Fréttablaðið - 09.11.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 09.11.2005, Síða 38
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G Forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Jónas Fr. Jónsson, sagði á ársfundi eftirlitsins á mánudaginn að spurningar hefðu vaknað um mörk eiginlegrar fjármálastarfsemi og annars reksturs, eins og fasteignaum- sýslu eða flugvélarekstur sem dæmi. Í lög- um væri kveðið á um starfsheimilidir fjár- málafyrirtækja og þeim sett ákveðin mörk. Heimild til hliðarstarfsemi miðaðist að því að ljúka viðskiptum eða endur- skipuleggja starfsemi viðskiptaaðila. Það væri til að takmarka áhættutöku, koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og stuðla að viðunandi áhættustýringu. Ætlast væri til að fyrirtæki upplýsi Fjármálaeftirlitið um stöðu slíkrar atvinnuþátttöku tvisvar á ári. „Það verður að segjast að nokkur mis- brestur hefur verið á að fjármálafyrirtæk- in hafi sinnt upplýsingagjöf til Fjármála- eftirlitsins á fullnægjandi hátt. Einnig virðist vera einhver túlkunarágreiningur um það hversu víðtækar heimildir fjár- málafyrirtækin hafi til slíkrar hliðar- eða tímabundinnar starfsemi og eru nokkur tilvik nú til skoðunar af hálfu eftirlitsins. Á næstu mánuðum mun Fjármálaeftirlitið leggja áherslu á að bæta framkvæmd þessa, afgreiða ágreiningsmál og hugsan- lega endurskoða tilmæli sín og vænti ég góðs samstarfs fjármálafyrirtækjanna í þessu efni,“ sagði Jónas í ræðu sinni. VILJA MÁLSSKOTSRÉTT Stjórn Fjármálaeftirlitsins telur afar brýnt að eftirlitinu verði veittur réttur til að skjóta niðurstöðum kærunefndar til dómstóla. Viðskiptaráðherra skipar full- trúa í kærunefndina og þangað geta máls- aðilar skotið úrskurðum Fjármálaeftirlits- ins. Stefán Svavarsson, stjórnarformaður stofnunarinnar, sagði á ársfundinum að í mörgum tilvikum hefði eftirlitið ekki fall- ist á röksemdir kærunefndarinnar. Nánast allar ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins sem kærunefndin fengi til umfjöllunar lytu að því að treysta reglur. Nauðsynlegt væri að allir þátttakendur á markaði og almenn- ingur megi trúa að hér á landi væri eins skilvirkur markaður og kostur væri. Stefán sagði að þrátt fyrir að Fjármála- eftirlitið væri ekki alltaf sammála rök- semdum kærunefndarinnar gæti eftirlitið ekki fengið niðurstöður nefndarinnar prófaðar. Í lögum segði að úrskurðum kærunefndarinnar yrði ekki skotið til við- skiptaráðherra. Eftirlitið gæti ekki búið við óvissu um heimildir sínar og brýnt væri að bregðast við án tafar með laga- setningu. BRÉF SENT VIÐSKIPTARÁÐHERRA Fjármálaeftirlitið hefur sent iðnaðar- og viðskiptaráðherra bréf þar sem farið er fram á þessu verði breytt. Í því segir: „Fjármálaeftirlitið telur aðkallandi að kveðið verði á um málskotsrétt Fjármála- eftirlitsins vegna niðurstaðna kærunefnd- ar. Úrlausnarefni kærunefndar geta haft slíka grundvallarþýðingu fyrir starfsemi Fjármálaeftirlitsins, stefnu þess og þróun fjármálamarkaðar, að óeðlilegt verður að teljast að þær geti ekki sætt endurskoðun dómstóla. Í tilteknum tilvikum hafa niður- stöður kærunefndar verið svo umdeilan- legar að mati Fjármálaeftirlitsins, að ljóst má vera að þær hefðu verið bornar undir dómstóla, ef málskotsréttur hefði verið fyrir hendi. Þá er rétt að benda á, að nú- verandi fyrirkomulag hvetur málsaðila til þess að kæra ákvarðanir Fjármálaeftir- litsins, þar sem þeir hafa engu að tapa, en geta treyst því að hagstæð niðurstæða í kærunefnd sætir ekki endurskoðun dóm- stóla.