Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 43
Landlæknir leggur til að fólk spari aurana sína og, í stað þess að kaupa fæðubótarefni, fá sér epli og fara í göngutúr. „Hreyfing og almenn líkamsrækt er líklega einfaldasta og ódýrasta leið til bættrar heilsu sem völ er á,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Flest vítamín, steinefni og bætiefni eru fáanleg úr fæðunni, og ef hraust fólk borðar fjölbreytta fæðu og hreyfir sig, þurfa fæstir á fæðu- bótarefnum að halda, enda benda fáar vísindalegar rannsóknir til að þau bæti heilsu hrausts fólks. „Fæðubótarefni eru yfirleitt mjög dýr. Í flestum tilvikum er fólk að borga fyrir vörur sem í besta falli gagnast þeim ekki og í versta falli skiljast óbreyttar út um ýmis lík- amsop,“ segir landlæknir. Lýðheilsustöð hvetur fólk til að borða fimm skammta eða 500 grömm af grænmeti, ávöxtum og safa á dag fyrir fullorðna, þar af að minnsta kosti 200 grömm af grænmeti og 200 grömm af ávöxtum, auk kartaflna. Þetta þarf ekki að vera erfitt, fólk getur til dæmis fengið sér einn ávöxt eða glas af hreinum ávaxtasafa að morgni, salat með há- degismatnum, annan ávöxt síðdegis og tvær tegundir af grænmeti með kvöldmatnum. Fjöl- breytnin skiptir öllu máli, og ekki eru þurrkaðir ávext- ir síðri en þeir fersku. 500 grömm af ávöxtum og grænmeti fyrir fullorðna ávextir } 2 ■■■■ { líf & heilsa } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Icepharma varð til þegar fyrirtækin Heilsuverslun Íslands, Ísfarm og Thorarensen lyf sameinuðust fyrir ári. „Þau hafa lengi þjónað landsmönnum á sviði lyfja og tengdra vara, en starfsemina má rekja allt til ársins 1919 er Stefán Thorarensen opnaði lyf- sölu í Reykjavík sem síðar varð Thorarensen lyf ehf.,“ segir Bessi H. Jó- hannesson, sviðsstjóri þjónustusviðs Icepharma, en tæplega 50 manns vinna hjá fyrirtækinu sem hefur aðsetur á Lynghálsi. Dýralæknir vinnur hjá fyrirtækinu, auk annars starfsfólks með bakgrunn í lyfja-, viðskipta-, tann- og hjúkrunarfræði, sem og lyfjatækni, en Icepharma flytur inn lyf fyrir fólk og dýr, og heilsu- og neytendavörur svo sem dömubindi, tannkrem og plástra. Haraldur Óskar Tómasson, reyk- vískur heimilislæknir, er einn þeirra lækna sem ferðast milli fyrirtækja og gefur flensusprautuna. „Við mælum fyrst og fremst með því að fólk eldra en 65 ára og fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, syk- ursýki eða aðra langvinna sjúk- dóma fari og láti sprauta sig. Það sama á við um heilbrigðisstarfs- menn,“ segir Haraldur. „Atvinnurekendur sjá sér hag í að bjóða starfsmönnum sínum spraut- una, en í sjálfu sér er ég ekkert að mæla með því að ungt, hraust fólk láti sprauta sig. Það er bara val hvers og eins,“ segir hann og bætir því við að hann láti alltaf sprauta sjálfan sig, enda hafi hann ekki fengið flensu síðan 1985. Flensusprautan sér til þess að lík- aminn myndar mótefni gegn þrem- ur stofnum inflúensu sem Alþjóða- heilbrigðisstofununin telur líklegt að herja muni á hinn vestræna heim í vetur og valda flensunni í ár. Stofnarnir breytast ár frá ári, en in- flúensan sem flensusprautan vinn- ur gegn er þessi slæma flensa sem flestir hafa upplifað, með 40 stiga hita, þriggja til sjö daga rúmlegu og slappleika næstu tvær vikurnar. Sumir telja það víst að þeir veikist fyrst ef þeir fái sprautuna, og kem- ur það fyrir að fólk finni fyrir örlitl- um flensueinkennum fyrst á eftir en þau einkenni ganga fljótt yfir, að sögn Haralds. „En hins vegar ruglar fólk saman inflúensu og öðrum veirusýkingum, því á flensutíma ganga oft aðrar pestir. Ég sprauta fyrir inflúens- unni, sem kemur, eins og amen í kirkju, á hverju ári,“ segir hann. Í fyrra fór Haraldur á 70 manna vinnustað, þar sem um helmingur- inn lét sprauta sig. Af þeim sem voru sprautaðir fékk einn slæma flensu, en af hinum hópnum urðu sjö manns veikir. „Þetta eru auðvit- að engar rannsóknarniðurstöður, en þetta segir manni kannski eitt- hvað um gildi sprautunnar,“ segir Haraldur. Hann áréttar að flensusprautan er eingöngu gegn þessum þremur stofnum inflúensu sem vísinda- menn Alþjóðaheilbrigðisstofunun- arinnar telja að muni ganga í vetur. Hún er alls ekki gegn öllum þeim veirum sem ganga manna á milli, hvað þá gegn fuglaflensunni. „Fuglaflensan smitast ekki manna á milli, og það er ekkert víst að hún muni nokkurn tímann gera það,“ segir Haraldur. Icepharma flytur inn lyf fyrir fólk og dýr. Einföld leið til bættrar heilsu hreyfing } Flensusprautan er fyrirbyggjandi Fjöldi fólks þyrpist þessa dagana í flensusprautu, en þó eru margir sem ekki vita hvernig hún virkar eða hvort þeir eigi að láta sprauta sig. Haraldur Óskar Tómasson heimilislæknir gefur starfsmönnum 365 flensusprautu. Sinna bæði dýrum og fólki Icepharma er sterkt fyrirtæki sem veitir góða þjónustu og er vel í stakk búið til að mæta aukinni samkeppni á íslenskum lyfja- og heilbrigðismarkaði. Græna bomban Fæst í Jurtaapótekinu á Lauga- vegi 2, og inniheldur ekki lækn- ingarjurtir heldur spírúlínu, og er full af járni, amínósýrum, bygggrasi, steinselju, rauðrófum og grænu þangi. Allt eru þetta jurtir sem eru mjög ríkar af blað- grænu, en neysla hennar er rétt eins og að taka inn súrefni og gefur manni kraft og byggir upp ónæmiskerf- ið. Græna bomban er til í duft- og pilluformi og það er hægt að gera te úr henni eða setja út í safa. 02-03 lífogheilsa-lesin 8.11.2005 15:51 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.