur og nokkrir tugir kennara að störfum. Í miðrýminu sem komið er inn í úr anddyrinu eru tveir kennarar að snæða síðbúinn hádegisverð, nokkrir nem- endur sitja innan um bókarskápana og lesa og enn aðrir eru að búa sig undir að læra dans. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri kveðst hæstánægð með hvernig til tókst með hönnun hljóðvistarinnar. „Loftplötur og veggir eru hljóðdempandi og þar hefur tekist vel til. Það er líka grundvallaratriði að hávaða sé stillt í hóf í skóla þar sem lögð er áhersla á sam- vinnu, þemavinnu og blöndun árganga eins og hér,“ bendir hún á. Það var þrjátíu manna hópur úr ýmsum stigum samfélagsins sem fenginn var til að koma með hugmyndir að starfsemi skólans og síðan var skólinn hannaður utan um starf- semina. „Það má segja að þetta sé drauma- skólinn,“ segir Guðlaug brosandi. Hún tekur fram að bæði nemendur og kennarar séu að læra að vinna við þær aðstæður sem skólinn bjóði upp á enda er bara mánuður liðinn frá því húsið var tekið í notkun. Hún opnar inn í stórar kennslustofur þar sem börnin vinna í hópum með hjálp fullorðinna. Stórt miðrými er í stofunum en líka afmarkað nemendaher- bergi sem farið er inn í til að leggja inn stafi eða kenna með fyrirlestrarformi. Þess á milli er herbergið fyrir þá nemendur sem vilja vinna einir og í þögn. Einstaklingsmiðað nám gengur út á að hver nemandi geti farið á sínum hraða gegn- um námsefnið. Hann gerir áætlanir í samráði við kennarann um hvað hann ætli að vinna í hverri viku. Þeir sem spretta úr spori í einni grein geta fylgt eftir þeim nemendum sem eru ári eldri og svo öfugt. Þótt mikið sé unnið í hópum í Ingunnarskóla þá hefur hver nemandi á miðstigi sína vinnustöð með borði, læstum skáp, hillu og aðstöðu til að hengja upp dótið sitt. ■ Þar sem sjálfsagi og samvinna gilda Kátir krakkar í nýju og fallegu skólahúsi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÖRNUSKOÐUN Námskeið á vegum Reykjavíkur/Akademíu bls. 2 DREKI Nýr skáli við Öskju bls. 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.