“ Jónas Fr. Jónsson, sem tók við starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins 1. júlí síð- astliðinn af Páli Gunnari Pálssyni, fór yfir áherslur eftirlitsins á næstu mánuðum. Útskýrði hann hvernig Fjármálaeftirlitið hygðist framfylgja nýjum ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi í sumar. Síðan þá hefðu þessi ákvæði verið kynnt markaðsaðilum en kæmust í fram- kvæmd eftir ársfund eftirlitsins að teknu tilliti til kærufrests. Jónas sagði að Fjármálaeftirlitið myndi almennt birta samandregna niðurstöðu at- hugana á starfsháttum fjármálafyrir- tækja, hvað varði framkvæmd verðbréfa- viðskipta. Í þeim tilvikum þar sem Fjár- málaeftirlitið kæmist að þeirri niðurstöðu að beita ætti stjórnvaldssektum yrðu helstu efnisatriði málsins birt og aðilar nafngreindir. Ekki yrði greint frá nöfnum ef ástæða væri til að vísa málum til lög- reglu en þó yrði greint frá efnisatriðum slíkra mála. Það væri svo lögreglunnar að rannsaka málið frekar. STJÓRNENDUR Í HÆFISMAT „Vegna þjóðfélagslegs mikilvægis fjár- málaþjónustu hefur löggjafinn gert ríkari kröfur til stjórnenda þessara fyrirtækja en annarra félaga. Snúa þær kröfur að trú- verðugleika slíkra aðila en varðandi fram- kvæmdastjóra eru gerðar enn frekari kröfur um faglegt hæfi, það er menntun og starfsreynslu,“ sagði Jónas þegar hann fjallaði um hæfismat stjórnenda. Val á stjórn og helstu stjórnendum skipti miklu máli. Fjármálaeftirlitinu bæri að fylgjast með því að ákvæði laga um hæfi stjórn- enda væru í heiðri höfð. Um nokkurt skeið hefði það tíðkast að framkvæma sérstakt hæfismat í þeim tilvikum þegar nýir framkvæmdastjórar kæmu að vátrygg- ingastarfsemi eða miðlun. Þetta verklag hefði gefist vel og mælst vel fyrir. „Fjármálaeftirlitið hyggst nú taka upp þetta verklag við hæfismat fyrir nýja stjórnendur sem koma að fjármálafyrir- tækjum og lífeyrissjóðum, og við útgáfu nýrra eða breyttra starfsleyfa til slíkra aðila. Hæfismatið mun fara þannig fram að stjórnendur munu þurfa að skila inn svörum við spurningalista sem snýr al- mennt að hæfi þeirra auk nauðsynlegra vottorða. Framkvæmdastjórar munu jafn- framt þurfa að mæta til fundar hjá Fjár- málaeftirlitinu þar sem þekking þeirra á lögum og reglum sem gilda um viðkom- andi starfsemi verður könnuð,“ sagði Jónas. Ágreiningur um heimild fjármálafyrir- tækja til þátttöku í atvinnurekstri Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir misbrest á upplýsingagjöf frá fjármálafyrirtækj- um um þátttöku í atvinnutengdri starfsemi. Þá sé einnig ágreiningur um túlkun á heimildum fjármála- fyrirtækja til að stunda hliðar- eða tímabundna atvinnustarfsemi. Björgvin Guðmundsson sat ársfund Fjármálaeftirlitsins. FJÖLMENNUR FUNDUR Fjölmargir starfsmenn og stjórnarmenn fyrirtækja á fjármálamarkaðnum sóttu fund FME. Fr ét ta bl að ið /V al ga rð ur N O K K R A R T Ö L U R U M A Ð G E R Ð I R F M E (Fjöldi bréfa/ákvarðana) 1. júlí 2003 – 1. júlí 2004 – 30. júní 2004 31. júní 2005 Veiting leyfa (starfsleyfi, virkur eignarhlutur o.fl.), samþykki o.fl. 187 294 Athugasemdir, ábendingar, kröfur um úrbætur (fjöldi bréfa). 456 224 Dagsektir. 20 2 Stjórnvaldssektir (einungis úrræði á afmörkuðu sviði verðbréfamarkaðar). 10 14 Ríkislögreglustjóra greint frá máli skv. 12. gr. laga nr. 87/1998. 1 1 10_11_Markadur-lesin 8.11.2005 15:33 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.