Fréttablaðið - 09.11.2005, Side 37

Fréttablaðið - 09.11.2005, Side 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Ný auglýsing frá Apple hefur hrundið af stað deilum um hvernig tryggja eigi höf- undarrétt á auglýsingum. Deilurnar eru þær nýjustu af fjölmörgum um hvaðan hugmyndir sem fram koma í auglýsing- um eru sprottnar og hvernig eigi að tryggja að hugmyndum sé ekki stolið. Auglýsingastofan TBWA/Chiat/Day sem vinnur fyrir Apple er ásökuð um að hafa stolið hugmyndinni að nýju herferð- inni úr auglýsingu frá skóframleiðandan- um Lugz. Auglýsingin sýnir skuggamynd af manni í stórborgarumhverfi með rauðan, app- elsínugulan, gulan og svartan bakgrunn. Þykir henni svipa svo mikið til auglýsingar frá skófram- leiðandanum Lugz frá árinu 2003 að það geti tæp- lega verið tilviljun. Í auglýsingu Apple er skuggafígúran söngvarinn Eminem en í þeirri fyrri óþekktur ungur maður í Lugz- skóm. Framkvæmdastjóri auglýsingastofu Lugz hefur gefið út yfirlýsingu um mál- ið. Þar segir að Apple noti kröftugustu þættina úr auglýsingaherferð Lugz sem geri það að verkum að auglýsingarnar eru afskaplega líkar. Hann sagði fyrir- tækið tilbúið til að fylgja málinu eftir frammi fyrir dómstólum ef þess gerist þörf til að tryggja rétt sinn. Auglýsingastofan TBWA/Chiat/Day sem gerði auglýsingu Apple hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það sé miður að auglýsingarnar séu svo svipaðar, það sé tilvilj- un og komi þeim á óvart eins og öðrum. Það full- yrðir að nýja auglýsingaherferðin hafi ekki haft neinar skírskotanir til auglýsingar Lugz. - hhs Apple ásakað um hugmyndastuld Auglýsing frá Apple þykir nauðalík auglýsingu skóframleiðandans Lugz. SKUGGINN AF EMINEM Í AUGLÝS- INGU FRÁ APPLE Apple er ásakað um að hafa hermt eftir annarri auglýsingu.                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+                  !"#$%$&'#$%$ Yahoo kemst á kortið Hörð samkeppni við Google. Yahoo-vefsetrið hefur endurgert kortaum- hverfi sitt á vefsetr- inu í þeim tilgangi að veita ökumönnum enn betri leiðbeining- ar á götum úti. Google-vefsetrið hefur fram að þessu haft nokkra forystu í akstursleiðbeiningum fyrir netnotendur og kynnti end- urgerða þjónustu fyrir rúmum mánuði en núna blæs Yahoo til sóknar. Tilgangurinn er sá hinn sami hjá báðum fyrirtækjunum – að draga fleiri notendur að vefsíð- unum svo þeir nái að selja fleiri auglýs- ingar. Akstursleið- beiningar á netinu hafa orðið sífellt vinsælli hjá netnot- endum og hafa fyrirtækin tvö auk annarra vefsetra fundið fyr- ir auknum áhuga og kynna sífellt fleiri nýjungar til sögunnar. Nú er orðið einfaldara en áður að skrifa inn götuheiti frá brott- fararstað og götuheiti áfanga- staðarins og teikna vefsetrin upp auðveldustu og stystu leiðina milli staðanna tveggja. - hb Yahoo! Er í harðri samkeppni við Google um kort á netinu. Í fangelsi fyrir sjóræningjastarfsemi Í frétt Herald Tribune í kemur fram að íbúi í Hong Kong hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir sjóræningjastarf- semi á netinu. Maðurinn setti upp þrjár Hollywood-kvikmyndir á tölvu sína og tilkynnti á netsíðum að myndirnar mætti nálgast frítt hjá honum. Maðurinn notaði til þess hið vinsæla skráarskipta- forrit Bit Torrent. Dómstólar annarra landa, meðal annars í Svíþjóð, hafa gef- ið út sektir fyrir svipaðar sakir. Þetta er hins vegar fyrsti fang- elsisdómurinn yfir manneskju fyrir að nota skráaskiptaforrit fyrir sjóræningjastarfsemi. Dómurinn þykir harður en með þessu vilja stjórnvöld í Hong Kong sýna fram á að þar sé höf- undarréttur tekinn alvarlega. Hong Kong hefur haft það orð á sér að vera miðstöð þjófnaðar sem þessa á netinu. - hhs DONNIE YEN ER ÞEKKT KVIKMYNDASTJARNA Í HONG KONG Íbúi í Hong Kong hef- ur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að deila skrám á netinu. 08-09 Markadur-lesin-laga mynd 8.11.2005 15:48 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.