Fréttablaðið - 09.11.2005, Síða 37

Fréttablaðið - 09.11.2005, Síða 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Ný auglýsing frá Apple hefur hrundið af stað deilum um hvernig tryggja eigi höf- undarrétt á auglýsingum. Deilurnar eru þær nýjustu af fjölmörgum um hvaðan hugmyndir sem fram koma í auglýsing- um eru sprottnar og hvernig eigi að tryggja að hugmyndum sé ekki stolið. Auglýsingastofan TBWA/Chiat/Day sem vinnur fyrir Apple er ásökuð um að hafa stolið hugmyndinni að nýju herferð- inni úr auglýsingu frá skóframleiðandan- um Lugz. Auglýsingin sýnir skuggamynd af manni í stórborgarumhverfi með rauðan, app- elsínugulan, gulan og svartan bakgrunn. Þykir henni svipa svo mikið til auglýsingar frá skófram- leiðandanum Lugz frá árinu 2003 að það geti tæp- lega verið tilviljun. Í auglýsingu Apple er skuggafígúran söngvarinn Eminem en í þeirri fyrri óþekktur ungur maður í Lugz- skóm. Framkvæmdastjóri auglýsingastofu Lugz hefur gefið út yfirlýsingu um mál- ið. Þar segir að Apple noti kröftugustu þættina úr auglýsingaherferð Lugz sem geri það að verkum að auglýsingarnar eru afskaplega líkar. Hann sagði fyrir- tækið tilbúið til að fylgja málinu eftir frammi fyrir dómstólum ef þess gerist þörf til að tryggja rétt sinn. Auglýsingastofan TBWA/Chiat/Day sem gerði auglýsingu Apple hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það sé miður að auglýsingarnar séu svo svipaðar, það sé tilvilj- un og komi þeim á óvart eins og öðrum. Það full- yrðir að nýja auglýsingaherferðin hafi ekki haft neinar skírskotanir til auglýsingar Lugz. - hhs Apple ásakað um hugmyndastuld Auglýsing frá Apple þykir nauðalík auglýsingu skóframleiðandans Lugz. SKUGGINN AF EMINEM Í AUGLÝS- INGU FRÁ APPLE Apple er ásakað um að hafa hermt eftir annarri auglýsingu.                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+                  !"#$%$&'#$%$ Yahoo kemst á kortið Hörð samkeppni við Google. Yahoo-vefsetrið hefur endurgert kortaum- hverfi sitt á vefsetr- inu í þeim tilgangi að veita ökumönnum enn betri leiðbeining- ar á götum úti. Google-vefsetrið hefur fram að þessu haft nokkra forystu í akstursleiðbeiningum fyrir netnotendur og kynnti end- urgerða þjónustu fyrir rúmum mánuði en núna blæs Yahoo til sóknar. Tilgangurinn er sá hinn sami hjá báðum fyrirtækjunum – að draga fleiri notendur að vefsíð- unum svo þeir nái að selja fleiri auglýs- ingar. Akstursleið- beiningar á netinu hafa orðið sífellt vinsælli hjá netnot- endum og hafa fyrirtækin tvö auk annarra vefsetra fundið fyr- ir auknum áhuga og kynna sífellt fleiri nýjungar til sögunnar. Nú er orðið einfaldara en áður að skrifa inn götuheiti frá brott- fararstað og götuheiti áfanga- staðarins og teikna vefsetrin upp auðveldustu og stystu leiðina milli staðanna tveggja. - hb Yahoo! Er í harðri samkeppni við Google um kort á netinu. Í fangelsi fyrir sjóræningjastarfsemi Í frétt Herald Tribune í kemur fram að íbúi í Hong Kong hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir sjóræningjastarf- semi á netinu. Maðurinn setti upp þrjár Hollywood-kvikmyndir á tölvu sína og tilkynnti á netsíðum að myndirnar mætti nálgast frítt hjá honum. Maðurinn notaði til þess hið vinsæla skráarskipta- forrit Bit Torrent. Dómstólar annarra landa, meðal annars í Svíþjóð, hafa gef- ið út sektir fyrir svipaðar sakir. Þetta er hins vegar fyrsti fang- elsisdómurinn yfir manneskju fyrir að nota skráaskiptaforrit fyrir sjóræningjastarfsemi. Dómurinn þykir harður en með þessu vilja stjórnvöld í Hong Kong sýna fram á að þar sé höf- undarréttur tekinn alvarlega. Hong Kong hefur haft það orð á sér að vera miðstöð þjófnaðar sem þessa á netinu. - hhs DONNIE YEN ER ÞEKKT KVIKMYNDASTJARNA Í HONG KONG Íbúi í Hong Kong hef- ur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að deila skrám á netinu. 08-09 Markadur-lesin-laga mynd 8.11.2005 15:48 Page 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.