Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 25

Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 25
][ Ferðafélag Akureyrar hefur lokið við byggingu nýs ferða- skála við Drekagil hjá Öskju. Ferðafélag Akureyrar hefur byggt upp fyrsta flokks aðstöðu fyrir ferðafólk. Nýi skálinn hefur fengið viðurnefnið Nýi-Dreki en á svæðinu er fyrir eldri skálinn, Gamli-Dreki. Sá er frá árinu 1968 og hefur tuttugu svefnpláss en Nýi-Dreki er með gistipláss fyrir fjörutíu manns. Tvö svefn- herbergi eru á jarðhæð sem hvort um sig rúmar fimm gesti. Svefnloftið er tvískipt með upp- hækkuðum bálkum fyrir þrjá- tíu manns. Þá er mjög rúmgóð borðstofa með eldhúsaðstöðu, rúmgóð forstofa og vatnssalerni. Raflýsing er í húsinu knúin af sólarsellum. Á svæðinu er einn- ig snyrtihús frá árinu 2001 með vatnssalernum og gaskyntum sturtum. Á sumrin eru tvö tjald- stæði við Drekagil og þar er landvarsla í júlí og ágúst. Nýr Dreki við Öskju Gistinóttum á íslenskum hót- elum í september fjölgaði um rúmlega 13 prósent milli ára. Í tölum sem Hagstofa Íslands hefur birt kemur fram að gisti- nætur á hótelum í september 2005 voru 92.900 en voru 81.900 í sama mánuði í fyrra. Þetta samsvarar 13,4 prósenta aukningu. Mesta aukningin varð á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem aukningin var rúm tuttugu prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 53.700 í 64.600. Í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum milli ára. Þessi aukning er nánast ein- göngu rakin til erlendra gesta en gistinóttum Íslendinga fjölg- aði aðeins um tæpt eitt prósent. Einnig getur það haft áhrif á aukna eftirspurn að framboðið hefur aukist. Í september á síðasta ári höfðu sjötíu hótel opið allt árið en nú eru hótelin sjötíu og fimm. Herbergjum hefur líka fjölgað og fjöldi rúmplássa aukist. Frá því á síðasta ári hefur hótelum fjölgað um tvö á höfuðborgarsvæðinu, tvö á Vesturlandi og eitt á Norður- landi eystra. Gistinóttum fjölgar Apollo, einn stærsti ferða- skipuleggjandi á Norður- löndum, hefur numið land á Íslandi. Um leið bjóðast Ís- lendingum sólarferðir á kjörum sem norræn frændsystkini hafa ein setið að til þessa. Um miðjan október keyptu eigendur Apolloferða, Kuoni Scandinavia, 70 prósenta hlut í Langferðum á Íslandi. Í kjölfarið var ráðist í að auka við starfsemina og býður nú Apollo á Íslandi mikið úrval af leiguflugi um víðan heiminn. Ný heimasíða er í vinnslu hjá ferðaskrifstofunni þar sem sjá má áfangastaði og verð. Þátttaka Apollo á íslenskum ferðamarkaði hefst á hefðbundn- um nótum með leiguflugi til Gran Canaria, sólríkustu eyju Kanarí- eyja, sem er stærsti áfangastaður Apollo yfir vetrarmánuðina. Fjöldi Íslendinga hefur ferðast með Apollo frá Danmörku, en Appollo býður upp á fjölbreyttar leiguflugsferðir á góðu verði. Vert er að kynna sér möguleikana því senn kemur að því að pælingar um næsta sumarleyfi hefjast. Nýr möguleiki á ferðamarkaði Nýi Dreki. Nýr skáli Ferðafélags Akureyrar við Drekagil. Gistipláss eru orðin fleiri í Reykjavík. Ferðaskrifstofan Appollo hefur blandað sér í samkeppnina um ferðir til Kanaríeyja í vetur. Frá Orlando. SKÍÐAMENN SITJA NÚ LÍMDIR YFIR VEÐURFRÉTTATÍMUNUM OG BÍÐA Í VON OG ÓVON EFTIR FRÉTTUM AF SNJÓKORNUM SEM VILJA BÚA Í SKÍÐABREKKUM. Akureyringar eru yfirleitt fyrstir til að laða til sín snjóinn í brekkurnar og þeir eru búnir að setja lúffurnar upp og eru til í tuskið. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli tekur á móti skíðamönn- um með hvítum faðmi. Svæðið verður opið á laugardag og sunnu- dag frá tíu til fimm og á miðvikudag til föstudag frá fjögur til sjö næstu vikurnar en opnunartíminn lengist þegar líða tekur á vetur. Í Hlíðarfjalli er góður snjór og hefur bætt aðeins á hann frá því um helgina. Göngu- brautin er einnig opin og troðin daglega. Göngubrautir á skíðasvæði Ísafjarðar eru opnar og Dalvíkur- menn vinna hörðum höndum að því að setja upp snjókerfi og vonast til að opna seinna í mánuðinum. Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðun- um eru lokuð. Um daginn leit smá snjór þar við en hann reyndist ekki nægur til að vinna úr honum fyrir skíðasvæðin. Höfuðborgarbúar neyð- ast því til að setja hjól undir skíðin eins og staðan er núna. En það mun snjóa um síðir. Skíðin dregin fram GÓÐ BÓK er lykillinn að því að gera ferðalög milli staða þægi- leg. Þeir sem hafa með sér spennandi kilju þarf aldrei að leiðast, jafnvel þótt seinkun verði á flugi. Skíðasvæði Dalvíkinga. Örvæntið ekki, seint snjóar sumstaðar en snjóar samt. skíðafærið } frá9.700 3 dagar í Þýskalandi Ford KA eða sambærilegur kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 00 09 10 /2 00 5 Sími: 50 50 600 www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta �������������������������������� ���������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ��������������������������������������� �������������������������������������������� ��������������� ��������������������������������� ������������������� ��������������� ������������������ ��������������� �����������������������������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.