Fréttablaðið - 09.11.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 09.11.2005, Síða 32
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Breskir fjölmiðlar segja Baug sniglast í kringum bresku verslunarkeðjunna Woolworths. Fjárfes t ingafé lag ið Apax sem tók þátt í kaup- um á Somerfield vildi kaupa Woolworths á sínum tíma en gekk úr skaftinu á síðustu stundu, þar sem áreiðanleikakönnun stóðst ekki vænting- ar þeirra. Samkvæmt heim- ildum er ekki fótur fyrir orðrómnum um áhuga Baugs á félaginu. Woolworths er ekki talið falla vel að stefnu Baugs um að kaupa í fyrirtækjum með skýra stefnu. - hh „Það er orðið full bókað á öll námskeið í Reykjavík en við bættum því við fimm námskeið- um í morgun [þriðjudagsmorg- un] en þau urðu full um leið,“ segir Ragnar Már Vilhjálmsson, vörumerkjastjóri hjá Íslands- banka, en Íslandsbanki hefur að undanförnu auglýst námskeið um fjármálalæsi fyrir almenning undir nafninu Peningarnir þínir. Mikil aðsókn hefur verið á nám- skeið og fullbókað er á tólf nám- skeið sem bankinn hóf að auglýsa í síðustu viku. Enn er laust á námskeið Í Reykjanesbæ, Sel- fossi og á Akureyri en fullt er á öll námskeið í Reykjavík. „Þetta er framar okkar vonum en við fundum að það er mikil þörf fyrir svona fræðslu. Við erum ekki að auglýsa okkur með þessu, þetta er fyrst og fremst fræðsla fyrir almenning. Við munum auglýsa fleiri námskeið á næstunni en ekki alveg strax því við erum bara með einn leiðbein- anda í þessu og það er meira en nóg að gera hjá honum,“ segir Ragnar. - hb Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Á Flúðum búa stærstu jarðar- berjaframleiðendur landsins, hjónin Eiríkur Ágústsson og Olga Guðmundsdóttir. Þau hafa nú í smíðum tvö þúsund fermetra gróðurhús undir framleiðsluna sem verður tekið í notkun næsta vor. Hjónin keyptu reksturinn árið 2002 en jarðarber hafa verið ræktuð á Flúðum frá árinu 1995. Eiríkur hefur þó lengi verið með puttana í ræktun og var meðal annars framleiðslustjóri hjá Flúðasveppum í 11 ár. Eiríkur segir ræktun jarðar- berja sérstaklega dýra og pláss- freka og flesta aðra ræktun í gróðurhúsum gefa meira af sér. Verð vörunnar hafi lítið hækkað milli ára og ekki í samræmi við aðrar hækkanir á neysluvörum. Framleiðsla hjónanna á jarð- arberjum hefur verið um átta tonn á ári. Með nýja gróðurhús- inu gera þau ráð fyrir að auka hana um að minnsta kosti fjögur tonn. Tilgangurinn með nýja gróðurhúsinu er ekki að auka framboðið á hverju tímabili held- ur lengja tímabilið og fylla þannig það skarð sem hefur myndast yfir sumartímann. Upp- skeran hingað til hefur verið í maí og júní og aftur í september og október. Engin framleiðsla hefur verið í júlí og ágúst en með nýja húsnæðinu verður uppsker- an samfelld frá maí fram í októ- ber. Þrjátíu til fjörutíu prósent af veltu búsins koma af jarðar- berjaframleiðslunni. Á búinu fer einnig fram tómata- og kálrækt. Til þess að geta framleitt jarðar- ber yfir vetrarmánuðina þarf lýsingu og Eirkíkur telur það ekki borga sig sem stendur. Hins vegar muni hann hugsanlega leggja hluta þess pláss sem hann hefur haft undir tómataræktun undir jarðarberin þar sem að allt stefni nú í offramleiðslu á tómöt- um. Innlend framleiðsla stendur undir um það bil fimm prósent- um heildarneyslu á jarðarberj- um. Framleiða tólf tonn af jarðarberjum Hjón á Flúðum eru stærstu jarðarberjaframleiðendur lands- ins og eru að byggja tvö þúsund fermetra gróðurhús. Straumur Burðarás þreifar fyrir sér með sölu á hlut sínum í Íslands- banka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Straumur er stærsti hluthafinn í bankanum og hefur um skeið skoðað leiðir til þess að selja hlutinn. Í upphafi sumars voru áætlanir í gangi um að Milestone undir forystu Karls Wernerssonar, FL Group og Baugur myndu standa að félagi um kaup á hlutnum. Björgólfur Thor Björgólfsson er stjórnarformaður Straums Burða- ráss. Talið er ólíklegt að hann vilji selja Jóni Ásgeiri hlut í bankanum og kærleikar milli þeirra séu takmarkaðir. Er sú ályktun dregin með- al annars af grein Financial Times þar sem Björgólfur Thor lýsti áhyggjum af Baugsmálinu og varaði við þeirri ályktun að stjórnmálamenn hefðu átt þátt í málinu. Straumur þarf að draga eign sína í Íslands- banka frá eigin fé sínu samkvæmt reglum um fjármálafyrirtæki og eignin í Íslandsbanka gæti því orðið hindrun vilji félagið ráðast í stór erlend verkefni. Straumur á um 26 prósenta hlut og er virði hans yfir fimmtíu milljarðar króna. -hh Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, sagði á ársfundi eftirlitsins á mánudaginn að í september hefðu þremur stóru tryggingafélögunum hér á landi verið veitt heimild til að veita þjónustu án starfsstöðvar í til- teknum ríkjum EES. Í október hefði VÍS svo keypt tæplega tíu prósent hlut í norsku vátrygg- ingafélagi og fyrir tæpri viku keypti sama félag meirihluta í bresku tryggingafélagi. Félagið boðaði aukin umsvif á erlendri grund. „Ljóst er að þessi nýja útrás mun hafa frekari áhrif á starf- semi Fjármálaeftirlitsins og auka mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Hér mun og reyna á mikilvægi áhættustýringar eftirlitsskyldra aðila og mögulega reglur um fjár- málasamsteypur,“ sagði Jónas.-bg Við verðum við símann til kl. 20 í kvöld. Hafðu samband í síma 550 1310 og við ráðum þér heilt. JARÐARBERJARÆKT Í SILFURTÚNI Áætlað er að jarðarberjaframleiðslan aukist úr átta tonnum í tólf með tilkomu nýja húsnæðisins. Lög um lágmarkstíma Viðskiptaráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort lögbinda eigi til- tekinn eignarhaldstíma starfs- manna fjármálafyrirtækja. Þetta kemur fram í svari viðskiptaráð- herra við fyrirspurn Jóhönnu Sig- urðardóttur á Alþingi um við- skipti fruminnherja á fjármála- markaði. Í svari ráðherra kemur fram að í Danmörku sé kveðið á um sex mánaða eignarhaldstíma og í Nor- egi um tólf mánaða eignarhalds- tíma. Hér á landi er kveðið á um þrjá mánuði að lágmarki nema sérstakar aðstæður komi til. -hb Alþjóðlegt samstarf mikilvægt Tryggingafélögin komin í hóp útrásarfyrirtækja FORSTJÓRI FME Eftirlitið þarf að fylgjast með dótturfélögum íslenskra fyrirtækja er- lendis. Leitar kaupanda að Íslandsbankahlut Mikill áhugi á fjármálum Fullt á nær öll námskeið Íslandsbanka. Baugur orðaður við Woolworths 04_05_Markadur-lesin 8.11.2005 15:57 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.